Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2013 VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sauðfjárbúskapur, silungsveiði og starfsemi tengd ferðaþjónustu er undirstaða búskapar í Þingvallasveit. Föst búseta er á um tíu bæjum í sveitinni sem er hluti af Bláskógabyggð. „Einhverju sinni var sagt í blaðagrein að Þingvallasveitin væri afdalasveit í alfaraleið. Slíkt á ekki lengur við, hér eru góðir vegir og hundruð þúsunda ferðamanna fara hér í gegn á hverju ein- asta ári. Sveitin sjálf og búskapur hér eru hins vegar með sama svipnum og áður; eru það sem einhver myndi kalla gamla Ísland,“ segir Kol- beinn Sveinbjörnsson á Heiðarási. Vinna innan seilingar Tvíbýli er á Heiðarbæ í Þingvallasveit og er Kolbeinn frá Heiðarbæ I. Þar bjuggu foreldrar hans, þau Sveinbjörn Jóhannesson, sem nú er lát- inn, og Steinunn Guðmundsdóttir. Jóhannes, bróðir Kolbeins býr nú þar með fjölskyldu sinni og er með stórt fjárbú. Þar býr einnig Steinunn. Kolbeinn og hans fólk búa hins vegar á Heiðarási, landi sem byggt er úr jörðinni Skálabrekku. „Satt að segja kom ekki annað til greina en að setjast að hér í sveitinni. Nú er það ekki svo að helgi og saga Þingvalla ráði því að fólk búi hér því enginn lifir á slíku, nema jú óbeint í gegnum ferðaþjónustuna. Það sem ræður í okkar tilviki er að okkur fjölskyldunni líður vel í þessu umhverfi og við höfum hér vinnu innan seilingar,“ segir hann. Vestur yfir heiði Kolbeinn og Borghildur Guðmundsdóttir kona hans eiga fjögur börn, þrjú þeirra fara í grunnskóla á Laugarvatni en það yngsta fer dag- lega með móður sinni í Mosfellsbæ, en Borghildur er leikskólakennari og starfar þar. Löng hefð fyrir því að Þingvellingar sæki þjónustu og félagskap vestur yfir heiði, þangað sem er aðeins um 25 mínútna akstur og oftast greiðfært þessi árin. Syngja þeir frændur Kol- beinn og Sveinbjörn Einarsson frá Heiðarbæ II með Karlakór Kjalnesinga og láta hvorki skaf- renning né annað stöðva sig. Verktaka- og þjónustubúskapur er störf Kol- beins. Hann er vélsmíðameistari og starfaði í nokkur ár sem slíkur í Reykjavík. Eftir að fjöl- skyldan settist að í Þingvallasveitinni hefur Kol- beinn hins vegar einkum tekið að sér verkefni við jarð- og girðingavinnu, smíðar og fleira slíkt með- al annars fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum sem bændur og sumarhúsaeigendur á svæðinu. „Þetta snýst um útsjónarsemi og að hafa þrautseigju til að bjarga sér. Sjá tækifæri í stöð- unni og lausnir á þeim verkefnum sem eru í gangi hverju sinni,“ segir Kolbeinn sem síðustu daga hefur verið að setja upp girðingar austur í Laug- ardal fyrir Vegagerðina. Og þegar því sleppir eru á listanum ýmis önnur verkefni af svipuðum toga. Bæir í byggð í Þingvallasveit eru Mjóanes, Brúsastaðir, Kárastaðir, Heiðarás, Skálabrekka II, Heiðarbæirnir, þar sem eru þrjú heimili, og Stíflisdalur. Á þessum bæjum búa samanlagt um 25 manns, árið um kring. Þá veiddust lifandis ósköp Þeim jörðum sem að vatninu liggja fylgja veiðiréttindi í Þingvallavatni og í tímans rás hafa þau verið ágæt búbót. „Framkvæmdir við Efra-Fall í Soginu árið 1959 röskuðu lífríkinu í Þingvallavatni sem nú er reyndar aftur komið í þokkalegt jafnvægi,“ segir Kolbeinn sem þekkir vel til veiðinnar. Undirteg- undir bleikju eru fjórar í vatninu, síla- og kuð- ungableikja eru fiskar sem geta orðið nokkuð vænir. Þá er til dvergbleikja en mest ber á