Morgunblaðið - 04.12.2013, Side 12

Morgunblaðið - 04.12.2013, Side 12
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ný könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands bendir til að meiri- hluti þjóðarinnar sé ýmist mjög ánægður eða frekar ánægður með aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána sem forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu opinberlega sl. laugardag. Um er að ræða netkönnun sem var send á 1.950 einstaklinga og höfðu þar af 811 svarað fyrir klukkan 16.00 síðdegis í gær, samtals 42% úrtaks- ins. Allir sem tóku þátt voru 18 ára og eldri. Tvær spurningar voru lagðar fyrir svarendur. Annars vegar hvort við- komandi væri ánægður eða óánægð- ur með aðgerðaráætlun ríkisstjórn- arinnar um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána. Niðurstöðurnar eru sýndar á myndrænan hátt hér til hliðar en þar má sjá að 19% sögðust mjög ánægð og 33,1% frekar ánægð, eða samtals 52,1% þátttakenda. Þá sagðist ríflega fjórðungur, eða 26,2% þátttakenda, hvorki ánægður né óánægður. Alls 12,2% þátttakenda sögðust vera frekar óánægð með boðaðar aðgerðir og 9,5% mjög óánægð, eða samanlagt 21,7% þeirra sem svöruðu spurning- unni. Svipað hlutfall kynjanna Af þeim 811 sem tóku þátt í könn- uninni tóku 673 afstöðu til þessarar spurningar. Afstaða kynjanna reynd- ist svipuð. Þannig sögðust 19% karla sem svöruðu spurningunni vera mjög ánægðir, 34% frekar ánægðir, 25% hvorki ánægðir né óánægðir, 12% frekar óánægðir og 10% mjög óánægðir. Hlutfallið í sömu röð hjá konunum var 19%, 32%, 28%, 12% og 8%. Var því bæði meirihluti karla og kvenna mjög eða frekar ánægður með boðaðar aðgerðir. Af þeim 673 sem svöruðu þessari spurningu búa 442 á höfuðborgar- svæðinu, eða um 66% þeirra þátttak- enda sem tóku afstöðu til hennar. Þá má nefna að 769 af þeim 811 sem tóku þátt í könnuninni svöruðu því hvort viðkomandi eða maki hefði verið með verðtryggt íbúðalán á ár- unum 2007 til 2010. Sagðist þar af 531 hafa verið með slíkt lán á tíma- bilinu en 238 svöruðu spurningunni neitandi. Meirihluti telur áhrifin lítil Þátttakendur voru einnig spurðir hvort aðgerðaráætlun ríkisstjórnar- innar myndi hafa mikil eða lítil áhrif á fjárhagsstöðu þeirra, líkt og sýnt er hér að ofan. Svöruðu þá 2,5% þátt- takenda því til að áhrifin yrðu mjög mikil og 8,3% að þau yrðu frekar mikil, alls 10,8% þeirra sem tóku þátt í könnuninni. Tæpur fjórðungur, eða 24,3% þátt- takenda, taldi að áhrifin á fjárhag þeirra yrðu nokkur. Hins vegar sögðu 31,2% þátttakenda að áhrifin yrðu lítil og 33,6% þeirra að áhrifin yrðu engin, alls 64,8% þátttakenda. Alls svöruðu 711 af 811 þátttak- endum í könnuninni síðari spurning- unni. Líkt og í þeirri fyrri var skipt- ing milli kynjanna býsna jöfn. Þannig sögðust 3% karla sem svöruðu spurningunni að áhrifin á fjárhags- stöðu þeirra yrðu mjög mikil, 8% að þau yrðu frekar mikil, 22% að áhrifin yrðu nokkur, 32% að þau yrðu lítil og 34% að þau yrðu engin. Hlutföllin hjá konunum voru þau að 1% sagði að áhrifin yrðu mjög mikil, 8% frekar mikil, 28% að þau yrðu nokkur, 30% að áhrifin yrðu lítil og 34% að áhrifin yrðu engin. Samanlagt sögðust því 66% þeirra karla sem svöruðu spurningunni að áhrifin yrðu lítil eða engin og 64% kvenna. Undirstrikar það að afstaða kynja til spurningarinnar var jöfn. Af þeim 711 sem svöruðu þessari spurningu sögðust 474 búa á höfuð- borgarsvæðinu en 237 á landsbyggð- inni. Jafngildir það því að tæp 67% þeirra búi á