Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013 Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja- vík, RIFF, hefst eftir tæpar tvær vikur, 26. september, og liggur nú fyrir hvaða kvikmyndir verða í að- alkeppnisflokki hennar, Vitrunum, en í þeim flokki eru kvikmyndir sem ýmist eru fyrsta eða önnur kvikmynd leikstjóra í fullri lengd. Í Vitrunum verða sýndar tólf kvikmyndir eftir jafnmarga leikstjóra og keppa þeir um aðalverðlaun hátíðarinnar, Upp- götvun ársins, og hlýtur höfundur verðlaunamyndarinnar verðlauna- gripinn Gullna lundann. Um mynd- irnar í Vitrunum segir í tilkynningu frá RIFF að þær ögri viðteknum gildum í kvikmyndagerð og vísi veg kvikmyndalistarinnar til framtíðar. Dómnefnd aðalverðlaunanna skipa Luciana Castellina, Loic Magneron og Vigdís Finnbogadóttir. Castellina er ítalskur blaðamaður, rithöfundur og pólitískur aðgerðasinni, hefur lát- ið til sín taka varðandi menning- arlega fjölbreytni og er fyrrverandi formaður í menningarmálanefnd Evrópuþingsins. Magneron stofnaði WIDE umboðsskrifstofuna í París árið 1997 sem er leiðandi óháð fyr- irtæki í sölu á kvikmyndum. Vigdísi þarf vart að kynna, velgjörð- arsendiherra Sameinuðu þjóðanna í tungumálum og fyrrverandi forseta lýðveldisins. Myndirnar tólf í Vitrunum eru eft- irfarandi: Betlehem/ Bethlehem Ísraelsk kvikmynd eftir leikstjór- ann Youval Adler. Myndin segir af óvenjulegu sambandi milli ísraelska leyniþjónustumannsins Razi og pal- estínsks heimildarmanns hans, San- fur, yngri bróður hærra setts palest- ínsks hermanns. Sanfur reynir að feta þrönga stigu milli skipana Razi og tryggðar sinnar við bróðurinn. Hann lifir tvöföldu lífi og lýgur að báðum. Frjálst fall / Freier Fall Þýsk kvikmynd eftir leikstjórann Stephan Lacant. Í henni segir af Marc sem starfar í óeirðalögreglunni og á von á barni með unnustu sinni. Hann kynnist lögreglumanninum Kay og finnur þá fyrir tilfinningum gagnvart karlmanni í fyrsta sinn. Við það umturnast líf hans. Gullbúrið / La jaula de oro Kvikmynd framleidd í Mexíkó, Spáni og Frakklandi eftir leikstjór- ann Diego Quemada-Diaz. Myndin hlaut Un Certain Regard-verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. Í henni segir af þremur unglingum sem búa í fátækrahverfi í Gvatemala. Þeir freista þess að komast til Bandaríkjanna en til þess þurfa þeir að komast óséðir yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Hjálpræðisherinn / L’armée du salut Frönsk-marokkósk kvikmynd eft- ir Abdellah Taïa sem segir af 15 ára samkynhneigðum pilti, Abdellah, sem býr í Casablanca og stundar kynlíf með fullorðnum karlmönnum. Tíu árum síðar flytur hann til Sviss með ástmanni sínum Jean og slítur þar sambandinu. Hvítur skuggi / White Shadow Ítölsk-þýsk kvikmynd eftir Noaz Deshe. Albínóar í Tansaníu, Kongó og Kenía eru orðnir að verslunarvöru því galdralæknar bjóða þúsundir dollara fyrir líkamshluta þeirra, trúa því að þeir búi yfir altækum læking- armætti. Í myndinni segir af albín- óadreng sem leggur á flótta eftir að hafa séð föður sinn myrtan. Landfræðingurinn sem drakk burtu hnöttinn sinn/ Geograf globus propil Rússnesk verðlaunamynd eftir Al- exander Veledinsky sem fjallar um líffræðinginn