Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 28
Fiskirannsóknir - undirstaða sjálf- bærra fiskveiða Þrátt fyrir margra ára aðhald í rekstri og hartnær tíu ára stöð- ugar rekstrarhagræð- ingar, hefur Hafrann- sóknastofnun tekist að halda úti kjarna- starfsemi sinni eins og henni er ætlað sam- kvæmt lögum. Stofn- uninni hefur, þrátt fyr- ir þrengingar, tekist að rannsaka og veita ráð- gjöf um sjávarauðlindina, jafnvel svo tekið hefur verið eftir á alþjóða vett- vangi, en einkum til hagsbóta fyrir land og þjóð sem haft hefur ábata af auðlindinni á grundvelli vísinda- legrar ráðgjafar stofnunarinnar. Á síðasta áratug hafa orðið stórkost- legar breytingar á umhverfisskil- yrðum í hafinu við Ísland, sem hafa kallað á auknar rannsóknir og vökt- un, sem stofnunin hefur þurft að mæta, án þess að skerða aðrar nauð- synlegar rannsóknir. Þá hefur stofn- unin staðið að umfangsmiklum rann- sóknum á „nýjum“ fiskistofnum í lögsögunni, einkum makríl. Á síðustu dögum hefur staðið yfir umfjöllun á Alþingi um fjárlög næsta árs. Fyrir liggja markmið nýrrar ríkisstjórnar, sem stefnir að róttækum breytingum á ráðstöfun þess fjár sem til skiptanna er árið 2014 og stefnir auk þess á halla- lausan ríkisbúskap. Þegar efnt er til flókinna og stórtækra aðgerða er mikilvægt að gaumgæfa alla þætti svo að sett markmið náist og lands- menn allir, en einkum þó kjörnir fulltrúar á Alþingi, hafi svigrúm til að meta hvað skynsamlegast er í stöðunni. Eins og flestar stofnanir ríkisins eru horfur á að Hafrannsóknastofn- un muni þurfa að draga úr starfsemi sinni á næsta ári. Fullyrða má hins vegar, að niðurskurður starfsem- innar í viðbót við það sem þegar er orðið, mun stefna sjálfbærri nýtingu fiskistofna á Íslandsmiðum í hættu, sem og orðspori Íslands, íslenskra sjávarafurða og markaðssetningu þeirra. Til að stofnunin geti haldið úti kjarna- starfsemi sinni árið 2014, þ.e. eftirliti með fiskistofnum og nauð- synlegum rannsóknum og ráðgjöf um sjálf- bærar fiskveiðar, þarf að auka tekjurnar um 385 millj. kr. Meg- inorsök þessa er áætl- uð tekjulækkun á næsta ári, einkum vegna samdráttar í tekjum Verkefnasjóðs sjávarútvegsins og lækkunar ann- arra sértekna. Ef ekki verður tekið tillit til þess- arar stöðu með róttækum hætti mun samdráttur í kjarnastarfsemi Haf- rannsóknastofnunar í bráð og lengd bitna á tekjuöflun sjávarútvegsins og hafa bein neikvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs og þjóðarbúsins alls. Til marks um hvað um er að tefla, má nefna milljarða verðmæti í loðnu- veiðum, aukna óvissu í mati á af- rakstri þorskstofnsins, sem hæglega getur leitt til minni afla á komandi árum og mikilvægar rannsóknir sem undirbyggja réttmæta kröfu Íslend- inga til hlutdeildar í makrílveiðum. Hver þessara þátta og margir fleiri kalla á að stjórnvöld tryggi starfsemi stofnunarinnar á komandi árum. Þess vegna er nú mikilvægt að ígrunda vel öll hagræðingaráform á þessu sviði og tryggja að tekjum þjóðarbúsins verði ekki stefnt í hættu með niðurskurði á grunn- forsendum tekjuöflunar sjáv- arútvegsins. Eftir Jóhann Sigurjónsson » Fullyrða má að nið- urskurður starfsem- innar í viðbót við það sem þegar er orðið, mun stefna sjálfbærri nýt- ingu fiskistofna á Ís- landsmiðum í hættu... Höfundur er forstjóri Hafrannsóknastofnunar Jóhann Sigurjónsson Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Föstudaginn 6. desember var spil- aður tvímenningur með þátttöku 27 para. Meðalskor var 312 og efstu pör í N/S: Guðlaugur Ellertss. - Örn Einarsson 391,9 Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 341 Sverrir Jónss. - Sæmundur Björnss. 340,4 Bjarni Þórarinss. - Ragnar Björnsson 332,4 Sigurður Hallgrss. - Steinmóður Einarss. 331,3 AV: Óskar Ólafsson - Oddur Jónsson 394,4 Kristrún Stefánsd. - Sverrir Gunnarss. 358,2 Ólafur Ólafsson - Anton Jónsson 339,3 Birgir Sigurðss. - Jón Svan Sigurðss. 326,9 Friðrik Jónss. - Jóhannes Guðmannss. 323,5 BFEH spilar í Hraunseli, að Flatahrauni 3. Spilað er á þriðjudög- um og föstudögum og byrjar spila- mennska kl. 13. Allir spilarar eru velkomnir og er leitast við að hjálpa stökum spilurum um meðspilara. Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríksson. Tólf borð í Stangarhylnum Mánudaginn 9. desember var spil- aður tvímenningur hjá bridsdeild Félags eldri borgara, Stangarhyl 4, Reykjavík. Spilað var á 12 borðum. Efstu pör í N/S voru: Svanhildur Gunnarsd. - Magnús Láruss. 243 Hrafnhildur Skúlad. - Soffía Daníelsd. 240 Siguróli Jóhannss. - Auðunn Helgason 233 Jón Þ. Karlsson - Guðjón Margeirss. 231 A/V: Kristín Guðmundsd. - Kristján Guðmss. 265 Bjarni Guðnason - Guðm. K. Steinbach 239 Gunnar Jónss. - Magnús Jónsson 229 Helgi Hallgrss. - Ægir Ferdinandss. 229 Sveitakeppnin í Gullsmára Eftir 6 umferðir af 13 í sveitakeppni fé- lagsins er staða efstu sveita: Sveit Sigurðar Njálssonar 124 stig Sveit Arnar Einarssonar 113 stig Sveit Þórðar Jörundssonar 106 stig Sveit Guðrúnar Hinriksdóttur 105 stig Sveit Guðrúnar Gestsdóttur 94 stig Sveit Jónínu Pálsdóttur 93 stig Bridsfélag Reykjavíkur Lögfræðistofa Íslands sigraði nokkuð örugglega í sveitakeppni Vegamóta veitinga- húss. Úrslitin: Lögfræðistofa Íslands 85,42 Gunnar Björn 77,66 Grant Thornton 77,16 Næsta þriðjudag er spilaður jólasveina- tvímenningurinn. Fullt af verðlaunum og all- ir mæti með jólasveinahúfu. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.