Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.1985, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.1985, Blaðsíða 7
Þverstæðurnar hafa verið of miklar Páll Guðmundsson, eftirlitsmaður Siglingamálastofnunar. Undanfarið hafa birst í fréttum blaða sögur um á- stand sleppibúnaða, sem hafa verið mjög misjafnar og margar. I DV er t.d. sagt að engin handföng í Sigmundsbúnað- inum virki, en sjálfvirki bún- aður hans geri það hins vegar. Þessu mun víst vera þveröfugt farið. Fréttir í Morgunblaðinu og Þjóðvilj- anum munu víst eitthvað fara mikið á milli mála líka. Siglingamálastjóri var í heimsókn hér í Eyjum á mánudaginn var og gripum við tækifærið og áttum stutt spjall við hann og Pál Guðm- undsson, eftir að þeir höfðu setið á fundi með eigendum vélaverkstæðis Þórs. Það kom fram í máli sigl- ingamálastjóra, Magnúsar Jóhannsonar, að siglingamál- stofnun hefur haldið uppi eftirliti með sleppibúnaði hinna ýmsu fyrirtækja í bát- um síðan í sumar, til að kanna hver áhrif tíminn og veðrun hefur á búnaði þessa. Hefur nú komið fram, að það eru ákveðin vandræði falin í Sigmundsbúnaðinum og kannski fyrst og fremst í sjálfvirka hluta hans. Töldu þeir Páll og Magnús að orsakarinnar væri að leita á þrem stöðum. Fyrst væri um að ræða, að vírinn sem lægi frá þeim stað í brúnni þar sem pillan og tjakkurinn eru staðsett kemur ekki skila- boðum fram til gálgans þar sem gúmbáturinn er staðsett- ur upp á brúnni eða annars- staðar á skipinu. Þá gæti frá- gangur vírsins við tjakkinn einnig skipt máli en hann liggur þar járn í járn eins og nú er. Þeir töldu einnig að tenging á vírnum úti í kassan- um við gálgan gæti einnig verið orsök bilananna í nokkrum tilfellum. Það kom skýrt fram í máli þeirra félaga, að þessar stað- reyndir um galla í þessum búnaði hefði ekki verið hægt að segja fyrir um. Tíminn einn hefði getað leitt þá í Ijós. Og þeir tóku einnig fram, að þær lausnir sem þeir hjá Þór hefðu komið með til lausnar á vandamálinu virtust geta gefíð góða raun. „Málið er,“ sagði Magnús, „að þær kröfur og ákvarðanir sem hafa verið teknar og Viðtal það sem hér birtist var mun lengra og tók yfír aðra þætti Það hefur orðið að ráði hér a ritstjórn að birta afganginn í næsta blaði, þar sem það fjallar um um- ræðuna í víðara sam- hengi. Kryturinn milli framleiðenda og eins- takra blaða, skilyrði þau sem sett eru á sleppibúnaðina o.fi. o.n.kemurþartilum- ræðu. settar um þessa búnaði hafa verið of fljótfærnislega gerðar. Þess er krafist að lög séu sett um að þeir séu í öllum skipum án þess að full- kannað sé hvernig þeir standa af sér tímans tönn. Takið eftir því að þessir bún- aðir virkuðu allir fullkomlega þegar þeir voru settir um borð í bátana. Síðan, eftir að þeir eru búnir að vera um borð í nokkurn tíma kemur í ljós að vissra breytinga er þörf. En það er ekki þar með sagt að lagasetningin þarna um hafi öll haft slæm áhrif í för með sér. Staðsetning björgunarbáta um borð í skipum hefur t.d. batnað til muna og reynslan sem fæst af svona mörgum búnuðum ger- ir þróunina öruggari, en 5 ára tilrauna og þróunartími með búnaðinn hefði ekki verið óeðlilegur. Og við höfum mun betri búnað og öruggari núna en sá var sem við höfð- um þegar byrjað var að setja búnaði þessa um borð.“ Þeir félagar voru sammála um það að með því að setja margþættan vír í stað þess einþætta ætti þetta vandamál að leysast að miklu leyti, ef jafnframt væri sett plastfóðr- ing í tjakkinn sem staðsettur er í brúnni. Magnús taldi að það yrði að gerast að margþættur vír væri settur í bæði sjálfvirka búnaðinn og handvirka bún- aðinn einnig. Breytingarnar að þessu sinni yrðu samt fyrst og fremst þær að nýr vír yrði settur í sjálfvirka hluta bún- aðarins, en handföngin próf- uð og skipt um vír í þeim ef þau reyndust stirð, annars ekki, því það er forgangs- verkefni að ganga frá sjál- fvirka búnaðinum. Það er talið að það taki 2 - 3 vikur að skipta um vír í öllum bátum og skipum. Af öðrum búnuðum er það að frétta, að nú hefur komið reynsla á flesta þeirra og hef- ur komið í Ijós varðandi Olsen, að gormar hafa brotnað, þó að þeir hefðu skilað af sér gúmbátunum. Framleiðendum búnaðarins hefði verið gefinn ákveðinn frestur til að skipta um þessa gorma, þeir væru komnir með gorm sem væri í prófun hjáiðntæknistofnun. Súpróf- un hefði tafist vegna verkfalls og væri það ástæðan fyrst og fremst fyrir því að niðurstöð- ur lægju ekki enn fyrir. Þeir tóku skýrt fram, Magnús og Páll, að brotnir gormar væru ekki viðurkenndir af siglinga- málastofnun. Það hefur reynst erfitt hjá þeim hjá Siglingamálastofn- un að prófa sjálfvirka sleppi- •búnaðinn frá Olsen þar sem að hann útleystist við þrýsting, en nú væru þeir komnir með þrýstiklefa sem myndi geta prófað þrýstibún- aðinn, eða membruna eins og hún er almennt kölluð. Ætlunin er síðan að taka stikkprufur úr hinum ýmsu bátum og prófa hvernig tím- inn fer með þessa membru. GKM Unnið að endurbótum um borð í Katrinu VE..

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.