Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Fræðslu- og myndakvöld Mikilvægi hr eyfingar fyri r stoðkerfi - Á sjókeip kring um Ísland Í sal FÍ 20. nóvember, kl. 20:00 Jón Gunnar Þorsteinsson sjúkraþjálfari á Reykjalundi fræðir okkur um áhrif göngu á stoðkerfið, bein, liði og vöðva og um heilsusamleg áhrif í víðara samhengi. Að loknu kaffihléi mun Gísli Friðgeirsson eðlisfræðingur segja okkur frá siglingu sem hann fór á sjókeip (kajak) kringum Ísland sumarið 2009. Aðgangseyrir kr. 600, innifalið kaffi og kleinur Allir velkomnir! Fiðluleikarinn Ágústa Dómhildur Karlsdóttir safnaði 54 þúsund krónum til styrktar neyðarsöfnun UNICEF fyrir Filippseyjar með fiðluleik sínum í Kringlunni í gær. Fleiri viðburðir voru í gær vegna söfnunarinnar og héldu Filippseyingar búsettir á Íslandi hádegisverðarhlaðborð á Bambus í Borg- artúni og seldist upp og ríflega það. Danshópurinn Swaggerific (t.h.) sýndi listir sínar þar í sérstökum bolum frá UNICEF. Samkvæmt upplýsingum frá UNICEF á Íslandi hafa um 15 milljónir króna safnast fyrir Filippseyjar. Hægt er að styrkja söfnunina með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900. Fiðluspil, hlaðborð og dans 15 milljónir króna safnast í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Filippseyjar Morgunblaðið/Árni Sæberg Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Tryggvi Tryggvason arkitekt hefur kært Sigurð Einarsson arkitekt til siðanefndar Arkitektafélags Íslands vegna höfundarréttar að hönnun Hörpu. Tryggvi segir kæruna komna til vegna þess að brotið hafi verið gegn höfundarrétti hans við hönnun tónlistarhússins, þar sem aðkoma hans að hönnuninni hafi á seinni stig- um verið útmáð. „Það eina sem ég sækist eftir í bili er viðurkenning á höfundarrétti mínum. Höfundarrétt- ur er frábrugðinn fjármunarétti að því leyti að hann fyrnist ekki og er ekki aðfararhæfur,“ segir Tryggvi. Hann segir þá aðila sem hann hafi unnið með við hönnun Hörpunnar hafa undirgengist skipun um að hafa nafn sitt ekki með á gögnum um Hörpu. „Það er langur aðdragandi að því að byggja hús á þessum stað. Hluti af samkeppninni var að skipuleggja svæðið frá Lækjartorgi að Ingólfs- garði. Harpa er bara hluti af þessari skipulagshugmynd okkar.“ Steig til hliðar eftir hönnun Tryggvi segir dönsku arkitekta- stofuna Henning Larsens Tegnestue hafa sett sig í samband við sig, en á þeim tíma var hann í lausu samstarfi við arkitektastofuna Batteríið. „Við komum til samninga sem einn aðili, því það stóð til að ég myndi ganga inn í Batteríið. Það varð hins vegar ekki af því,“ segir Tryggvi. Hann segir línuna hafa verið þá að það myndi ekki hafa áhrif á verkefn- ið, heldur kæmu hann og Batteríið fram sem tveir aðilar, en að hans og kærða, Sigurðar Einarssonar, yrði beggja getið. „Þegar það varð ljóst að við yrðum ekki einn lögaðili að verkefninu gerð- um við með okkur samkomulag um helmingaskipti. Batteríið fór hins vegar á hausinn en ég steig til hliðar. Ég tók þátt í öllu hönnunarferlinu frá fyrsta striki að afhendingu vinnu- teikninga. Rétt fyrir vígslu Hörpunn- ar fæ ég póst frá HLT þar sem stend- ur að tilteknir aðilar verði lýstir höfundar, þar á meðal ég. Þá kemur snaggaralegt svar úr röðum verk- kaupa um að það sé óþarfi að hafa eitt persónunafn með arkitektastofunum sem voru taldar upp. Á þessum tíma var ég bundinn öðru verkefni ásamt því að klára mína lokaritgerð í lög- fræði,“ en