Victor Sluzhkin sem þarf að kenna landafræði í efri bekkj- um grunnskóla vegna peningavand- ræða. Vandamálin eru þónokkur í lífi hans: hann á enga peninga, rífst við konuna sína, á í útistöðum við nem- endur og aðstoðarskólastjórann í nýja starfinu, auk þess að eiga erfitt með að losna við þá tilfinningu að hann sé einmana. Les apaches Frönsk mynd eftir Thierry de Pe- retti. Sögusviðið er syðsti oddi Kor- síku að sumri. Fimm unglingar halda eitt kvöld inn í mannlaust glæsihýsi, eyða þar nóttunni og stela þaðan ýmsu smálegu og tveimur verðlauna- rifflum. Þetta uppátæki hefur afleið- ingar. Kaldavatn / Coldwater Bandarísk kvikmynd eftir Vincent Grashaw. Í henni segir af táningspilti sem sendur er á unglingaheimili í óbyggðum. Þar þarf hann að berjast fyrir lífi sínu. Nestisboxið / The Lunchbox Indversk kvikmynd eftir Ritesh Batra. Röng afhending í hinu fræga og skilvirka kerfi nestisboxa- sendinga í Mumbai, Indlandi, tengir óvænt saman unga vanrækta hús- móður og eldri mann. Þau skapa fantasíuheim með því að skiptast á orðsendingum í nestisboxunum. Slysaskot / Hitac Króatísk mynd eftir Robert Orhel. Slysaskot tvinnar saman örlög tveggja ungra kvenna, rannsókn- arlögreglukonunnar Anítu og Petru sem þarf að sinna áfengissjúkri móð- ur sinni. Spaghettísaga / Spaghetti Story Ítölsk mynd eftir Ciro De Caro sem segir af fjórum ítölskum ung- mennum sem þrá að breyta lífi sínu og kynnast kínverskri vændiskonu. Þau kynni opna augu þeirra fyrir sannleikanum. Ungfrú ofbeldi / Miss Violence Þýsk kvikmynd eftir Alexandros Avranas. Í hinni segir af 11 ára gam- alli stúlku, Angeliki, sem stekkur fram af svölunum heima hjá sér á af- mælisdaginn sinn og lætur lífið. Lög- regla og félagsþjónusta reyna að komast til botns í málinu, telja að barnið hafi svipt sig lífi en fjölskylda Angeliki telur að um slys hafi verið að ræða. helgisnaer@mbl.is Tólf keppa um lundann Slysaskot Líf tveggja ungra kvenna fléttast saman í hinni króatísku Hitac.  Kvikmyndir tólf leikstjóra sýndar í Vitrunum á RIFF  Vigdís Finnbogadóttir situr í dómnefnd aðalverðlauna NÝJAR SÝNINGAR KOMNAR Í SÖLU! EINLEIKIN GAMANSEMI Í HÖRPU „Sprenghlægileg sýning fyrir allan aldur!“ - Sirrý, Rás 2 Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 13/9 kl. 19:00 5.k Fim 26/9 kl. 19:00 13.k Sun 6/10 kl. 13:00 aukas Lau 14/9 kl. 19:00 6.k Fös 27/9 kl. 19:00 14.k Fim 10/10 kl. 19:00 19.k Sun 15/9 kl. 15:00 7.k Lau 28/9 kl. 19:00 15.k Mið 16/10 kl. 19:00 20.k Fim 19/9 kl. 19:00 8.k Sun 29/9 kl. 13:00 aukas Mið 23/10 kl. 19:00 21.k Fös 20/9 kl. 19:00 9.k Fim 3/10 kl. 19:00 16.k Fim 24/10 kl. 19:00 22.k Lau 21/9 kl. 19:00 10.k Fös 4/10 kl. 19:00 17.k Fös 25/10 kl. 19:00 23.k Sun 22/9 kl. 13:00 11.k Lau 5/10 kl. 19:00 18.k Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Rautt (Litla sviðið) Lau 14/9 kl. 20:00 aukas Sun 22/9 kl. 20:00 7.k Mið 2/10 kl. 20:00 14.k Sun 15/9 kl. 20:00 4.k Fim 26/9 kl. 20:00 8.k Fim 3/10 kl. 20:00 15.k Fim 19/9 kl. 20:00 aukas Fös 27/9 kl. 20:00 9.k Fös 4/10 kl. 20:00 13.k Fös 20/9 kl. 20:00 5.k Lau 28/9 kl. 20:00 10.k Lau 5/10 kl. 20:00 16.k Lau 21/9 kl. 20:00 6.k Sun 29/9 kl. 20:00 11.k Meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar. Snarpur sýningatími. