Morgunblaðið - 04.12.2013, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.12.2013, Qupperneq 18
VIÐTAL Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is EFTA-dómstóllinn hefur úrskurðað að íslensk lög um tekjuskatt mismuni fyrirtækjum sem sameinast eftir því hvort þau eru bæði íslensk eða annað þeirra erlent og hitt íslenskt. Mis- mununin hefur það í för með sér að Ís- land uppfyllir ekki skuldbindingar sínar gagnvart samningnum um evr- ópska efnahagssvæðið. Rúnar Örn Olsen, lögmaður sem hóf rannsókn málsins er hann starfaði hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel, segir að þegar íslenskt fyrirtæki sam- einist erlendu kveði skattalögin á um að það eigi að greiða skatt af óinn- leystum hagnaði sem myndist þegar hlutabréfin eða aðrar eignir félagsins hækki í verði. Aftur á móti sé það ekki staðan þegar um sameiningu tveggja íslenskra fyrirtækja er að ræða. Þá þurfi ekki að greiða skatt af óinnleyst- um hagnaði. Þetta hafi EFTA-dóm- stóllinn nú staðfest að sé andstætt ákvæðum EES-samningsins um stofnsetningarrétt og frjálsa fjár- magnsflutninga. Fram hefur komið í fjölmiðlum að boðaðar hafi verið breytingar á lögum á yfirstandandi þingi. - Þú ert væntanlega himinlifandi vegna dómsins? „Ég átti ekki von á annarri niður- stöðu. Þetta var ekki tvísýnt enda nið- urstaðan í samræmi við dómafor- dæmi EFTA-dómstólsins og Evrópudómstólsins. Einnig kemur fram í dóminum að Ísland hafi fyrir dómstólnum ekki mótmælt því að lög- in fælu í sér hindrun á 31. og 40. gr. EES-samningsins um stofnsetning- arrétt og frjálsa fjármagnsflutninga og væru því andstæð EES-samningn- um,“ segir Rúnar Örn sem starfar nú á lögmannsstofunni Lögskiptum. - Ætli löggjöfin hafi haft þau áhrif að stjórnendur hafi veigrað sér við að sameina íslensk félög við erlend? „Það hlýtur að hafa skipt máli. Aft- ur á móti er um að ræða samruna sem aldrei varð af og því erfitt að átta sig á umfanginu. En það er auðvelt að ímynda sér að stjórnendur hafi hætt við samruna eða eigendur hafi jafnvel greitt skatt í andstöðu við réttindi sín samkvæmt EES-samningnum. Þeir sem hafa lent í slíku ættu að fara gaumgæfilega yfir þau mál.“ Rúnar Örn segir að á meðan hann hafi starfað hjá ESA hafi svipuð atriði komið upp varðandi norska löggjöf og í kjölfarið hafi lögum þar í landi verið breytt. EFTA-dómstóllinn segir að fyrirtækjum sé mismunað  Lögin mismuna erlendum fyrirtækjum sem sameinast íslenskum Óinnleystur hagnaður Þegar íslenskt fyrirtæki sameinast erlendu kveða skattalögin á um að það eigi að greiða skatt af óinnleystum hagnaði. Morgunblaðið/Golli Íslendingur hóf rannsóknina » Rúnar Örn Olsen er lögmað- ur sem hóf rannsókn málsins þegar hann starfaði hjá Eftir- litsstofnun EFTA í Brussel. » Árið 2002 hóf Rúnar störf hjá Eftirlitsstofnun EFTA og starfaði þar fram til loka ágúst 2003. Því næst fór hann í meistaranám en í september 2004 hóf hann aftur störf hjá EFTA. » Á árinu 2011 starfaði hann við ráðgjafastörf á sviði Evr- ópuréttar þar til hann hóf störf sem lögmaður á Lögskiptum. 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 STUTTAR FRÉTTIR ● Jón S. von Tetzchner fjárfestir hefur keypt 10% hlut í íslensku flug- leitarvélinni Dohop. Jón er þriðji stærsti hluthafi fé- lagsins en stærri eru Nýsköp- unarsjóður með 10,8% og Frosti Sigurjónsson, stofnandi félagsins og alþingismaður, með 19,4%, segir í tilkynningu frá félag- inu. Dohop var stofnað árið 2004 og hefur verið rekið með hagnaði und- anfarin tvö ár. Það hefur opnað skrif- stofu í Osló og hyggur á frekari land- vinninga á Norðurlöndunum. Jón S. von Tetzchner Jón von Tetzchner keypti 10% hlut í Dohop Jakob Sigurðsson, forstjóri Pro- mens, gangsetti nýja verksmiðju Promens í Taicang í Kína í síðustu viku. Opnunarathöfnin markar upphaf framleiðslu Promens í Kína, auk þess sem drög að frekari fjár- festingum Promens á svæðinu voru kynnt. Meðal gesta voru Stefán Skjaldarson, sendiherra Íslands í Kína, Lu Yan, varaborgarstjóri Ta- icang, Wang Hong Xing, formaður kínverska kommúnistaflokksins í Chengxiang, og Hu Jie, borgar- stjóri Chengxiang. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu. Jakob Sigurðsson lagði í ávarpi sínu áherslu á að verksmiðja Pro- mens í Taicang marki stórt skref í framtíðaráætlunum félagsins við að styrkja stöðu sína á ört vaxandi mörkuðum. „Framleiðslueining Promens í Taicang skapar góðan grundvöll fyrir bætta þjónustu við bæði kín- verska og alþjóðlega viðskiptavini fyrirtækisins, þar sem við vinnum í nánu samstarfi við viðskiptavini allt frá frumhugmynd til framleiðslu,“ er haft eftir Jakobi í fréttatilkynn- ingu. Við lok opnunarathafnarinnar undirrituðu Hermann Þórisson, stjórnarformaður Promens, og Wang Hong Xing, formaður komm- únistaflokksins í Chengxiang, vilja- yfirlýsingu um stækkun verksmiðj- unnar og aukin umsvif Promens í Taicang. „Við val okkar á staðsetn- ingu fyrir framleiðslueiningu Pro- mens í Kína, skipti stuðningur stjórnvalda í Taicang miklu máli og því gleðiefni að geta tilkynnt frek- ari fjárfestingar og mögulega stækkun verksmiðjunnar við opn- unina,“ er haft eftir Hermanni í til- kynningu. Nánar á mbl.is Gangsetning Jakob Sigurðsson, forstjóri Promens, gangsetti nýja verk- smiðju Promens í Taicang í Kína í síðustu viku. Promens opnar verksmiðju í Kína  Markar upphaf framleiðslu í Kína                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-., +,/-01 +++-,2 3+-2,, +,-4,, +0-3+, +.+-20 +-+25, +03-,, +2+-, +++,-21 +,2-./ ++3-3, 3+-123 +,-//2 +0-313 +.3-5/ +-+24. +0.-/4 +23-./ 3+2-35,4 ++,-,/ +,2-0. ++3-23 3+-03/ +,-2+. +0-.3/ +.3-43 +-+211 +04-5, +23-0 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Munið að slökkva á kertunum Forðist að hafa kerti í dragsúgi Slökkvilið höfuborgasvæðisins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.