Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 27

Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 27
fjallaeyju og er til tveggja ára. Verkefnið er samstarfs- verkefni Kvennaskólans og framhaldsskóla í Palermo á Sikiley. Viðfangsefnið er menning á þessum tveimur eld- fjallaeyjum, Íslandi og Sikiley. Þungamiðja verkefnis- ins er menning og líf fólks sem býr við sambærilegar aðstæður hvað varðar eldvirkni og þá náttúruvá sem því fylgir. Með því að bera saman menningu þessara tveggja eyþjóða í Evrópu er hægt að varpa ljósi á hvaða áhrif náttúrufar getur haft á líf fólks og þróun í samfé- laginu. Hópur nemenda Kvennaskólans fer til Sikileyjar og dvelur þar í nokkra daga vorið 2015, og ítalskir nem- endur frá Sikiley koma síðan til Íslands að hausti í jafn- langan tíma. Iðnskólinn í Hafnarfirði hlaut styrk fyrir þrjá kenn- ara til að fara á námskeið næsta sumar sem ber heitið Skapandi leiðir í enskukennslu. Námskeiðið varir í tvær vikur og er haldið í ADC College í Bretlandi. Þar munu fjölbreyttar kennsluaðferðir verða kynntar samfara því að styrkja enskuþekkingu þátttakendanna sjálfra. Rannsóknarmiðstöð Íslands, RANNÍS, hefur umsjón með ýmsum sjóðum á Íslandi sem veita styrki til rannsókna, nýsköpunar, menntunar og menningar. Landsskrifstofa mennta- og íþróttahluta Erasmus+ sem er menntaáætlun Evrópusambandsins er einnig innan vébanda Rannís og hefur hún nú úthlutað fjárveitingu ársins 2014 til fjölmargra menntastofnana. Umsóknir um styrki bárust í febrúar í flokkinn Nám og þjálfun en sá flokkur nær til nemenda og starfsfólks á öllum skólastigum sem og fyrirtækja og stofnana sem bjóða upp á sí- og endurmenntun. Alls bárust 79 umsóknir, en að þessu sinni var 337 milljónum úthlutað til 46 skóla, fyrirtækja og stofnana fyrir um 780 einstaklinga. Háskólarnir hlutu samtals 226,4 milljón króna styrk; leik-, grunn- og framhaldsskólar hlutu rúmlega 40 milljónir; um 70 milljónum var veitt til starfsmenntun- ar og rúmlega 8 milljónir féllu í hlut fullorðinsfræðslu. Tveir íslenskir framhaldsskólar fengu styrk til að fara í tungumálaverkefni, en það eru Kvennaskólinn í Reykjavík og Iðnskólinn í Hafnarfirði. Verkefni Kvennaskólans ber heitið Menning á eld- MÁLFRÍÐUR 27 Menntaáætlun Evrópusambandsins H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Námskeið í gerð umsóknal Leik-, grunn-, og framhaldsskólar l Starfsmenntun l Háskólar l Fullorðinsfræðsla

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.