Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 13

Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 13
Þann 2. og 3. júní sl. gafst tungumálakennurum kostur á að sækja námskeið á vegum STÍL þar sem fjallað var um mat á munnlegri færni byggt á Evrópurammanum. Kennari námskeiðsins var Sylvie Lepage en hún starfar við CIEP, Centre international d’études pédagogiques, í Frakklandi. Námskeiðið var haldið í Reykjavík í húsakynnum Endurmenntunar Háskóla Íslands og var þátttaka afar góð. Námskeiðið sóttu kennarar í dönsku, ensku, frönsku, spænsku og þýsku, aðallega af framhaldsskólastigi. Markmið námskeiðsins Markmið þessa námskeiðs var meðal annars að auka þekkingu og færni kennara í að meta munnlega færni sem byggir á þrepum Evrópurammans. Á þessu nám- skeiði fengu kennarar innsýn inn í hönnun munn- legra prófa og matsramma þar sem Evrópuramminn er hafður til hliðsjónar. Þátttakendur námskeiðsins fengu svo þjálfun í að greina munnleg próf, hanna sín eigin munnlegu verkefni og matsramma í þeim tilgangi að auka almennt réttmæti við gerð og fram- kvæmd munnlegs mats, auka áreiðanleika niðurstaðna MÁLFRÍÐUR 13 Er A1 eða B1? Sumarnámskeið: Munnleg færni og Evrópuramminn Sumarnámskeið STÍL – Samtaka tungumálakennara Ragnheiður Kristins- dóttir, spænskukennari við Verzlunarskóla Íslands.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.