Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013 Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is „Engar skemmdir hafa verið unnar á einu eða neinu. Aðildarumsókn hefur ekki verið afturkölluð og engu hefur verið slitið,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er hann gaf munnlega skýrslu um Evrópumál á Alþingi í gærmorgun. Gunnar Bragi sagði að búið væri að leysa upp samninganefnd Íslands og hópa sem tengjast aðild- arviðræðunum, og að ekki yrðu haldnar fleiri ríkjaráðstefnur. Hann segir að íslensk stjórnvöld hafi staðið að málum í góðri sátt við Evrópusambandið. „Enda bera við- brögð Evrópusambandsins ekki merki annars en að sambandið hafi fullan skilning á ákvörðun okkar um hlé á aðildarferlinu,“ sagði Gunnar Bragi. Hann segir að ríkisstjórnin hafi í störfum sínum fylgt stefnumiðum sínum með ákveðnum hætti. Þetta sé í samræmi við afstöðu rík- isstjórnarflokkanna í Evrópu- málum. Þá segir Gunnar Bragi að við- ræður standi nú yfir við Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands um gerð boðaðrar úttektar í Evrópu- málum. „Sú úttekt verður svo tekin til umræðu hér á þinginu og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki er tímabært að velta fyrir sér framhaldi aðildarfer- ilsins fyrr en skýrslan hefur verið gerð, “ sagði hann og bætti við að hann hlakki mjög til málefnalegrar umræðu um efni hennar á þingi. Stuðningurinn sé almennur „Ég virði sjónarmið þeirra sem telja að hag Íslands kunni að vera betur borgið innan ESB. Ríkis- stjórnin er einfaldlega ekki sam- mála þeim og þar skilur á milli. Ég tel að í svo viðamiklu máli sem þessu sé algjör forsenda að stuðn- ingurinn sé almennur og sam- takamátturinn sterkur. Á það hefur frá upphafi skort,“ sagði Gunnar Bragi og bætti við að sterkar vís- bendingar séu um að þjóðin sé sama sinnis og ríkisstjórnin. „Ríkisstjórnin er einhuga í þessu máli, hlé hefur verið gert á ferlinu, engu hefur verið slitið og við viljum efla samskipti og treysta sambandið við Evrópusambandið án þess að til aðildar að bandalaginu komi.“ „Meginboðskapurinn í ræðu hæstvirts utanríkisráðherra var að hann hefði tekið ákvörðun – án þess að ræða það sérstaklega við Alþingi – um að slá af samningahópana og aðalsamninganefndina sem tengjast umsóknarferli Íslands gagnvart að- ild að Evrópusambandinu. Það er næsti bær við það að slíta umsókn- inni,“ sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, við umræðurnar á Alþingi. Össur bætti við að það væri ekki stefna núverandi ríkisstjórnar. „Það er allt annað en hún gaf fólkinu lög- mætar væntingar um.“ Össur sagði ennfremur að hann gerði sér grein fyrir hinum pólitíska veruleika málsins en „orð skulu standa. Forystumenn í stjórnmálum verða að standa við það sem þeir lýsa yfir.“ Össur segir að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar komi skýrt fram að það eigi að gera hlé á viðræðun- um og að það eigi að fara í þjóð- aratkvæðagreiðslu um framhald við- ræðnanna. „Þetta er stefna ríkisstjórnarinnar margítrekuð.“ Í upphafi ræðu sinnar sagði Öss- ur: „Ég held að hæstvirtur utanrík- isráðherra hljóti að hafa slegið Ís- landsmet í þessari fyrstu stefnu- ræðu sinni um utanríkismál, því honum tókst í einni ræðu bæði að fara gegn eigin yfirlýsingu, storka fullveldi Alþingis og líka að fara gegn stefnu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Össur. Hann sakaði Gunnar Braga um óhrein vinnubrögð. „Ég er þeirrar skoðunar að menn eigi að tala skýrt. Ræða þín á að vera já, já eða nei, nei,“ sagði hann. „Hæstvirtur utanríkisráðherra segir eitt í Brussel og annað í Reykjavík,“ sagði Össur og vísaði til þess að Gunnar Bragi hefði sagt við fulltrúa ESB að gert yrði hlé á við- ræðunum og síðan myndi íslenska þjóðin fá að greiða