Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2013 ✝ Hugi Krist-insson fæddist að Strjúgsá í Djúpadal 24. júní 1924. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 5. nóvember 2013. Foreldrar hans voru Kristinn Jóns- son, f. 1880, d. 1954, bóndi á Strjúgsá og síðar í Ytra-Dalsgerði og Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 1888, d. 1956, húsfreyja. Systkini Huga voru: Gestur, f. 1910, d. 1956, Jóhann, f. 1912, d. 1926, Þorbjörn, f. 1915, d. 1928, Sigríður, f. 1918, d. 1938, Heiðbjört, f. 1921, d. 2011 og Jónína, f. 1928, dó á fyrsta ári. Hugi kvæntist Rósu Hjalta- dóttur, f. 1923, d. 2007, 21. júní 1947. Hún var dóttir Hjalta Sig- urðssonar, f. 1891, d. 1979, hús- gagnasmíðameistara á Akureyri og Önnu Jónatansdóttur, f. 1901, d. 1937, húsfreyju. Börn þeirra eru: 1) Anna Guðrún, f. 1947, náms- og starfsráðgjafi. Eiginmaður hennar var Guð- sinna þar til hann fluttist til Ak- ureyrar 1947. Hann vann fyrst í stað almenna verkamannavinnu og var einn vetur háseti á tog- ara. Síðan varð hann versl- unarmaður hjá Bygging- arvöruverslun Tómasar Björnssonar en lengst af hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Líf Huga var alla ævi samofið hest- um og hestamennsku. Hann hélt áfram þeirri hrossaræktun sem Kristinn faðir hans og Gestur eldri bróðir hófu og kennd var við Strjúgsá en nú í um áttatíu ár við Ytra-Dalsgerði. Hugi tók virkan þátt í félagsstarfi hesta- manna og starfaði um árabil í nefndum og stjórn Hestamanna- félagsins Léttis á Akureyri sem gjaldkeri og veðbankastjóri á kappreiðum, enda mikill áhuga- maður um þá grein hesta- mennskunnar. Hann tók einnig þátt í starfi Hrossarækt- arsambands Norðurlands. Hann var útnefndur heiðursfélagi í Létti árið 2006. Útför Huga fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 18. nóv- ember 2013, og hefst athöfnin kl. 13.30. mundur Hall- grímsson, f. 1939, d. 2013, lyfjafræð- ingur. Börn þeirra eru: Vera, f. 1968, líffræðingur, Daði, f. 1970, doktor í að- gerðarannsóknum, Hugi, f. 1977, tón- skáld og Alma, f. 1984, tónlist- arkona. 2) Hjalti, f. 1952, prófessor, kvæntur Ragnheiði Sverr- isdóttur, f. 1954, djákna. Börn þeirra eru: Hugrún, f. 1976, kynjafræðingur og Markús, f. 1982, tæknimaður á RÚV. 3) Kristinn, f. 1958, búfjárkynbóta- og stjórnsýslufræðingur, kvænt- ur Guðlaugu Hreinsdóttur, f. 1960, skrifstofustjóra LL. Barn þeirra er Rósa, f. 1993, nemi í HR, stjúpbörn Kristins eru: Hjalti Hreinn, f. 1980, doktor í rafmagns- og tölvuverkfræði, Ásta María, f. 1983, vefhönn- uður og Sigrún Marta, f. 1985, nemi í HÍ. Faðir þeirra er Sig- mar Sigurðsson, f. 1956. Barna- barnabörnin eru 14. Hugi vann að búi foreldra Sagan af því þegar pabbi sex ára gamall fluttist með fjölskyldu sinni frá Strjúgsá út í Ytra-Dals- gerði neðar í Djúpadalnum er táknræn fyrir lífshlaup hans. Móðir hans, Guðrún Guðmunds- dóttir frá Þormóðsstöðum, teymdi uppáhaldskú sína og dráttarhryssuna Finnu sem Hugi, yngsta barn hennar, sat. Þegar komið var út á svokallaða Hólabrún og sá út á bæina bað Hugi mömmu sína að sleppa. Hann vildi ríða einn inn í „fjöl- mennið“ og það varð lífsmottóið: Að standa á eigin fótum. Þrátt fyrir lífsmottó sitt var pabbi þó ekki á móti samstarfi eða samvinnu en vildi hafa það með þeim hætti að hönd tæki í hönd í krafti frjáls vilja. Hann var hófsemdarmaður, óáreitinn um annarra hag og laus við þörf til að reyna að hafa vit fyrir öðr- um, hann var andstæðingur for- sjárhyggju og valdboða. Þegar honum dámaði fór hann stundum með vísuna: Upp er skorið, engu sáð, allt er í varga ginum. Þeir, sem