Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 52
FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 256. DAGUR ÁRSINS 2013 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Nektarmyndahópar á facebook 2. „Sjáið þessa að koma úr sturtunni“ 3. María Sigrún selur hæðina 4. Andlát: Sigurður Grétar … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sænska leikkonan Sofia Helin sem fer með hlutverk rannsóknarlög- reglukonunnar Sögu Norén í þátt- unum Broen, eða Brúin, verður annar tveggja stjórnenda við afhendingu verðlauna Norðurlandaráðs á hátíð- arsamkomu sem fram fer 30. októ- ber. RÚV mun sýna afhendinguna en ekki liggur fyrir hvort það verður í beinni útsendingu. Auk Helin mun einn þekktasti þáttastjórnandi Norð- manna, Olav Brenner, kynna verð- launin. Sýningar á annarri þáttaröð Brúarinnar hefjast á RÚV 23. sept- ember og verða þættirnir sýndir degi eftir frumsýningu í Danmörku. Sofia Helin kynnir á verðlaunaafhendingu  Söngvarinn Þór Breiðfjörð mun syngja og segja sögur í Salnum í kvöld kl. 20.30. Tónleikarnir bera yfirskriftina Kvöldstund með Þór Breiðfjörð. Þór mun syngja lög úr ýmsum áttum og Kjartan Valdemarsson leika undir á píanó. Kvöldstund í Salnum með Þór Breiðfjörð  Hollenski myndlistarmaðurinn Kees Visser mun fjalla um verk sín á sýningunni Ups and downs í Lista- safni Íslands í dag kl. 12.10. Visser er talinn einn af eft- irtektarverðustu fulltrúum geómetr- ískrar og hug- myndalegrar að- ferðafræði í evrópskri myndlist. Leiðsögn með Visser Á laugardag Sunnan og suðvestan 3-8 m/s og stöku skúrir, en bjartviðri norðaustan- og austanlands. Hiti 3 til 8 stig. Á sunnudag Norðan 10-20 m/s, hvassast austanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestlæg átt, 3-10 m/s og skúrir, en bjart með köflum um landið austanvert. Hiti 2 til 10 stig, mildast austantil. VEÐUR FH-ingar eygja enn veika von um að halda Íslandsbikarnum í knattspyrnu eftir naum- an sigur á Fylkis- mönnum í Árbænum í gærkvöld. Atli Viðar Björnsson skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok og jafnaði um leið markamet Harðar Magnússonar fyrir Hafnarfjarðarfélagið í efstu deild. »4 FH eygir von og Atli jafnaði met „Með fullri virðingu fyrir Haukunum þá held ég að þeir „labbi“ ekkert yfir hollenska liðið. Ef Haukar spila þessa leiki af skynsemi þá fara þeir áfram. Ef þeir halda hins vegar að þetta verði eitthvert grín þá lenda þeir í vandræðum,“ segir Kristinn Björg- úlfsson um viðureignir Hauka og hollenska liðsins OCI-Lions í EHF- bikarnum í handknattleik en liðin mætast í kvöld og á morgun. »1 Í vandræðum ef þeir halda að þetta sé grín Stjörnumenn virðast vera bestir þegar einhver þeirra er rekinn af velli. Í gær- kvöldi gerðist það í sjöunda skipti á þessu keppnistímabili og Garðabæjarliðið hefur ekki tapað í eitt einasta skipti. Tveir voru í bikarnum og unnust með dramatískum hætti og af fimm leikjum í deildinni hefur liðið unnið þrjá og gert tvö jafntefli. Í gær vann Stjarnan 3:1 sigur á Þór, manni færri meirihluta leiksins. »2 Stjörnumenn eru bestir manni færri ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þingeyingar segja þann sannleika um sjálfa sig sem sómi er að. Spinna svo upp sögur um næsta mann. Þessu fylgir sjálfsagt að um mig hefur líklega eitthvað