Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 23
Morgunblaðið/Golli Eftirminnilegt Jón Eðvald Alfreðsson, fyrrum kaupfélagsstjóri, man vel þegar sæskjaldbakan var dregin á land. tegundin, leðurskjaldbaka,“ segir Jón. Að sögn hans stóð til að stoppa skjaldbökuna upp en það tókst ekki. Skjaldbökuslóð við höfnina Enn klóra menn sér í höfðinu yf- ir hvers vegna skjaldbakan var við Ís- landsstrendur. Uppi er þó tilgáta um það hvers vegna hún hafi villst hing- að. „Á hauskúpunni er smáskarð. Stundum vankast þessar skepnur þegar þær rekast utan í báta og til- gáta er uppi um að þessi hafi fengið höfuðhögg, vankast, tekið stefnuna út í buskann og endað hér,“ segir Jón. Í fyrra var gata við höfnina á Hólmavík nefnd eftir atburðinum fyrir fimmtíu árum. Gengur hún undir nafninu Skjaldbökuslóð. Morgunblaðið/Golli Sæskjaldbaka Leifar sæskjaldbökunnar eru til sýnis í Þróunarsetrinu á Hólmavík. Vel má sjá skarð á hauskúpunni. Líklega eftir þungt högg. Við erum stolt fyrirtæki á Hólmavík Sú nýbreytni er í skólastarfi á Hólmavík í ár að nemendum á framhaldsskólaaldri stendur til boða að sækja skóla í bænum. Um er að ræða svokallað dreifinám. Þar geta nemendur stundað nám á framhaldsskóla- stigi undir stjórn kennara Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra með aðstoð nútímaupplýsinga- tækni á Hólmavík. Markmiðið er að nemendur geti stundað nám fyrstu tvö árin í sinni heimabyggð. Fyrsti hóp- urinn samanstendur af fjórum krökkum. Krakkarnir dvöldu fyrstu þrjá dagana í framhalds- skóla Norðurlands vestra á Sauð- árkróki og munu þau fara tví- vegis til viðbótar í staðlotu þar þegar sérstakir viðburðir eru, t.a.m. í félagslífinu. vidar@mbl.is Krakkarnir geta stundað nám í sinni heimabyggð Ljósmynd/ Jón Jónsson Dreifinám Högni Steinn Jóhannesson, Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, umsjónarmaður með náminu, Theódór Þórólfsson, Andrea Messíana Heimisdóttir, Silja Dagrún Júlíusdóttir og Ingibjörg Hjartardóttir. Framhaldsskóla- nám á Hólmavík Morgunblaðið/Sigurður Bogi Nám Dreifinámið er í samvinnu við FNV á Sauðárkróki. ein kona brennd til viðbótar. Síðasti brennudómurinn á Íslandi var kveðinn upp árið 1690. Álagablettir og írskir þrælar Dagrún hefur unnið að sýningunni í allt sumar og hefur áhugann á þjóðtrúnni ekki langt að sækja þar sem faðir hennar er þjóðfræðingur. „Á Ströndum og á Hólmavík er galdramenningin áberandi og þetta er búin að vera mjög skemmtileg vinna,“ segir Dagrún. Gjarnan er minnst á galdramenninguna í ferða- handbókum. „Ferðamönnum finnst þetta mjög spenn- andi og það er oft þannig að fólk þekkir svipaðar sög- ur heiman frá sér í öðrum löndum. Það eru til að mynda mjög svipaðar sögur af álagablettum í Ír- landi,“ segir Dagrún og bendir á að líkur séu á því að þrælar sem hingað komu hafi borið slíkar sögur með sér. Hún segir að blettirnir sem hún hafi skoðað séu fjölbreytt náttúrufyrirbrigði, t.a.m. steinklappir, gras- svæði, hólar og ár. „Það eru líka til góð álög – tengd svokölluðum heilladysjum. Við eina slíka á Bjarnanesi segir sagan að tveir smalar hafi verið dysjaðir. Þar er klöpp sem þú átt að kasta steini í á leið til veiða eða í leit að kindum. Ég fór þangað fyrir stuttu og sjá mátti að sumum steinanna hafði frekar nýlega verið kast- að,“ segir Dagrún og segir að slíkt bendi til þess að álagablettir séu fólki enn í fersku minni. Morgunblaðið/Golli Árið 2007 sáu gestir hvalaskoð- unarskipsins Moby Dick sæskjaldböku í Garðsjó undan Reykjanesi. Helga Ingi- mundardóttir gerði út Moby Dick á þeim tíma og lýsti því sem hún sá í samtali við Morgunblaðið í ágúst árið 2007. „Hún var umkringd höfrungum og það var eins og þeir væru að reyna að hjálpa henni. Hún svamlaði við yfirborðið nokkra stund þannig að við sáum hana vel áður en hún hvarf sjónum okkar,“ sagði Helga. GESTIR HVALASKOÐUNARFYRIRTÆKIS SÁU SÆSKJALDBÖKU Skjaldbaka sást árið 2007 Sæskjaldbaka Sást árið 2007. Skannaðu kóðann til að skoða myndskeið með fréttinni  Blönduós er næsti áningar- staður í 100 daga hringferð Morgunblaðsins. Á morgun Hólmavík er þorp við miðjan Steingrímsfjörð, við fjörðinn suð-vestanverðan. Hólmavík er stærsti þéttbýlisstaðurinn á Ströndum og tilheyrir sveitarfélaginu Strandabyggð. Í þorpinu er stjórnsýslumiðstöð Strandasýslu og þar hefur verslun verið stunduð í rúma öld. Atvinnulíf hefur löngum byggst upp á verslun og þjónustu, auk útgerðar. Á Hólmavík eru um 390 íbúar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.