aldrei þekktu ráð, þeir eiga að bjarga hinum. (Sigm. Sigurðsson úrsm. á Akureyri) Þessa vísu setti pabbi oftast í samhengi við hrossapólitík og forsjárhyggju á því sviði, þótt hún sé af stjórnmálalegum rót- um. Þeim rótum var hann einnig sammála en pabbi var alla tíð ein- lægur sjálfstæðismaður. Í hestamennskunni byggði pabbi á bjargi sem reynsla kyn- slóðanna skóp. Heimilisvinir í Ytra-Dalsgerði, þegar hann var að alast þar upp, voru menn eins og Hesta-Bjarni og Sigurður Jónsson frá Brún. Úr vopnasafni því sem hann kom sér upp með kynnum við þann fyrrnefnda dró hann fram, þegar við þurfti, ráð er dugðu. Lærdómurinn frá hin- um síðarnefnda var af öðrum toga. Hann hafði ljóð hans á hraðbergi og varð fyrir andleg- um áhrifum af þeim og mannin- um sjálfum, enda var pabbi glettilega flinkur í hestaviðskipt- um: En stundum er gesturinn greindur og gamall í hettunni, reyndur og skynbær á skaðann og haginn … (Sig. Jónsson frá Brún) Og það er ótrúlegt hversu ung- ur pabbi var þegar hann fór með söluhross í umboði Gests eldri bróður síns lengst austur í Þing- eyjarsýslur og rekstrarmennirn- ir sem með honum fóru voru miklu eldri, en hann hafði ábyrgðina. Þótt það heyrði til undantekn- inga að pabbi ólmaðist við verk var hann afkastamikill, enda afar laghentur á tré og leður. Hann var mjög ungur þegar hann byrj- aði að járna og var prýðilegur á því sviði og gat verið afar fljótur, enda mótaður á þeim tíma þegar afköst þóttu taka dútli fram og oft þurfti að járna fjölda ferða- hesta. Við pabbi áttum langt sam- starf og á það bar varla nokkurn skugga. Slíkan samverkamann get ég vart fengið aftur, enda vorum við samþættir að eðli þótt ólíkir værum um margt. Síðan verða hrossin sem við ræktuðum sjálf að tala sínu máli. Þessa langa tíma sakna ég nú mjög. Þótt ég hafi fyrir nokkru áttað mig á að „kallið væri komið og komin væri nú stundin“ er ég innilega þakklátur. Það hversu ljúfur og traustur faðir hann var okkur systkinun- um og hversu gott heimili þau mamma skópu okkur, þar sem við fengum hvatningu til mennta og góða uppfóstran, var að auki ómetanlegt veganesti. Guð blessi minningu Huga Kristinssonar. Kristinn Hugason. Árið 1975 hitti ég Huga og Rósu tengdaforeldra mína í fyrsta skipti. Þau voru að koma af flugvellinum á Akureyri og höfðu ætlað að sækja Hjalta son sinn sem var að koma heim í frí. Flugvélinni seinkaði og hann kom ekki en ég var mætt á heim- ili þeirra í Hafnarstræti 79. Hjalti hafði sagt í bréfi til mín: „Í húsi föður míns eru mörg híbýli“ sem þýddi að mér var velkomið að gista á heimili foreldra hans. Ég tók hann á orðinu og fór til Akureyrar án þess að tilkynna það frekar. Ferðatöskuna mína skildi ég eftir niðri í forstofu og þegar þau hjón komu og sáu hana hélt Rósa að frænka sín væri komin og hrópaði nafn hennar og var hin glaðasta. En Hugi sagði ekki mikið, hvað þá að hann hrópaði. Þau komu upp stigann og hittu ókunna stúlku sem var komin til að hitta Hjalta. Þetta var allt mjög furðulegt og þau voru eitt spurningarmerki. En síðar varð ég tengdadóttir þeirra og kynntist þeim betur en samt segja fyrstu kynni mikið um þau hjón og hversu ólík þau voru. Hugi var hávaxinn og mynd- arlegur maður og systir hans Heiða sagði mér að hann hefði verið sá myndarlegasti í sveitinni þegar þau voru ung. Hún var að- eins eldri en hann og hafði oftast orð fyrir þeim því Hugi var feim- inn og lítið fyrir að tjá sig. Heiða sagði að hún hefði talað fyrir hann, síðan hefði Rósa tekið við og ég lofaði að vera honum innan handar ef þess þyrfti með ef þær færu á undan honum. Kannski vorum við