höfuðborgarsvæðinu. Þeir þátttakendur sem ekki tóku afstöðu til spurninganna sögðust ým- ist ekki vita svarið við þeim eða að þeir vildu ekki svara þeim. Skipting milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar í könnuninni fer nærri hinni eiginlegu skiptingu. Þannig bjuggu alls 325.010 manns á Íslandi í lok 3. ársfjórðungs og þar af 208.210 á höfuðborgarsvæðinu, eða um 64% landsmanna, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Ríflega helmingur ánægður  Ríflega annar hver svarenda í könnun er mjög eða frekar ánægður með boðaða leiðréttingu skulda  Hins vegar telja um tveir af hverjum þremur að áhrifin á fjárhag þeirra verði lítil eða engin „Telur þú að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuð- stólslækkun verðtryggðra húsnæðislána muni hafa mikil eða lítil áhrif á fjárhagsstöðu þína?“ Mjög mikil áhrif Frekar mikil áhrif Nokkur áhrif Lítil áhrif Engin áhrif 2,5% 8,3% 24,3% 31,2% 33,6% „Ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með aðgerðaráætlun ríkis- stjórnarinnar um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðis- lána, sem kynnt var um síðustu helgi?“ Mjög ánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Mjög óánægð(ur) 19,0% 33,1% 26,2% 12,2% 9,5% Morgunblaðið/Ómar Reykjavík séð frá Hallgrímskirkjuturni Um tveir þriðju þátttakenda í könnuninni búa á höfuðborgarsvæðinu. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is BHM, heildarsamtök háskóla- menntaðra á vinnumarkaði, vilja að farið verði með námslán eins og verðtryggð húsnæðislán – að þau verði færð niður til jafns við hús- næðislánin og hægt verði að nota skattfrjálsar greiðslur, sem ella hefðu runnið í séreignarlífeyris- sjóð, til að greiða niður höfuðstól námslánanna. Guðlaug Kristjánsdóttir, for- maður BHM, bendir á að 40.000 manns séu með námslán frá Lána- sjóði íslenskra námsmanna. „Námslán eru hluti af skuldum heimilanna og eru vegna langtíma- fjárfestingar. Þau tóku líka breyt- ingum í hruninu,“ segir hún. Rík- isstjórnin vilji minnka skuldabyrði heimilanna. Námslánin séu hluti af þeirri byrði og eðlilegt að taka hana með. Með þessu myndu að- gerðirnar líka ná til stærri hóps. Námslán eru tekjutengd og af- borganir af þeim nema um það bil einum mánaðarlaunum á ári, minn- ir Guðlaug á. Eftir því sem þau hækki, því lengur þurfi lántakend- ur að borga af þeim. Samkvæmt ársskýrslu LÍN fyrir árið 2011-2012 námu útlán sjóðsins um 185 milljörðum. Langflest lán- in bera 1% vexti, auk verðtrygg- ingar sem vegur auðvitað þyngst. Guðlaug segir að BHM hafi komið þessum sjónarmiðum á framfæri áður en ríkisstjórn kynnti fyrirhugaðar aðgerðir, m.a. á fundi með fjármálaráðherra í síðustu viku. Enn sem komið er sé aðeins um tillögur ríkisstjórnar- innar að ræða og því sé enn svig- rúm til breytinga. Sigurður Hannesson, formaður sérfræðingahóps um höfuðstóls- lækkun húsnæðislána, segir að hópurinn hafi ekkert fjallað um námslán enda hafi stjórnvöld ekki falið hópnum það verkefni. Láti sama gilda um námslán Guðlaug Kristjánsdóttir  Myndi ná til um 40.000 lánþega LÍN Sigurður Hannesson Komdu við og kynntu þér samskiptatæki sem gætu opnað nýjan heim fyrir þig og þína. Ellisif Björnsdóttir heyrnarfræðingur Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur Sími 534 9600 · heyrn.is Opið kl. 9.00-16.30 Verð frá 32.810 kr. Einfalt og ódýrt samskiptatæki með 15% jólaafslætti til áramóta Jólagjöfin fyrir þá sem vilja heyra betur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.