Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 11
Fjarðarkaup Gildir 12. - 15. des verð nú áður mælie. verð Svínalundir úr kjötborði.................................... 1.598 2.398 1.598 kr. kg Lambainnralæri úr kjötborði ............................. 2.598 3.498 2.598 kr. kg Hamborgarar 2x115g m/brauði ....................... 420 504 420 kr. pk. SS sænsk jólaskinka soðin............................... 1.998 2.295 1.998 kr. kg Fjarðarkostur hangilæri úrb .............................. 3.465 3.565 3.465 kr. kg Fjarðarkostur hangilæri úrb .............................. 2.898 2.998 2.898 kr. kg Kjarnafæði kofareykt hangilæri ......................... 1.998 0 1.998 kr. kg FK hangilæri úrb.............................................. 2.998 3.189 2.998 kr. kg Mackintosh 2 kg ............................................. 3.798 4.498 3.798 kr. stk. Fjallalambs hangilæri úrb................................. 2.898 3.298 2.898 kr. kg Helgartilboðin Morgunblaðið/Golli Ljósmynd/Carsten J. Kristinsson Hestfjall Snorri hefur yndi af hrossarækt, tamningum og hestamennsku. Hestamennskan hefur bæði verið atvinna hans og eitt helsta áhugamálið. sjálfur, aldrei farið til miðils né séð nokkuð yfirskilvitlegt. Þetta bara kom svona allt í einu og hefur verið að opnast meira og meira,“ segir hann. Á síðustu árum hefur Snorri hjálpað mörgum með pendúlinn að verkfæri og hendurnar sem eru í raun verkfærið sjálft. „Í lófanum er rosalega stór orkustöð og hana hef ég stundum notað á skepnur. Þá finn ég mikinn hita sem kemur á ákveðinn stað á skepnunni. Við erum öll með heil- unarorku í höndunum sem við þurf- um að virkja,“ segir Snorri. Hann fór hægt í sakirnar en fljótlega spurðist úr hversu mikinn mátt Snorri hafði og eins og hann segir sjálfur: „síðan hefur þetta undið upp á sig.“ Hlakkar alltaf til að vakna Snorri hefur ekkert yfirskil- vitlegt séð en hann veit eitt og annað sem hann í raun veit ekki, eins og hann segir. Það telur hann geta verið vitneskju úr fyrri lífum sem hann hefur lifað. Snorri hlakka til að vakna á hverjum degi og leggst því brosandi á koddann. Hann veit nefnilega að næsta dag mun hann hjálpa ein- hverjum. „Ef ég er heima þá hringja svona tuttugu til fjörutíu manns. Sumir eru með nokkur nöfn og eru þá að biðja um hjálp fyrir svona fjóra eða fimm í einu, kannski fjölskylduna og biðja mig um að tékka á liðinu og svona. Það er víða margt að,“ segir Snorri. Yfirleitt er það ókunnugt fólk sem hringir í hann. En hann hefur líka hjálpað fólki sem hann þekkir. Ef Snorri er ekki heima, er kannski úti í hesthúsi eða á söng- æfingum, þá svarar eiginkona hans og skrifar niður hverjir hafa hringt og Snorri hringir þegar hann kemur heim. Þegar fólk hringir biður það hann einfaldlega um að hjálpa sér en segir þó ekki endilega við hvað. Þá spyr hann hjálparana sem eru allt um kring hvort eitthvað sé hægt að gera fyrir þann sem hefur hringt, hvort eitthvað sé að trufla, hvort eitthvað hafi verið að trufla og síðast en ekki síst hvort einhver orkustöð sé blok- keruð.Viðmælandinn segir ekkert endilega á meðan heldur leyfir Snorra og hjálpurunum að vinna sitt verk. Borgið við hliðið Það er eðlilegt að spyrja í fram- haldinu hvort Snorri fái greitt fyrir þessa aðstoð. Hann segist ekkert taka fyrir og segist afar ánægður með að þurfa ekki að rukka fólk. „Ég var nú að hugsa um að rukka þá sem eru ríkir en það voru frekar hinir, sem áttu ekki neitt sem vildu endilega borga eitthvað. Sumir þrjóskast við og segjast verða að borga og þá segi ég við þá að þeir skuli bara setja greiðsluna í körfu við hliðið. Þá spyr fólk hvar ég eigi heima og þá segi ég: „Nei, ég er nú að meina Gullna hliðið,“ og þá er þetta eig- inlega búið, sko,“ segir Snorri á Foss- um um þá sérstöku köllun sem hann hefur sinnt af alúð síðasta áratug og hlakkar til að halda áfram að sinna. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Það má búast við jarðskjálftum, stór- glæpum og guðlegri andagift í Sunn- lenska bókakaffinu á Selfossi í kvöld en þá mæta Jóna Guðbjörg Torfadótt- ir (ættuð úr Ölfusi) og Þorsteinn frá Hamri sem bæði kynna ljóðabækur. Ragnar Jónasson les úr nýrri spennu- bók sinni Andköf og eftir það kynnir Hjörleifur Hjartarson bók sem full er kveðskapar en einnig skemmtisagna og heitir Krosshólshlátur, en síðasta kynning þeirrar bókar kom fram á jarðskjálftamælum hjá Ragnari Stef- ánssyni, sem mætir og kynnir minn- ingabók sína. Síðast en ekki síst eru svo á ferð Gunnar Karlsson sagn- fræðiprófessor sem ritað hefur um ástalíf miðaldamanna og Sjón sem ritað hefur um reykvískt ástalíf karl- manna, nokkru nær okkur í tíma. Húsið verður opnað kl. 20 og lestur hefst um kl. 20.30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir að hlusta á þessa snillinga og óhætt að lofa góðri stemningu eins og títt er í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi þar sem Bjarni Harðarson er yfirvert. Upplestur í bókakaffinu Morgunblaðið/Ómar Sjón Hann mun lesa úr Mánasteini. Stórglæpir og landskjálftar á Sunnlenska Hamraborg 9 | sími 564 1451 | www.modurast.is | opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga 30% afsláttur af leikföngum Nýtt ko rtatíma bil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.