of málglaðar því hann þurfti stundum tíma til að tjá sig. Þó var undantekning á því þegar um hestamennsku og búskap var að ræða. Þá var hann í essinu sínu og hafði margt til málanna að leggja. Eitt sinn heyrði ég hann tala af miklum móð í síma og heyrði allt í einu: Ég kem al- veg á nó-inu! Ég man að ég skemmti mér yfir þessu samtali og skyndilegum viðbrögðum hans sem ég átti ekki að venjast. Hugi stundaði hrossarækt. Gestur bróðir hans byrjaði þessa ræktun og Hugi hélt henni áfram þegar Gestur lést. Tilfinning mín er sú að hann hafi meðal annars haldið þessu starfi áfram vegna þess hve mikið hann leit upp til Gests og saknaði hans sárt. Hugi var bóndi í sér og átti kindur um tíma auk hrossanna. Nýtni ein- kenndi hann eins og svo marga af þeirra kynslóð og hann gæti ver- ið fyrirmynd í sjálfbærum lífsstíl. Það var þó ekki meðvitað val því í raun var ekki annað í boði. Á Akureyri er gott að geta kynnt sig sem tengdadóttur Huga. Margir þekktu hann bæði úr hestamennskunni og ekki síð- ur úr timburporti KEA. Ég sakna hans og mun aldrei heyra hann segja aftur „ég fer þá að síga“ eins og hann gerði alltaf þegar hann kvaddi. Mér fannst þessi kveðja svo skemmtileg því ég sá hann alltaf fyrir mér síga niður stigaopið í kaðli eins og þegar sigið er í bjarg. Þessu gát- um við hlegið að saman. Hugi fæddist í torfbæ og upp- lifði hrímaðan vegg við rúmið sitt sem barn. Hann upplifði miklar breytingar og kvaddi þennan heim í hlýju rúmi í vel kyntu húsi. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir yndislega samfylgd með Huga, hlýju hans og notalegheit. Minning hans mun lifa með mér. Ragnheiður Sverrisdóttir. Nýtni, heiðarleiki, yfirvegun, ró, virðing og væntumþykja eru orð sem koma upp í hugann þeg- ar ég hugsa um afa og hvað hann kenndi og gaf mér á lífsleiðinni. Hann komst allt þó rólega færi. Hann var hávaxinn en gekk örlít- ið hokinn alla tíð, sem ég man eft- ir honum en það var samt yfir honum glæsileiki og hann lagði mikið upp úr snyrtimennsku. Aldrei fann maður af honum hestalykt utan hesthússins og hann hafði gaman af að vera fínn og vel til fara. Hann hafði ein- staka nærveru og ég naut þess alltaf að vera með honum og horfa á hann vinna, allt var gert af mikilli vandvirkni og hægð, hvort sem það var að hnýta gjarðir, bursta skó eða taka af eldhúsborðinu. Hann gekk alltaf með vasahníf í vasanum sem hann notaði við ýmis verk, til dæmis til að opna gjafir, þá skar hann upp límbandið af mikilli vandvirkni svo hægt væri að nota pappírinn aftur. Ömmu fannst nýtni hans stundum ganga of langt og man ég svo vel eftir einu atviki þar sem við amma sitjum í sófanum í stofunni þeirra í Hafnarstræti 79 og afi er að máta sparifötin sín fyrir eitthvert tilefni og líklega hafa mér þótt buxurnar hans frekar niðurmjóar því ég segi stundarhátt við ömmu, sem næstum hneig niður af hlátri, „Amma, afi er í gulrótabuxum“. Greinilegt var að afa var skemmt líka og sagði að líklega væri nú kominn tími á að endurnýja sparifötin þó óslitin væru. Það skal tekið fram að þetta var á tímum útvíðu tískunnar í kring- um 1973 en jakkafötin tilheyrðu tísku brilljantínáranna. