Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 18

Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 18
hvað nýtt alveg eins og það að taka áhættu er hollt fyrir alla, kennara og nemendur. Það getur leitt okkur inn á brautir sem við vissum ekki að við gætum gengið eða sýnt okkur fleiri möguleika til að vinna úr málum. Við sem vorum á námskeiðinu erum þess fullviss að leik- list í kennslu er bæði ögrandi og skemmtilegt verkefni fyrir bæði kennara og nemendur. Það er leikur að læra og lífið er svið sem bíður bara eftir okkur. Heimildir: Banerjee, Dr. Shibani. „Learn and Unlearn: Drama as an Effective Tool in Teaching English Language and Communication“. International Journal of English Language and Translation Studies: Volumn 2, issue 1 (January-March 2014). Lesið á: http://www.academia. edu/6250946/Learn_and_Unlearn_Drama_as_an_Effective_Tool_ in_Teaching_English_Language_and_Communication_by_Dr._ Shibani_Banerjee?login=&email_was_taken=true Whiteson, Valerie (Ed). „New Ways of Using Drama and Literature in Language Teaching“. Alexandria, VA: TESOL. 1996. nemenda sem koma ólesnir í tíma! Skiljanlega vorum við frekar smeyk og ekki með mikla trú á eigin getu. Fyrir mistök hafði nefnilega gleymst að láta okkur vita af heimavinnunni, þ.e. að dusta rykið af leikritinu A Midsummer Night‘s Dream eftir Shakespeare. Allt fór þetta nú samt vel að lokum og eftir á að hyggja þá var það í raun kostur. Það varð til þess að við fengum tækifæri til að setja okkur í spor nemenda sem eru að fást við nýjan texta. Gaman er að segja frá því að í lok dagsins vorum við öll með söguþráð og persónur á hreinu og ég efast um að við gleymum þessu verki í bráð. Kennurunum í háskólanum tókst að gera verkið lifandi og láta okkur tengjast leikritinu á persónu- legum nótum. Ögrandi og skemmtilegt verkefni Eftir fyrirlestra og lærdóm fyrstu dagana var farið í vettvangsferð til London. Á dagskrá var að skoða Shakespeare-safnið og sjá Lé konung í hinu fræga leik- húsi, The Globe. Tony Frost var leiðsögumaður okkar, og seinna fengum við tækifæri til að ræða um upp- lifun okkar á verkinu og vorum við hvött til að tengja það við persónulegu reynslu okkar og þar með setja það í okkar eigið samhengi. Hver einstaklingur á sína sögu og hvert okkar býr og vinnur í sínum raunveru- leika við allt nám og starf. Samt sem áður eigum við meira sameiginlegt en við gerum okkur oft grein fyrir. Það eru þessir sammannlegu fletir sem við getum nýtt okkur í kennslunni í formi leiklistar. Kennarar hafa gott af því að setja sig í spor nemenda, að læra eitt- Ásgrímur Guðnason Viðskiptavinur Landsbankans 410 4000Landsbankinn landsbankinn.is „Maður á að nýta sér þetta“ Lífeyrissparnaður er mikilvægt tækifæri til að byggja upp. Þú færð mótframlag frá vinnuveitanda og nýtur skattfrelsis allt þar til daginn sem þú byrjar að taka út. Sparnaðurinn er þín eign, erfist og er undanþeginn fjármagnstekjuskatti. 18 MÁLFRÍÐUR Þátttakendur í sólinni. Æfing.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.