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Fös 4/10 kl. 20:00 frums Sun 20/10 kl. 20:00 12.k Fös 8/11 kl. 20:00 21.k Lau 5/10 kl. 20:00 2.k Mið 23/10 kl. 20:00 13.k Lau 9/11 kl. 20:00 22.k Sun 6/10 kl. 20:00 3.k Fim 24/10 kl. 20:00 14.k Sun 10/11 kl. 20:00 24.k Fim 10/10 kl. 20:00 4.k Fös 25/10 kl. 20:00 15.k Mið 13/11 kl. 20:00 25.k Fös 11/10 kl. 20:00 5.k Lau 26/10 kl. 20:00 16.k Fim 14/11 kl. 20:00 26.k Lau 12/10 kl. 20:00 6.k Sun 27/10 kl. 20:00 17.k Fös 15/11 kl. 20:00 27.k Sun 13/10 kl. 20:00 7.k Fös 1/11 kl. 20:00 18.k Þri 19/11 kl. 20:00 aukas Mið 16/10 kl. 20:00 8.k Lau 2/11 kl. 20:00 19.k Mið 20/11 kl. 20:00 28.k Fim 17/10 kl. 20:00 9.k Sun 3/11 kl. 20:00 20.k Fim 21/11 kl. 20:00 29.k Fös 18/10 kl. 20:00 10.k Mið 6/11 kl. 20:00 aukas Fös 22/11 kl. 20:00 30.k Lau 19/10 kl. 20:00 11.k Fim 7/11 kl. 20:00 23.k Mið 27/11 kl. 20:00 aukas Benni Erlings, Bragi Valdimar og Megas seiða epískan tón - sjónleik Mary Poppins „Stórfengleg upplifun“ – EB, Fbl HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Englar alheimsins (Stóra sviðið) Sun 22/9 kl. 19:30 36.sýn Fös 4/10 kl. 19:30 38.sýn Fös 25/10 kl. 19:30 42.sýn Fim 26/9 kl. 19:30 aukas. Fös 11/10 kl. 19:30 39.sýn Mið 30/10 kl. 19:30 Aukas. Sun 29/9 kl. 19:30 37.sýn Mið 16/10 kl. 19:30 Aukas. Fim 31/10 kl. 19:30 44.sýn Fim 3/10 kl. 19:30 aukas. Fim 17/10 kl. 19:30 41.sýn Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús! Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 15/9 kl. 13:00 Aukas. Sun 15/9 kl. 16:00 Lokas. Aðeins þessar tvær sýningar! Maður að mínu skapi (Stóra sviðið) Lau 14/9 kl. 19:30 Frums. Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 7.sýn Fim 19/9 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/9 kl. 19:30 5.sýn Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 6.sýn Nýtt íslenskt leikrit eftir Braga Ólafsson! Harmsaga (Kassinn) Fös 20/9 kl. 19:30 Frums. Mið 25/9 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 2.sýn Fim 26/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn Ofsafengin ástarsaga sótt beint í íslenskan samtíma! Skrímslið litla systir mín (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 14/9 kl. 12:00 Frums. Lau 21/9 kl. 14:00 5.sýn Lau 28/9 kl. 14:00 8.sýn Lau 14/9 kl. 14:00 2.sýn Sun 22/9 kl. 12:00 6.sýn Sun 29/9 kl. 12:00 9.sýn Lau 21/9 kl. 12:00 4.sýn Lau 28/9 kl. 12:00 7.sýn Barnasýning ársins 2012 Aladdín (Brúðuloftið) Lau 5/10 kl. 14:00 Frums. Lau 12/10 kl. 15:30 3.sýn Lau 19/10 kl. 15:30 5.sýn Lau 12/10 kl. 13:30 2.sýn Lau 19/10 kl. 13:30 4.sýn Brúðusýning fyrir áhorfendur á öllum aldri Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 5/10 kl. 13:30 Lau 12/10 kl. 13:30 Lau 5/10 kl. 15:00 Lau 12/10 kl. 15:00 Karíus og Baktus mæta aftur í október! Hættuför í Huliðsdal (Kúlan) Lau 14/9 kl. 13:00 2.sýn Lau 21/9 kl. 13:00 6.sýn Lau 28/9 kl. 13:00 10.sýn Lau 14/9 kl. 16:00 3.sýn Lau 21/9 kl. 16:00 7.sýn Lau 28/9 kl. 16:00 11.sýn Sun 15/9 kl. 13:00 4.sýn Sun 22/9 kl. 13:00 8.sýn Sun 15/9 kl. 16:00 5.sýn Sun 22/9 kl. 16:00 9.sýn Spennandi sýning fyrir hugrakka krakka! Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.