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa því þar gíraðist maður niður í annan hraða. Allt tók sinn tíma þegar afi var ann- ars vegar. Fyrst var stundum erfitt að sitja á sér að botna ekki setningar hans en fljótlega hafði róleg nærvera hans náð að róa æsta borgarbarnið og samtölin fóru að ganga betur. Ein af mörgum notalegum minningum um afa var að sitja og horfa á hann dunda við pípuna sína, hreinsa hana og fylla og kveikja í henni eftir hádegismat- inn. Ég elskaði ilminn af reykn- um og heyra hann totta pípuna enda gat maður lesið á svip hans að hann naut þessara stunda. Það var lengi sem ég saknaði þeirra þegar hann hætti að reykja, en það gerði hann á fyrsta reyklausa daginn. Það sýnir glöggt stað- festu hans og ef til vill vissa þrjósku, að hann ákvað þetta án þess að segja það nokkrum manni og reykti aldrei eftir það. Ég hugsa oft til þess hvað afi upplifði ólíka tíma og kjör á ævi sinni. Sérstaklega dag einn þegar við vorum í heimsókn og langafa- börnin voru að leika sér með iPod og sýndu langafa sínum allt sem hægt væri að hlusta og horfa á í þessu undratæki. Þarna sat hann, sveitadrengurinn, sem fæddist í torfbæ, með tæki á stærð við lítinn GSM síma og horfði á bíómynd með Tomma og Jenna. Á svip hans mátti glöggt sjá að hann náði þessu ekki alveg. Ég gæti haldið lengi áfram að rifja upp kærar minningar um afa en læt hér staðar numið. Góð- ur Guð blessi minninguna um yndislegan afa og langafa. Vera Guðmundsdóttir og fjölskylda. Með þakklæti í hjarta og ótal góðar minningar í farteskinu kveðjum við Huga afa. Margar kærustu æskuminningarnar eru frá heimsóknum okkar til hans og ömmu. Ekki af því að þar væri verið að spilla okkur með ofdekri og sprelli heldur miklu frekar þessi einstaka ró og andi gamla tímans sem fyllti mann vellíðan á allan hátt. Hugi afi var nefnilega sérstaklega rólyndur, yfirvegað- ur og ekki margmáll. Án tilgerð- ar og orða vissum við að hann elskaði okkur og naut þess að hafa okkur hjá sér. Innilegt bros- ið faldi ekkert og gleðin skein af honum án margra orða. Oftast hló hann miklu meira en hann talaði. Það er mikil blessun að hafa átt í afa svo góðan vin og fyr- irmynd. Það er ekki sjálfsagt að upplifa þá óskilyrtu ást og um- hyggju sem var til staðar öll þau ár sem við áttum saman. Þegar maður lítur yfir farinn veg og hefur upplifað hve mannleg lund getur verið brigðul, sér maður að það er fátt betra veganesti en það sem hann sýndi okkur staðfast í verki. Fyrir það erum við inni- lega þakklát. En hvaðan kom þessi yfirveg- un sem einkenndi hann? Hugi afi stamaði víst sem drengur, kannski átti það þátt í því hve ró- lega og formlega hann tók til orða. Ekki vitum við hvernig hann sigraðist á staminu en þannig var það oftast með hann. Hann náði árangri þar sem hann beitti sér án þess að nefna það, eins og það væri bara sjálfsagt. Hugsanlega var það róin og yf- irvegunin sem gaf honum tólin til að sigrast á staminu. Svo var það bara í sumar sem við komumst að því hve erfið æskuár afa voru. Hann missti þrjú systkini úr berklum og svo seinna bróður á besta aldri. Ef við munum rétt þá hélt amma Rósa að öll sorgin og erfiðleikarnir sem hann gekk í gegnum hefði átt þátt í því hve fámáll, yfirvegaður og stundum dulur Hugi afi var. Eftir það sem hann upplifði var hugsanlega lítil ástæða fyrir hann að stressa sig á veigaminni hlutum og atburðum. En það má vel ímynda sér að þetta yfirvegaða, vinsamlega og þægilega atgervi hans hafi gefið honum sérstaka eiginleika til að ná sambandi við hestana sem voru honum svo kærir. Okkur er líka minnisstætt hvernig Hugi afi breytti högum sínum seint á ævinni til að hjálpa ömmu þegar hún byrjaði að missa sjónina. Hægt og bítandi, eins og honum var tamt, byrjaði hann að hjálpa til við elda- mennskuna og húsverkin án þess að gera mál úr því. Á þeim tíma byrjaði hann líka að lesa fyrir ömmu úr blöðum og bókum. Það var einmitt þannig að við áttuð- um okkur á hve trúrækinn afi var. Eins og með annað flíkaði hann því ekki. Með kæra minn- ingu