murtu, smáfiskum sem yfirleitt eru á bilinu 80 til 100 g. Þá má ekki gleyma stórurriðanum sem getur orð- ið verulega vænn. „Í eina tíð veiddust lifandis ósköp af murtu í vatninu sem var hversdagsmatur hér. Hún var líka gjaldmiðill, í viðskiptum til dæmis við Laug- dælinga og var gengi myntarinnar þannig að fyrir 1.000 murtur fékkst veturgömul kind. Einnig var skipt á murtu og kartöflum og jafnvel hrossabeit. Svona viðskiptahættir eru að mestu aflagðir og nú er þetta í beinni sölu, enda þótt veiði og tekjur af henni vegi ekki jafn þungt í búskap og afkomu hér og áður var,“ segir Kolbeinn – sæll í sveitinni og vill ekki annars staðar vera. Þrautseigja í Þingvallasveit  Gamla Ísland í alfaraleið við Þingvallavatn  Girðingabóndinn leitar lausna  Um tíu bæir í byggð  Margt sótt í Mosfellsbæ  Veiðin er ágæt búbót Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lopapeysumaður „Nú er það ekki svo að helgi og saga Þingvalla ráði því að fólk búi hér því enginn lifir á slíku, nema jú óbeint í gegnum ferðaþjónustuna,“ segir Kolbeinn sem býr að Heiðarási. Guðríður Arnar- dóttir, bæjar- fulltrúi í Kópa- vogi og framhaldsskóla- kennari, hefur ákveðið að gefa kost á sér til for- mennsku í Félagi framhaldsskóla- kennara. Núverandi for- maður félagsins, Aðalheiður Stein- grímsdóttir, mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs og því ljóst að kosið verður um nýjan formann, sem mun taka við embætti næsta vor. Guðríður hefur kennt raun- greinar við Fjölbrautaskólann í Garðabæ síðastliðin 10 ár og verið bæjarfulltrúi í Kópavogi í rúm sjö ár fyrir Samfylkinguna. Vill verða formaður Félags framhalds- skólakennara Guðríður Arnardóttir Erlenda flutningaskipið Fernanda var í gær dregið frá Grundartanga til Njarðvíkur. Það verður rifið í Helguvík, þegar aðstaða til þess verður tilbúin. Eldur kom upp í Fernöndu þegar skipið var statt út af Vestmanna- eyjum. Eftir að áhöfninni var bjarg- að var skipið dregið til Hafnar- fjarðar en út aftur vegna þess að eldurinn blossaði upp á ný. Að lok- um var skipið dregið til Grund- artanga þar sem olíu og olíu- menguðum sjó var dælt úr því. Faxaflóahafnir lögðu áherslu á að koma skipinu á endanlegan áfangastað í gær þar sem veður var talið hagstætt. Það tókst og dró dráttarbáturinn Magni skipið út Hvalfjörð og Faxaflóa. Fernanda komin að bryggju í Njarðvík Ljósmynd/Faxaflóahafnir Af stað Magni dró Fernöndu á end- anlegan áfangastað skipsins. Mikið var um dýrðir í Árskóla á Sauðárkróki fyrir helgi, þegar ný- bygging skólans var vígð. Um leið var haldið upp á 15 ára afmæli skól- ans, sem varð til við samruna ung- linga- og barnastigs grunnskólans í bænum. Af þessu tilefni voru þema- dagar í skólanum og nemendur 10. bekkjar háðu sitt árlega dans- maraþon. Hátíðarhöldunum lauk á laugardag með afmælishátíð, þar sem núverandi og fyrrverandi starfsmenn Árskóla komu saman ásamt velunnurum. Á vígsluhátíðinni fékk skólinn m.a. að gjöf fjórar milljónir króna frá verkefninu Sáttmála til sóknar, sem styrkt er af Kaupfélagi Skag- firðinga. Verður fénu varið til að spjaldtölvuvæða Árskóla. Ljósmynd/Árskóli Dansað Nemendur og kennarar fjölmenntu á vígsluhátíðina í íþróttahúsinu. Vígsluhátíð hjá Ár- skóla og 15 ára afmæli  Fjórar milljónir í spjaldtölvuvæðingu Ljósmynd/Feykir Gjöf Óskar G. Björnsson skólastjóri tekur við gjöfinni frá KS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.