Morgunblaðið - 04.12.2013, Page 11

Morgunblaðið - 04.12.2013, Page 11
Íslandssaga Þeim Ragnari og Stefáni þykir saga ákaflega skemmtileg og ætla að sýna öðrum það með spilinu. reiti eða eins og spjaldið segir til um. Þar sem markmiðið er ekki síst það að fræða er vænn fróð- leiksmoli á spjaldinu og hér er hann svona: „Á tímum Kalda stríðsins eignuðust Íslendingar fiskmarkaði í Austur-Evrópu. Verslunarsamningar þessir byggð- ust á flóknum vöruskiptum þar sem austantjaldsríkin greiddu fyrir með olíu, tækjabúnaði og Prins-Póló- súkkulaðikexi.“ Auðvitað er hægt að spila Ís- landsspilið nokkuð hratt eins og hvert annað teningaspil en svo er líka hægt að staldra við skemmti- legar staðreyndir eins og í ofan- greindu dæmi. Auk þess fylgir spilinu vandaður söguannáll sem hægt er að renna yfir hvað gerðist á hverjum tíma. Spil sem kennslugagn Stefán segist vel geta séð fyrir sér að Ís- landssöguspilið kæmi til greina sem viðbótar- kennslugagn í grunn- skólum. „Við sjáum það nú dálítið fyrir okkur að þetta sé spil sem skólum þætti akkur í að eiga,“ seg- ir Stefán sem myndi gjarnan vilja spilavæða kennslu í grunnskólum enn betur. „Þeir kennarar sem hafa séð spilið hjá okkur hafa sýnt því mik- inn áhuga og sagt að þetta sé ein- mitt eitthvað sem vanti og sé hægðarleikur að bæta inn í skóla- starfið.“ Fyrir nokkrum áratugum kom Námsgagnastofnun aðeins að spila- útgáfu og hver veit nema það verði reynt aftur þegar fram líða stundir, svo ekki sé talað um þegar hægt er að gera námsefnið eins lifandi og skemmtilegt og þeim Stefáni og Ragnari tókst. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Góðar uppskriftir ganga kynslóð fram af kynslóð og minningin um uppáhaldskökuna sem amma bakaði fylgir okkur alla tíð. Bragðið, lyktin úr ofninum ... Kökurnar verða ljómandi með Ljóma. Ljóminn á skilið það lof sem hann fær transfitu. Taktu þátt í Ljómaleiknum á Facebook – Facebook.com/ljomasmjorliki Glæsileg Kenwood hrærivél í verðlaun. • • Hönnunar- og sprotafyrirtækið As We Grow var stofnað seint á síðasta ári. Hugmyndin að fyrirtækinu varð í raun til vegna peysu sem ferðaðist á milli barna innan vinahóps. Mörg börn notuðu peysuna á níu ára ferða- lagi hennar og varð hún eftirlætisflík barnanna allra. Raunar er peysan enn í notkun þannig að ferðalaginu er enn ekki lokið. Í hönnuninni er hugsað um nýtingu og sniðin miðuð við að hver flík geti vaxið með barninu og fylgt því í nokk- ur ár. Með því að nota fatnaðinn oft og í langan tíma er umhverfinu sýnd virðing um leið og verið er að skapa tilfinningalegt gildi hverrar flíkur. Nú stendur fyrirtækið á ánægju- legum tímamótum og fagnar árs- afmæli sínu. Bæði af því tilefni og í aðdraganda jóla vilja þær Gréta Hlöð- versdóttir, Guðrún Ragna Sigurjóns- dóttir og María Th. Ólafsdóttir, eig- endur As We Grow, láta gott af sér leiða ætla að gleðja börnin á Barna- spítala Hringsins. Allur ágóði af húf- um og treflum sem seljast í Spark Design Space á Klapparstíg 33 annað kvöld rennur því óskiptur til spít- alans. Salan stendur frá klukkan 17- 20 á morgun, fimmtudaginn 5. des- ember. Styrkja Barnaspítala Hringsins á ársafmælinu Jólaandi Allur ágóði af húfum og treflum frá As We Grow rennur til styrktar Barnaspítala Hringsins. Vörurnar verða seldar á morgun milli kl. 17 og 20. As We Grow fagnar ársafmæli Þeir Ragnar og Stefán muna vel eftir borðspili sem kom út fyrir jólin 1973. Þórarinn Þór- arinsson, skólastjóri á Eiðum, gaf spilið út í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar og seld- ist það nokkuð vel. Stefán segir að þótt það hafi á vissan hátt verið barn síns tíma hafi það orðið mörgum minnisstætt. Það er einmitt kjarni málsins: Spil sem er eftirminnilegt hlýtur að hafa lærdómsgildi og það er nú megintilgangur spilsins. Góð leið til lærdóms SÖGUSPILIÐ VAR SNJALLT Gott tækifæri gefst í kvöld til að læra handtökin við að þrykkja af dúk. Myndlistarkonan Magdalena Margrét Kjartansdóttir miðlar þekk- ingu sinni á Handverkskaffi í Gerðu- bergi og er aðgangur ókeypis. Listin að þrykkja af dúk með nuddi og tvíbendisvalsi er vanda- söm og því ætti gestum Gerðubergs að vera ljúft að fá að læra hana í notalegu andrúmslofti í aðdraganda jóla. Ekki er hægt að segja að saga grafíklistarinnar sé sérlega löng hér á landi en þó má rekja hana allt aft- ur til ársins 1584 þegar skornir voru út upphafsstafir og smámyndir í Guðbrandsbiblíu sem þrykkt var á Hólum. Í kringum 1900 tóku lista- menn hér á landi að nýta sér graf- íktæknina til list- sköpunar og ber þar einna helst að nefna dúkrist- una sem er ein- faldasta aðferð við handprentun. Dúkrista verður meðal annars kennd í kvöld með til- liti til jólaskrauts. Listakonan Magdalena Margrét lauk námi frá Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands 1984 og hefur hald- ið fjölda listsýninga víða um heim. Tækifæri til að læra að þrykkja af dúk og fleira fyrir jólin Magdalena Margrét kennir list- sköpun í Gerðubergi í kvöld Magdalena Margrét Kjartansdóttir Grafíklist Listakonan Magdalena Margrét kennir gestum að þrykkja af dúk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.