atkvæði um framhald viðræðnanna. Birgir Ármannsson, Sjálfstæð- isflokki, formaður utanríkismála- nefndar, sagði við umræðurnar að til greina kæmi að þingið samþykkti ályktun um stuðning við afstöðu rík- isstjórnarinnar í Evrópumálum, án þess að slíta viðræðum með form- legum hætti. Lífleg en ekki mjög nákvæm Birgir sagði að ræða Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi ut- anríkisráðherra, hefði verið „lífleg en ekki mjög nákvæm“. Hann sagði að „yfirlýsingar hans um stefnu flokka og yfirlýsingar ríkisstjórn- arinnar hefðu verið býsna óná- kvæmar“. Birgir sagði því nauðsynlegt að fara yfir stefnu flokkanna svo það væri rétt til þeirra vitnað í þingtíð- indum. Í landsfundarályktun Sjálfstæð- isflokks segir: „Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóð- aratkvæðagreiðslu.“ Á síðasta flokksþingi Framsókn- arflokksins var samþykkt ályktun þar sem segir: „Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evr- ópusambandið nema að undangeng- inni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Birgir sagði að við gerð stjórnar- sáttmála flokkanna hefði verið stuðst við orðalag sem kemur fram í samþykktum flokksþinganna, en þar segir: „Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evr- ópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undan- genginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Birgir sagði að búið væri að stöðva viðræðurnar. Það hefði verið gert hlé á viðræðunum, en þeim hefði ekki verið slitið. Þetta væri í samræmi við stjórnmálasáttmálann. Unnið væri að gerð skýrslu um við- ræðurnar og þegar hún lægi fyrir yrði hún tekin til umræðu á Alþingi. Vikið frá lögmætri samþykkt Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, sagði að utanrík- isráðherra hefði í veigamiklum at- riðum vikið frá lögmætri samþykkt Alþingis í viðræðunum við Evrópu- sambandið með því að leysa upp samninganefnd og hópa sem tengj- ast aðildarviðræðum Íslands að ESB. Árni Þór sagði að Alþingi hefði ákveðið hvernig samninganefnd- irnar og hóparnir hefðu verið skip- aðir og hver aðkoma þingsins væri að vinnu þeirra. „Nú hefur ráðherra upplýst að hann hafi ákveðið að leysa þessa samningahópa frá störfum og víkur því í veigamiklum atriðum frá lög- mætri samþykkt Alþingis án þess að leita samþykkis þess,“ sagði Árni Þór. „Hvað sem líður afstöðu þing- manna til aðildar að ESB, verður að virða leikreglur þingræðisins. Ég tel að það megi færa fyrir því sterk rök að hæstvirtur utanríkisráðherra sé á þunnum ís hvað þetta áhrærir, svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði Árni Þór. „Engu hefur verið slitið“  Gunnar Bragi Sveinsson segir að íslensk stjórnvöld hafi staðið að málum í góðri sátt við Evrópu- sambandið  Ákvörðun ráðherra næsti bær við það að slíta umsókninni, segir Össur Skarphéðinsson Morgunblaðið/Ómar Umræður Fjölmargir þingmenn tóku til máls í umræðunum um Evrópumálin á Alþingi í gærmorgun. Í ræðustól er Össur Skarphéðinsson. Ráðherrann Gunnar Bragi Sveinsson gefur Alþingi munnlega skýrslu um Evrópumálin í gær. Í forgrunni er Höskuldur Þórhallsson þingmaður. Í rafhlöðum eru efni sem eru skaðleg náttúrunni. Þær mega því alls ekki fara í almennt sorp að notkun lokinni. Efnamóttakan leggur heimilum og fyrirtækjum til ókeypis kassa til að auðvelda söfnun á ónýtum rafhlöðum. Einnig má setja í hann ónýt smáraftæki. Kassinn er margnota og hann má nálgast á söfnunarstöðvum sveitarfélaga. Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is Rafhlöðukassi Það má losa úr kassanum á söfnunarstöðvum sveitarfélaga (endurvinnslustöðvum). Einnig er víða tekið á móti rafhlöðunum í sérstakar rafhlöðutunnar á bensínstöðvum N1 og Skeljungs. Hvert á að skila?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.