í huga þar sem hann les ró- lega upp úr biblíunni fyrir ömmu kveðjum við kæran afa og biðjum Guð að blessa minningu hans. Daði, Hugi og Alma. Kynni okkar Huga hófust fyrir um aldarfjórðungi þegar ég keypti minn fyrsta hest, fimm vetra hest sem átti eftir að nýtast mér vel. Klárinn var úr ræktun Huga sem hann kenndi við Ytra- Dalsgerði. Kynni okkar urðu meiri síðar þegar ég leigði hest- hús hjá Huga og vann þar við tamningar, bæði fyrir Huga og aðra. Á þessum árum var Hugi hættur í sinni föstu vinnu hjá KEA þar sem hann starfaði mestalla sína starfsævi. Hann sá um hirðingu á folöldum sínum og trippum. Hrossin nálgaðist hann fumlaust og af yfirvegun. Þannig voru hans vinnubrögð, enginn asi en þó alltaf að. Þessa fjóra vetur hittumst við Hugi flesta daga og það var alltaf gott að hitta Huga, við ræddum gjarnan um hross og hvernig trippin tækju tamningunni. Hann hafði lag á að gera það já- kvæða í tamningunum að aðal- atriðinu í spjalli okkar og bætti gjarnan við að þennan góða eig- inleika hefði trippið frá móður- inni. Hugi skipti sér ekki af tamningunum, bar traust til tamningamannsins en gaf góð ráð þegar til hans var leitað. Hugi var af þeirri kynslóð sem ólst upp við að allir hlutir væru nýttir til fulls og það tamdi hann sér við sín störf. Mér eru minn- isstæð orð Huga eitt sinn er hann leit við í hesthúsinu, rölti inn fóð- urganginn og greip upp hey- tuggu og lagði ofan í stallinn og sagði „hvert strá er peningur“. Ekki meðtók ég alveg strax hvað kallinn ætti við, en síðar gerði ég mér það ljóst og nýtti í mínum búskap. Hugi var heiðursfélagi Hesta- mannafélagsins Léttis, en það er æðsta viðurkenning félagsins. Honum þótti vænt um viður- kenninguna þótt hann hefði ekki mörg orð um það. Hann vann að ýmsum málum innan félagsins og sat í stjórn þess um árabil. Hugi stóð meðal annarra fyrir kaupum félagsins á Kaupangsbökkum, þar sem félagsmenn gátu fengið sumarhaga fyrir hrossin sín. Þrátt fyrir sitt rólega og yf- irvegaða fas hafði Hugi gaman af skemmtilegum sögum af mönn- um og málefnum. Einnig gat þessi orðvari maður verið hnytt- inn í tilsvörum. Eitt sinn þegar Hugi var við afgreiðslustörf í timburporti KEA kom þar inn bóndi framan úr firði sem var illa fyrirkallaður og heimtaði af- greiðslu strax. Hugi leit á hann í rólegheitum og sagði: „Sigurður minn, er þetta síðasti dagurinn í lífi þínu?“ Hann lét menn ekki ná sér svo auðveldlega úr jafnvægi. Það var mitt lán að kynnast Huga Kristinssyni. Fyrir það vil ég þakka. Ég sendi fjölskyldu og vinum innilegar samúðarkveðjur. Erlingur Guðmundsson, fv. formaður hesta- mannafélagsins Léttis. Hugi Kristinsson ✝ Ástkær eiginkonan mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, FJÓLA SIGURÐARDÓTTIR, Krummahólum 25, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans föstudaginn 8. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. nóvember kl. 13.00. Sérstakar þakkir fær starfsólk 11-G á Landspítalanum fyrir hlýtt viðmót og góða umönnun. Guðlaugur Jónas Guðlaugsson, Sigríður Guðlaugsdóttir, Guðlaugur Guðlaugsson, Guðrún Pétursdóttir, Gunnar Guðlaugsson, Anna Guðjónsdóttir, Sveinbjörn Guðlaugsson, Sigurrós Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL ÞÓRHALLSSON læknir, Laugarnesvegi 89, sem lést miðvikudaginn 6. nóvember, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn 20. nóvember kl. 13.00. Hildigunnur Halldórsdóttir, Hjördís S. Pálsdóttir, Björgúlfur Pétursson, Þorgerður B. Pálsdóttir, Guðmundur K. Marinósson, Bentína U. Pálsdóttir, Kristinn Á. Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.