Tryggvi er lögfræðingur auk þess að vera arkitekt. Gefur Batteríinu 14 daga frest „Ég gaf Sigurði 14 daga frest til að bæta úr þessu, en hann viðurkenndi minn höfundarrétt fyrir hönd Batter- ísins, en einungis á heimasíðu þess og tjáði mér að ég mætti standa í minni baráttu fyrir höfundarrétti sjálfur,“ segir Tryggvi og bætir við: „Síðan hef ég tekið upp þráðinn aftur því ég tel það mikilvægt fyrir stétt arki- tekta að það fáist rétt lögfræðileg niðurstaða í málinu. Fyrst leita ég til siðanefndar AÍ í fullvissu þess að brot kærða gangi gegn meginreglum siðareglna AÍ, þ.e. um höfundarrétt og tillitsskyldu við kollega. Kæran til siðanefndar AÍ er þannig úr garði gerð að hún er dómtæk að viðbættri kröfugerð að lögum. Ég vona sann- arlega að mótaðilar mínir sjái að sér og reyni að ná sáttum þannig að ekki þurfi að eyða dýrmætum tíma dóm- stólanna í mál sem liggur í augum uppi.“ Vill viðurkenningu á höfundarrétti  Tryggvi Tryggvason hefur kært til siðanefndar Arkitektafélags Íslands  Snýr að höfundarrétti vegna hönnunar á Hörpu  Útilokar ekki að fara með málið fyrir almenna dómstóla síðar meir Rjúpnaveiðitímabilinu 2013 lauk í gær. Nýttu margir áhugasamir veiðimenn sér tækifærið og veiddu sér í jólamatinn. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var helgin betri fyrir rjúpnaveiðimenn fyrir norðan og austan heldur en kollega þeirra á Suður- og Vestur- landi. Gátu skotveiðimenn á Austurlandi sérstaklega átt von á stórum hópum af rjúpum. Síðustu helgar hefur veiðin verið upp og ofan. Arne Sólmundsson, varaformaður Skotveiðifélags Íslands, Skotvís, sagðist telja að helgin nú hefði verið svipuð og hinar þrjár. „Heilt yfir hefur tímabilið verið svipað og í fyrra, sýnist okkur,“ segir Arne. Á Vesturlandi hefði verið frekar lítil veiði. Afgerandi vestanátt fyrir helgi hefði hugsanlega haft þar áhrif. „Um helgina var þó gott veður, sérstaklega á sunnudeginum,“ segir Arne. Allir sem höfðu hug á því að fara á veiðar ættu því að hafa komist, hver svo sem árangurinn var. sgs@mbl.is Svipuð rjúpna- veiði og var á síðustu vertíð Ljósmynd/Pétur Alan Á heimleið með fenginn Þessir kátu rjúpnaveiðimenn voru á meðal þeirra sem náðu að veiða um helgina.  Veiðinni lauk um helgina Viðvörunarljós í mælaborði flug- vélar frá Ice- landair kviknuðu um hálftíma eftir flugtak frá Glas- gow-flugvelli á leið til Íslands í gær. Stuttu síð- ar slokknaði á einum hreyfla vélarinnar en þrátt fyrir skakkaföll- in náði vélin að snúa við og lenda heilu og höldnu í Glasgow. „Þetta var svolítið óhugnanlegt af því að það var kveikt á hátalarakerf- inu vegna þess að flugstjórinn var nýlega búinn að segja okkur að við- vörunarljós hefði kviknað og að við myndum snúa við. En svo er ennþá kveikt á hátalarakerfinu þegar við heyrum kallað „Mayday! Mayday!“ Við hljótum að hafa heyrt þetta fyrir mistök. Stuttu síðar finnum við þeg- ar það slokknar á hreyflinum,“ segir Birna Kristjánsdóttir, einn farþega flugvélarinnar. „Flugleiðir stóðu sig ótrúlega vel og tóku á móti okkur á vellinum. Þar var engin bið og við komumst beint upp á hótel,“ bætir Birna við. Þegar Morgunblaðið náði tali af Birnu í gærkvöldi var hópurinn að bíða eftir því að rútur ferjuðu hann aftur út á flugvöll, en stefnt var að því að fara í loftið í nótt. agf@mbl.is „Mayday, Mayday“  Flugvél snúið aftur til Glasgow Morgunblaðið/Ernir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.