Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 346. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Líta lífið allt öðrum augum 2. Loddari sá um táknmálstúlkun 3. Hýðingaráverkar vöktu mesta … 4. Miðaldra skólastjóri gerist … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sviðlista- og dansflokkurinn Sha- lala lauk haustsýningaferð sinni um Evrópu með uppsetningu á verkinu Transaquania – Into thin air í leikhús- inu Kampnagel í Hamburg á Nord- wind-hátíðinni nú í byrjun vikunnar. Verkið var frumsýnt á hátíðinni í fyrradag fyrir fullum sal og voru fagnaðarlæti mikil að sýningu lok- inni, að sögn Ernu Ómarsdóttur, dansara og meðlims Shalala. Verkið var samið fyrir Íslenska dansflokkinn árið 2009 af Ernu Ómarsdóttur, Da- mien Jalet og Gabríelu Friðriksdóttur en tónlist við það sömdu Valdimar Jóhannsson og Ben Frost. Næsta sýning Shalala á Íslandi verður í lok janúar þegar verkið To the bone verð- ur sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu en það var frumsýnt á Reykjavík Dance Festival í ágúst sl. Shalala ákaft fagnað á hátíðinni Nordwind  Rithöfundarnir Andri Snær Magna- son, Vigdís Grímsdóttir, tenórinn Gissur Páll Gissurarson og djasstríó Árna Heiðars Karlssonar koma fram á fjölbreyttu menningarkvöldi í Hann- esarholti í kvöld sem hefst kl. 20. Boðið verður upp á upplestur, söng og hljóðfæraleik í bland og mun Árni Heiðar m.a. leika lög af nýútkominni hljómplötu sinni og tríósins, Mold. Árni og tríóið munu frumflytja stef sem Árni samdi við texta Andra Snæs en auk Árna leika í tríóinu Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Það verður sannkölluð jóla- stemning í Hann- esarholti og boðið upp á jólaglögg og piparkökur í hléi. Menningarkvöld í Hannesarholti Á föstudag Austan og suðaustan 15-23 m/s í fyrstu, lægir tals- vert, fyrst SV-lands en áfram hvasst við NA-ströndina. Úrkomulítið á Norðurlandi, annars slydda eða rigning. Hiti 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi austanátt. Austan 8-20 m/s síðdeg- is, hvassast og él syðst, annars úrkomulítið. Austan 18-25 m/s á Suðurlandi og suðvestanlands seint í kvöld. Frost 0 til 10 stig. VEÐUR „Ég er með eins árs samn- ing við félagið og það vill bæta einu ári við og festa mig fram á mitt árið 2015. Sú staðreynd bendir til þess að forráðamenn fé- lagsins séu þokkalega sáttir við mig þrátt fyrir að árang- urinn hafi ekki verið sem bestur til þessa á keppn- istímabilinu,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins SønderjyskE »1 Vilja framlengja við Ágúst Þór Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason er nýjasti atvinnumaður Íslendinga í knattspyrnu en hann skrifaði í vik- unni undir tveggja ára samning við norska úrvalsdeildarliðið Viking. Sverrir hlakkar til að spila við hlið Indriða Sig- urðssonar í hjarta varnarinnar. »4 Hlakkar til að leika við hliðina á Indriða Það var spenna á nokkrum vígstöðvum þegar lokaleikirnir í riðlakeppni Meist- aradeildarinnar voru spilaðir í gær. Dortmund, sem lék til úrslita í fyrra, var nálægt því að falla úr leik en á loka- mínútunum tókst liðinu að skora sig- urmark gegn Marseille og komast áfram. Kolbeinn Sigþórsson og félagar hans í Ajax verða að gera sér að góðu að spila í Evrópudeildinni. »2 Dortmund komst í hann krappan í Marseille ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Árlegir aðventutónleikar Karlakórs Reykjavíkur verða í Hallgríms- kirkju um helgina og þá syngur Benedikt Gylfason einsöng með kórnum, en hann kemur fram með föður sínum, Gylfa Ástbjartssyni, opinberlega í fyrsta sinn. „Það er frekar gaman að syngja með pabba,“ segir Benedikt, sem er ellefu ára drengjasópran á fjórða ári í Drengjakór Reykjavíkur. „Þegar ég var lítill fannst mér allt- af svakalega gaman að syngja,“ heldur hann áfram. „Ég fór í Krúttakórinn í Langholtskirkju og þegar ég var orðinn aðeins eldri fór ég í Drengjakór Reykjavíkur.“ Söngelsk fjölskylda Söngleiðir feðganna hafa ekki legið saman fyrr. „Hann er miklu betri en ég,“ segir Gylfi um soninn. Bætir við að hann hafi sungið sem strákur, en ekki haft tíma til þess að sinna áhugamálinu almennilega fyrr en fyrir skömmu. Hann og eig- inkonan hafi hins vegar beint syn- inum í Krúttakórinn þegar hann var fimm ára. „Hann langaði að fara í kórinn, fór í prufu og komst inn,“ segir Benedikt um föður sinn, sem byrj- aði í Karlakór Reykjavíkur fyrir um einu og hálfu ári. Spurður hvor sé betri söngvari vefst honum aðeins tunga um tönn en segir svo: „Hann er kannski ekki alveg jafn- góður.“ Benedikt man varla öðruvísi eftir sér en syngj- andi. „Ég syng eiginlega all- an daginn enda kann ég mörg lög,“ segir hann og bætir við að ekki sé hægt að gera upp á milli þeirra. „Ég hef verið í tveimur óp- erum hjá Íslensku óperunni og það var mjög gaman. Mér finnst líka gaman að syngja popptónlist.“ Hann sér sig hins vegar ekki fyr- ir sér í þungarokkinu. „Ekki alveg,“ segir hann, en lokar engum dyrum. „Ég var í fótbolta en er í smápásu núna,“ segir hann því til staðfest- ingar. „Ég var líka í söng- og leik- listarskólanum Sönglist en ákvað að fara í smápásu þar út af Carmen í haust, en ég er að læra á píanó.“ Hjónin Gylfi og Hafdís Helga Ólafsdóttir eiga tvö börn, Benedikt og Helenu. Benedikt segir að þetta sé söngelsk fjölskylda því þær séu einnig góðar söngkonur. „Systir mín syngur mikið og mamma getur alveg sungið líka.“ Feðgar syngja saman  11 ára drengur með Karlakór Reykjavíkur Morgunblaðið/Árni Sæberg Karlakór Reykjavíkur Feðgarnir Gylfi Ástbjartsson og Benedikt Gylfason fyrir æfingu í fyrrakvöld. Benedikt Gylfason syngur lagið Pie Jesu eftir Andrew Lloyd Webber með Karlakór Reykja- víkur á aðventutónleikunum. „Það er gaman að heyra þenn- an mun, sópranröddina og undirsöng karlakórsins,“ segir Friðrik S. Kristinsson, stjórn- andi kórsins. „Þetta er bara himneskt.“ Friðrik hefur verið stjórnandi karlakórsins síðan 1989 og haldið um stjórn- artaumana á öllum aðventu- tónleikunum, en þeir byrjuðu fyrir tuttugu árum. Hann er jafnframt stjórnandi drengjakórsins og hef- ur verið mikil samvinna hjá kór- unum. Að þessu sinni verða þrennir tónleikar í Hallgrímskirkju. Þeir fyrstu byrja klukkan 17.00 á laug- ardag og síðan verða tónleikar kl. 17.00 og 20.00 á sunnudag. Himneskur söngur BENEDIKT SYNGUR PIE JESU EFTIR ANDREW LLOYD WEBBER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.