Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.1985, Side 2

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.1985, Side 2
 FRETTIK ú . Vikublað j Vestmannaeyjum Útgefandi: EYJAPRENT H.F. Ritstjórn: GÍSLI VAL.TÝSSON. ÁBM. GUNNAR KÁRI MAGNÚSSON GRÍMUR GÍSLASON Auglýsingar: STRANDVEGI 47 - SÍMI 1210 Setnmg og prentun: EYJARPRENT H.F. Verkstjórar Aðalfundur Verkstjórafélags Vestmannaeyja verður haldinn laugardaginn 26. janúar kl. 14.00 í kaffisal Áhaldahússins við Heiðarveg. Dagskrá samkv. reglum aðalfunda. Stjórnin Frá innheimtu Raf- veitu Vestmannaeyja Þeir orkunotendur sem eiga orkureikninga sína í vanskilum, vinsamlega veitið athygli heimsendum aðvörunum. Rafveita Vestmannaeyja. Merk tillaga flutt í * s m hefur stjórn veitustofnana bæjarraði Á fundi bæjarráðs s.l. mánudag lagði 'Arnar Sig- urmundsson fram tillögu sem hér fer á eftir. Tillagan er fyrir margt athyglisverð og vonandi að hún nái fram að ganga, en hún verður tekin til afgreiðslu á fundi bæjar- stjórnar 30. janúar nk.: Bæjarstjórn Vestmanna- eyja samþykkir að gefa ár- lega út Fréttabréf bæjar- stjórnar að lokinni samþykkt fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs og stofnanna. Auk upplýs- inga úr fjárhagsáætlun, tekj- ur og útgjöld og verklegar framkvæmdir bæjarins skal fréttabréfið innihalda ýmsan fróðleik úr reglugerðum og álagningareglum bæjarsjóðs. Pá skal þar að finna upplýs- ingar um bæjarstjórn, ráð og Fasteigna- markaðurinn Sknfstofa Vestmannaayjum Barugotu 2. 2 hjeð Viðtslstimi. 15 30-19 00. þriðjudaga laugardaga Simi 1847 Skrifstofa Reykjavik Garða stræti 13 Viðtalstimi a manudogum Simi 1 3945 Jón Hjaltason hrl Vídeóklúbburinn í nýju húsnæði en er jafnframt áfram á eamla staðnum Eigendur Vídeóklúbbsins hafa fært út kvíarnar og opnað afgreiðslu á Heiðarvegi, þar sem Þorvaldur og Einar voru með húsgagnaverslun sína. Jafnframt hinu nýja húsnæði, heldur Vídeóklúbburinn áfram starfsemi sinni að Hólagötu. Vonast eigendur til, að með opnun hins nýja staðar bætist þjónustuaðstaðan til muna á þessu sviði fyrir bæjarbúa. Einnig var aðkoman að Hólagötunni erfið, þar sem gatan er lokuð í annan endann og ekki var nógu gott að komast að fyrir þá sök. Báðir staðirnir hafa nú á boðstólum samanlagt um 1400 myndir og eru rúmlega 1000 þeirra með íslenskum texta. Vinsælusta efnið hjá þeim sögðu þau vera Dynasty þættina og Falcon Crest, en það eru einnig framhaldsþættir. Blaðið óskar eigendum Vídeóklúbbsins góðs gengis á nýja staðnum. nefndir bæjarins og mála- flokka sem þeim tilheyra. Fréttabréfi skal dreift í öll hús bæjarins án endurgjalds. Vestmannaeyjum 13.01.85 Arnar Sigurmundsson (sign) Greinargerð: Upplýsingasskylda stjórn- valda og miðlun á opinberum upplýsingum kemur oft til umræðu. Hér í Vestmann- aeyjum hafa bæjaryfirvöld sent fundargerðir nefnda og bæjarráðs til birtingar í blöð- um um nokkurt skeið. Engu að síður er mikið af upplýs- ingum um starfsemi bæjar- félagsins og stofnana sem ekki kemst til bæjarbúa. Útgáfa