Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 31
Færir þér fréttirnar mbl.is UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Málefni Landbún- aðarháskóla Íslands hafa nú um nokkurt skeið verið í brenni- depli hér í héraði. Það má segja að hápunkt- urinn hafi verið hinn fjölmenni íbúafundur sem sveitarstjórn Borgarbyggðar stóð fyrir 19. nóvember sl. Á fundinn mætti ráð- herra mennta- og menningarmála og vakti málflutningur hans og orð- færi vægast sagt nokkra athygli. Greinargerð þeirra Vífils Karls- sonar og Magnúsar B. Jónssonar; „Hvers vegna ættum við að hafa marga háskóla og dreift há- skólanám?“ taldi hann gagnrýnivert plagg og ekki mikils virði án þess þó að rökstyðja það að öðru leyti en að tilvitnun í ummæli um litla há- skóla gæti ekki átt við örstofnun eins og LbhÍ. Þá sagði hann að einsdæmi væri að svo fámenn þjóð eins og Íslendingar rækju sjö há- skóla. Í ávarpi sínu tók hann einnig undir þau orð fulltrúa LbhÍ, Björns Þorsteinssonar, að fram hefði kom- ið í nýrri úttekt Gæðaráðs háskóla á starfsemi skólans að draga mætti í efa möguleika hans til þess að standast fræðilegar kröfur sem gera þyrfti til háskóla í framtíðinni. Niðurstaða ráðherrans var í megin- atriðum sú að til þess að tryggja fræðilegar kröfur og í ljósi tak- markaðra fjármuna væri nauðsyn að sameina LbhÍ og Háskóla Íslands. Það virðist hafa ver- ið stefna forsvars- manna LbhÍ um nokk- urt skeið að farsælast væri fyrir skólann að sameinast öðrum há- skóla. Árið 2009 skip- aði þáverandi mennta- málaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, nefnd sem kanna skyldi fýsi- leika sameiningar Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands. Það var mat nefndarinnar að sameining LbhÍ og HÍ væri æskileg og að ef vel tekst til felist í henni faglegur ávinningur. Nefndin taldi hins veg- ar að árleg nettóútgjaldaaukning sameinaðs skóla kynni að nema allt að 40 m.kr. einkum vegna samræm- ingar starfskjara starfsmanna. Til- laga nefndarinnar um fýsileika sam- einingar byggðist á þeim forsendum að: - uppsafnaður og innbyggður halli á rekstri LbhÍ færist ekki til sameinaðs háskóla, - nýjar einingar sem færast til Háskóla Íslands beri sig skv. reiknilíkani ráðuneytisins um kennslu - óhjákvæmilegur beinn kostn- aður vegna sameiningar verði greiddur af sérstöku ríkisframlagi - starfskjör starfsfólks LbhÍ og HÍ, sem verður starfsfólk samein- aðs háskóla verði samræmd. Miðað við núverandi stöðu LbhÍ er þessi kostnaður á því ári sem sameiningin verður um 450-500 m.kr. Í september 2013 skilaði Gæða- ráð háskóla ítarlegri úttekt- arskýrslu um starfsemi LbhÍ og fylgdi henni eftir með ráðstefnu. Í þeirri skýrslu fær LbhÍ mjög lof- samlega umfjöllun og hvergi í skýrslunni er að finna áðurnefnda tilvitnun um hugsanlega fræðilega vanhæfni hans í framtíðinni. Loka- niðurstaða Gæðaráðsins er römmuð inn í eftirfarandi setningar. Treysta má núverandi fyrirkomu- lagi Landbúnaðarháskóla Íslands, og þeim líklegu umbótum þar á í framtíðinni, til að tryggja akadem- ískar kröfur þeirra prófgráða sem skólinn veitir. Treysta má núver- andi styrkleika Landbúnaðarhá- skóla Íslands, og þeim líklegu um- bótum þar á í framtíðinni, til að tryggja gæði kennslu og hand- leiðslu nemenda. Með vísan til þeirra tveggja skýrslna sem hér hefur verið vitnað til eru staðreyndir um fýsileika þess að sameina LbhÍ og HÍ þess- ar: Það er engin nauðsyn að sameina LbhÍ og HÍ til að tryggja fræðilega framtíð sjálfstæðrar starfsemi skól- ans á Hvanneyri. Sameining þarf að „takast vel til“ svo af henni verði faglegur ávinningur. Sameining er fjárhagslega óhagkvæm, og af henni viðvarandi kostnaðarauki auk sérstaks kostnaðar vegna samein- ingar. Sameining skilur starfs- menntun í búfræði og garðyrkju eftir í algjörri óvissu. Sameining stríðir gegn byggðasjónarmiðum og áherslum síðari ára um aukna fjöl- breytni í atvinnulífi á landsbyggð- inni. Sameining þjónar hvorki al- manna- né samfélagslegum hagsmunum. Af þessari upptalningu sést að það eru margvíslegar ástæður fyrir því að efla og styrkja sjálfstæða framtíð LbhÍ og engin rök fyrir áherslu ráðherra og forsvarsmanna skólans á því að leggja stofnunina niður og sameina hana HÍ. Að þessu sögðu liggja í loftinu eftirfar- andi spurningar: Getur verið að hinn mikli áhugi menntamál- aráherra stjórnist af pólitískum metnaði og sérhyggju fyrir pólitísk- um frama fremur en almannahags- munum? Getur verið að áhugi rekt- ors og nokkurra lykilmanna skólans stjórnist af persónulegum ástæðum fremur en hagsmunum skólans, at- vinnuvegarins og samfélagsins? Sé þetta raunin þá eru viðkomandi að- ilar vanhæfir til að taka ákvarðanir um framtíð Landbúnaðarháskóla Íslands og ættu að víkja til hliðar. Enn um framtíð Landbúnaðarháskóla Íslands Eftir Magnús B. Jónsson » Það virðist hafa verið stefna forsvars- manna LbhÍ um nokk- urt skeið að farsælast væri fyrir skólann að sameinast öðrum há- skóla. Magnús B. Jónsson Höfundur er fyrrv. rektor Landbún- aðrháskólans á Hvanneyri. Jólatilboð Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - - Opið virkadaga 10-18 – Laugardaga 11-18 af jólaefnum, handklæðum og rúmfatnaði Gildir frá fim. - lau. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.