Morgunblaðið - 20.12.2013, Síða 25

Morgunblaðið - 20.12.2013, Síða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2013 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bæjarstjórn Grindavíkur hefur sam- þykkt viljayfirlýsingu bæjarins og EsBro Investment group um úthlut- un lóðar og skipulagsvinnu fyrir yl- ræktarver á iðnaðarsvæðinu í Möl- vík skammt frá Reykjanesvita. Hol- lenska fyrirtækið greiðir kostnað við deiliskipulag. Allar forsendur þurfa að liggja fyrir í janúar til að eigendur fyrirtækisins geti tekið endanlega ákvörðun um uppbyggingu. Lóðin sem nú er verið að deili- skipuleggja er á iðnaðarsvæði í út- jaðri lands Grindavíkurbæjar, við bæjarmörk Reykjanesbæjar, skammt frá Reykjanesi. Hún er um 10 kílómetra frá bænum. Hollenska fjárfestingafyrirtækið EsBro sótti um lóðina og ætlar að byggja þar 15 hektara gróðurhús til framleiðslu á tómötum til útflutn- ings. Samningur hefur verið gerður við verslanakeðju í Bretlandi um kaup á allri framleiðslunni, að því er segir í kynningu fyrirtækisins. Skuggatjöld skerma af ljós Róbert Ragnarsson bæjarstjóri segir að hollenska fyrirtækið greiði kostnað við deiliskipulagsvinnuna og sjái sjálft um gatnagerð og að tengj- ast rafmagni. Bærinn muni ekki bera neinn stofnkostnað við fram- kvæmdina. Hann segir að þegar all- ar forsendur liggi fyrir muni eigend- ur fyrirtækisins taka endanlega ákvörðun um hvort ráðist verði í verkefnið eða ekki. Telur hann að það þurfi að gerast í febrúar því þá þurfi seljendur gróðurhúsanna að hefja vinnu við að koma þeim upp til þess að hægt sé að sá í haust og fá uppskeru í byrjun árs 2015. Samn- ingur við bresku verslanakeðjuna sé háður því að það takist. Rafljós verða notuð við rækt- unina. Íbúar spurðu mest um ljós- mengun þegar forsvarsmenn fyrir- tækisins kynntu hugmyndir sínar fyrr í vetur. Róbert segir að í skipu- lagi verði gerð krafa um að 97% ljóssins verði skermuð af. Segist hann ekki vita til þess að slíkar kröf- ur hafi áður verið gerðar hér á landi. Tekur Róbert fram að gróðurhúsa- lóðin sé nú svo fjarri bænum að ekki séu líkur á að íbúar eða gestir Bláa lónsins verði fyrir truflun af lýsing- unni. EsBro hefur sótt um skattaíviln- anir með fjárfestingarsamningi til nefndar um ívilnanir um nýfjárfest- ingar. Bæjarstjórn fékk þá beiðni til umsagnar. Róbert segir að ylræktarverið skapi tekjur og atvinnu. „Við fáum vinnustað sem skapar allt að 125 störf. Það skilar sér væntanlega í auknum tekjum bæjarins af fast- eignasköttum og útsvari. Svo er þetta nýr iðnaður. Við höfum alltaf verið matvælaframleiðslubær með okkar mikla sjávarútveg og höfum markað okkur þá stefnu að auka við á því sviði. Tómataframleiðslan fell- ur vel að því,“ segir Róbert og bendir á að slíkt stórfyrirtæki þurfi einnig ýmsa þjónustu, til dæmis við viðhald á gróðurhúsum og tækjabúnaði. Hann er bjartsýnn á að verkefnið verði að veruleika en segist ekki fagna því fyrr en allt verði klárt. Fyrirtækið kostar skipulagsvinnu  Samþykkt viljayfirlýsing Grindavíkurbæjar og hollenskra fjárfesta um úthlutun lóðar og undirbúning ylræktarvers á iðnaðarsvæði skammt frá Reykjanesvita  Framleiðsla á tómötum á að hefjast eftir ár Morgunblaðið/Þorkell Afurðir Tómatar hafa lengi verið ræktaðir í gróðurhúsum hér fyrir innlendan markað og seinni árin með lýsingu. Íslandsstofa og forverar hennar hafa lengi unnið að kynningu á möguleikum hér á landi til byggingar og reksturs ylrækt- arvera til framleiðslu á græn- meti til útflutnings. Sérstök áhersla hefur verið lögð á end- urnýjanlega orku. Allnokkrir erlendir og inn- lendir fjárfestar hafa kannað málið en aldrei orðið úr fram- kvæmdum. Á undan Grindavík- urverkefninu var hliðstætt verk- efni á Hellisheiði. Geo Greenhouse skrifaði undir samninga um orkukaup hjá OR og sveitarfélagið réðst í breyt- ingar á skipulagi. Margir hafa gert áætlun YLRÆKTARVER

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.