Fréttabréfs bæjar- stjórnar sem kæmi út að lok- inni samþykkt fjárhagsáætl- unar, væri hægt að koma fyrir á handhægan hátt, ýms- um upplýsingum og fróðleik um bæjarfélagið, stofnanir þess, tekjur og útgjöld, verk- Iegar framkvæmdir, útdrátt úr reglugerðum, álagningar- eglum bæjargjalda, bæjar- stjórn, ráð og nefndir sem þeim tilheyra. þá er gert ráð fyrir ýmsum tölulegum upp- lýsingum um bæjarfélagið, íbúaþróun, innheimtu bæjar- gjalda, gjaldtöku bæjarstofn- ana svo eitthvað sé nefnt. Tilhögun: Gert er ráð fyrir að Frétta- bréfið verði í frekar litlu handhægu broti, og stærð þess ca. 24 - 28 bls. Eitt bæjarfélag á landinu a.m.k. gefur út fréttabréf sem sent er til bæjarbúa. Hér í Vest- mannaeyjum má segja að upplýsingar um starfsemi bæjarráðs og nokkurra nefnda hafi birst nokkuð reglulega í bæjarblöðum og bæjarfulltrúar skrifað um ýmsa þætti bæjarmála. Lagt er til að undirbúning- ur og söfnun efnis verði falið skrifstofustjóra og innheimt- ufulltrúa Ráðhússins, og prentun verði boðin út hjá prentsmiðjum innanbæjar. Tillaga þessi er flutt í þeim tilgangi að auka upplýsinga- streymi frá bæjaryfirvöldum til bæjarbúa. í þeim tilgangi IBY-KS Dregið hefur verið í töflu- röð íslandsmóts 2. deildar í knattspyrnu. Er röðin þessi: 1. KS, 2. Skallagrímur, 3. Fylkir, 4. Völsungur, 5. Njarðvík, 6. Breiðablik, 7. Leiftur, 8. ÍBÍ, 9. KA, 10. ÍBV. Leika Eyjamenn því sinn fyrsta leik á útivelli við Sigl- firðinga. Dagsetningar leikj- anna hafa ekki enn verið ákveðnar. hefur stjórn veitustofnana nýlega samþykkt að fela Raf- veitu Vestmannaeyja að senda upplýsingabækling um raforkunotkun til notenda veitunnar ásamt verði á raf- orku, en Rafveita Akraness lét taka saman þessar upplýs- ingar, eins og nýlega kom fram í fjölmiðlum. Bæjarráð samþykkti til- löguna fyrir sitt leyti og vísaði henni til gerðar fjárhagsáætl- unar1985. Farseðlar innanlands og og utan. F er ðaskrifstofa Vestmannaeyja h.f. Sími 2800 ÍBY Ieikur við Fram Næstkomandi föstudags- kvöld kl. 20 leika ÍBV stelp- urnar við Fram hér í Eyjum. Er það áttundi leikur þeirra í 1. deildinni og hafa þær 2 stig. Fyrirfram verður að ætla Fram sigur í þessum leik, hinsvegar getur allt skeð, því að Eyjastelpurnar hafa á því fullan hug að halda sæti sínu í 1. deildinni þrátt fyrir slæma stöðu í dag. Ættu Vest- mannaeyingar að leggja leið sína í íþróttahúsið á föstu- daginn og veita Eyjastelpun- um stuðning sinn. Ekki veitir þeim af. ÍV leggur niður starf Nú um áramótin misstu ÍV menn æfingatíma sína í íþróttahúsinu. Slælegmæting hafði verið í æfingatíma fé- lagsins í haust og því var ákveðið að hætta æfingum og afboða þátttöku félagsins í Bikarkeppni KKÍ. Er starfsemi ÍV þar með hætt í vetur. Undanfarin ár hefur lítið sem ekkert ungl- ingastarf verið hjá félaginu, þannig að ólíklegt er að það eigi sér viðreisnar von næstu árin. Engin ársskýrsla barst frá félaginu á ársþing ÍBV og á það því engan fulltrúa í stjórn IBV.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.