verið bú- ið til en eðlilega hef ég ekki heyrt neitt af því sjálfur,“ segir Jóhannes Sigurjónsson, blaðamaður á Húsa- vík. Fyrir nokkrum dögum sendi hann frá sér kverið 100 sannar þingeyskar lygasögur. Þetta eru gamanmál og glens um Húsvíkinga og nágranna þeirra. „Svona bækur verða ekki þannig til að maður setjist niður og byrji á fyrstu síðu. Margt af þessu hef ég birt í blöðum, notað sem efni í ræð- ur á mannamótum eða punktað hjá mér svo það glatist ekki. Með nokkurri einföldun getum við sagt að uppsprettulindirnar séu höfuðið á mér og harði diskurinn í tölv- unni.“ Krydd hins daglega lífs Það er hvunndagsgaman Íslend- inga að segja sögur hverjir af öðr- um og hið besta mál ef slíkt meiðir ekki. „Þegar litið er til baka og hið minnisverða rifjað upp er gjarnan bent á mannvirki eða forystumenn. Slíkt er ágætt svo langt sem það nær, en við megum samt ekki gleyma þessum daglegu atvikum og orðaskiptum sem eru krydd hins daglega lífs,“ segir Jóhannes. Á kápu kvers síns segir hann það vera „á vissan hátt viðbót“ við hnausþykka Sögu Húsavíkur. Þar sé ýtrustu kröfum sagnfræðinnar fylgt en „fátt skondinna sagna af bæjarbúum,“ eins og komist er að orði. Tvöföld merking orðanna Margir eru nefndir til sögunnar í kverinu svo sem Starri í Garði í Mývatnssveit, Sigurður Pétur Björnsson á Húsavík (best þekktur sem Silli bankastjóri), Helgi Hálf- danarson, Shakespeare-þýðandi og lyfsali á Húsavík, kántrísöngvarinn Johnny King, Arnar Björnsson íþróttafréttamaður og fleiri. Almennt talað segir Jóhannes að húmor Þingeyinga sé hárfínn og græskulaus. „Atriði í amerískum bíómyndum hafa gjarnan þann lokahnykk að einhver missir andlit- ið ofan í rjómatertu. Í breskum sjónvarpsþáttum eru orð og tvöföld merking þeirra aðalatriðið og þann- ig er þessu farið með Þingeyinga. Og svo bætist við þessi dásamlegi eiginleiki sumra að bæði muna sög- urnar og geta leikið þær. Þar eru margir góðir en enginn stendur á sporði Sigurðar Hallmarssonar, skólastjóra og listmálara – sem er frábær eftirherma.“ Úr höfði og af hörðum diski  Gefur út kver með sönnum lygum af Þingeyingum Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sögumaður Jóhannes Sigurjónsson með kverið sem hann er að gefa út. Efnið er dreifar úr daglega lífinu sem höf- undurinn hefur skráð hjá sér og tiltækur er efniviður í aðra bók sem ráðgert er að komi út áður en langt um líður. Sem óþroskaður og á stundum ódæll vandræðagikkur, eins og Jóhannes Sigurjónsson lýsir sjálfum sér, var hann við nám í Reykjavík. Á Hótel Borg lyfti hann lífsins glösum og hafði hátt. Lögregluþjónar voru kall- aðir til sem spurðu unga mann- inn hvort ekki mætti bjóða að skutla honum heim. Jóhannes þekktist boðið og vísaði veginn og hafði leikurinn borist alla leið upp í Mosfellssveit þegar lögreglumennirnir spurði strák- inn hvar hann ætti eiginlega heima. „Á Húsavík. Og þið eruð á góðri leið þangað og mikill höfðingsskapur er að bjóðast til að aka mér alla leið heim,“ svar- aði Jóhannes og bætir við í bók- inni: „Þeir snéru umsvifalaust við í Mosfellssveit/bæ og óku beina leið með þennan misheppnaða húmorista frá Húsavík – í stein- inn.“ Húmorista stungið í steininn ÓÞROSKAÐUR VANDRÆÐAGIKKUR Í REYKJAVÍK VEÐUR » 8 www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.