Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.1985, Page 6

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.1985, Page 6
Sjöunda umferð í Henna- mótinu var tefld á sunnudag- inn var, 13. jan. Nokkur spenna er nú komin í mótið þar sem margir eru með svip- aða vinninga og maður sér að hinir ótrúlegustu hlutir eru að gerast nærri í hverri umferð. Óli Þ. tefldi við Lauga og tók ítalska leikinn á honum, en Laugi svaraði honum á rangan hátt og tapaði í 27 leikjum. Mikael tók kóngsbiskups- bragð á móti Guðna, en það er oft hans uppáhald og reyn- ist honum líka stundum vel. Skákin var æði spennandi og það var ekki fyrr en 4 9. leik að Guðni gafst upp. Páll lék heldur veikt í byrj- un á móti Leifi Geir og var skákin í jafnvægi alveg fram á endatafl, en þá brást Páli Boga-listin og hann tapaði. Hlynur lék drottningar- bragð á móti Sigurjóni en í sjöunda leik lék hann af sér og þarmeð var sá draumur búinn og Sigurjón vann. Undirritaður hafði hvítt á Við leigjum út Subaru 1600. Sveigjanleg kjör. Umboð í Eyjum: Guðlaugur Eyjólfsson Skólaveg 25 sími 2998 móti Porvaldi og lék fram drottningarpeði og komst í nokkra sókn kóngsmegin, sem Þorvaldur svo stöðvaði með því að sækja fram á drottningarvæng, en skorti tíma til þess að útfæra hana sem skyldi og tapaði. Pá kom skák dagsins eins- og við segjum þegar eitthvað sérstakt og mjög óvænt gerist. Boga lækni tókst að deyfa Guðjón svo rækilega með smáskömmtum sínum, að með ólíkindum var. Hérna kemur svo skákin og sýnir sig sjálf og stundum gæti maður haldið að sjálfur Ekkert getur orðið úr heimsókn júgóslavnesku meistaranna Crvenka til Vestmannaeyja eins og til stóð. Til þess eru ýmsar ást- æður, en þó aðallega þær, að Víkingar, sem leika eiga við Júgóslavana í Evrópukeppn- inni, telja á því alla ann- marka, að liðið leiki við aðra en þá, á meginlandinu, af ótta við að það bitni á að- sókn á sína leiki. Hin meg- inástæðan er sú, að ef dvöl Júgóslavanna framlengist hér á landi, verður ferðakostnað- urinn mun dýrari og því fyrir- sjáanlegt talsvert tap af heim- sókn til Vestmannaeyja. Það tap telja Þórarar sig ekki geta Morphi væri að tefla á köflum. '°bí • Bogi er með hvítt: e-4 e-5 Rf3 Rc6 Bb5 d-6 Rc3 a-6 Ba4 Bd7 Bb3 Be7 d-4 exd Rxd Re5 0- 0 Rf6 f-4 Rc6 Rxc6 Bxc6 Rd5 0-0 Dd4 Rd7 e-5 dxe fxe Bc5 Dxc5 Rxc5 Rf6+ gfx6 Bh6 Dd4+ Khl Rxb3 Hf4 Dd2 Hg4+Kh8 Bg7+ Kg8 Bxf6++ Dg5 Hxg5 mát. Fréttir af Aðventumóti drengja kemur í næsta blaði. Staðan í Hennamótinu er þessi eftir 7 umferðir: greitt, því verður ekkert af heimsókninni. Ríkharður Ljónshjarta er týndur. Heimiliskötturinn Rikki fór að heiman hinn 4. janúar sl. og hefur ekki sést síðan. Rikki er af hinu fræga Fesu kyni, hvítur með svart skott, svört eyru og svarta flekki á bakinu. Þeir sem eitthvað vita um ferðir hans eða örlög eru vinsamlegast beðnir að hringja í sma 2566. Crvenka kemur ekki Nýir hlutir á Hraunbúðum Fyrir skömmu komu tvö ný rúm á Hraunbúðir. Eru þau þannig úr garði gerð, að hægt er að hækka þau og lækka að vild og eru þau því kærkomin jafnt veikum vistmönnum sem og starf- sfólki, því að umönnun þeirra sem sjúkir eru bætist til muna með tilkomu þessara rúma. Rúm þessi eru öll hin haganlegustu og er ekki hægt að sjá við fyrstu sýn að þetta séu sjúkrarúm, því gaflar og rúmstokkar eru úr við, eða viðarlíki. Rúm þessi eru keypt fyrir Tombólu- fé barna og ágóða af kaffisölu í maí í fyrra, þannig að safnast þegar saman kemur. Að sögn Sólveigar Guðnadóttur forstöðukonu er það framtíðardraum- ur að öll rúm á Hraunbúðum verði af þessari gerð eða svipaðri. Aðrir góðir gripir hafa bæst við á Hraunbúðum, en það eru tveir vefstól- ar. Eins og sjá má af myndinni var Hermann Jónsson ekki seinn á að færa sér þá í nyt, enda hagleiksmaður. Vigdís Guðjónsdóttir er heimilisfólki innan handar við að læra á stólana. Sólveig vildi fyrir hönd heimilis- manna og starfsfólks koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn við að koma þessum gripum í gagnið á Hraunbúðum. Mikael .........6 vinninga Sigurjón . . . 5,5 vinningar Leifur......................5 vinningar Óli Þ...... . . 5 vinningar Sigmundur . . 4,5 vinningar Guðjón............4 vinningar Hlynur .........4 vinningar Þorvaldur .... 4 vinningar Sævar.................... 4 vinningar Páll....................... 3 vinningar Bogi..................... 3 vinningar Guðni.................... 1 vinningur Guðlaugur............. . 0 Sigm. Andrésson. Áheit á Landakirkju Á tímabilinu 1 maí til 31. desembaer 1984 bárust þessi áheit til Landakirkju. N.N. kr. 500, Magnús Ingi Eggertsson, Hjalti Jóhannes- son og Ægir Þórðarson, ágóði af hlutaveltu kr. 320, Heimaver kr. 579, Elín Friðr- iksdóttir Vogabraut 1, Höfn Hornafirði og Kristín Egg- ertsdóttir Skarphéðinsgötu 6, Reykjavík kr. 500, KÓ kr. 250, Sæborag s.f. kr. 5000, Helga Ólafsdóttir kr. 1000, AT kr. 500, Sigurður Georgs- son kr. 2000, B&J kr. 1000, Guðríður Ólafsdóttir kr. 300, N.N. kr. 1000, AS kr. 500, NN kr. 1000, GI kr. 200, NN kr. 500, GS kr. 500, GK kr. 500, Sigríður Friðriksdóttir kr. 500, SG kr. 5000, IÞÁ kr. 500, JS kr. 200, EÞ kr. 500, GG kr. 600, MÓ kr. 500, LS kr. 500, Guðmundur Ólafs- son kr. 500, NN kr. 500, MP kr. 500, íþróttafélagið Þór kr. 10.000, NN kr. 300, SG kr. 500, GS kr. 500, NN kr. 500, Una Helgadóttir kr. 500, KG kr. 1000, SKipaviðgerðir kr. 500, IBS kr. 500, NN kr. 1000, BIO kr. 1000, Gömul kona kr. 500, GE kr. 2000, Grímur kr. 500, Bergur-Hug- inn kr. 5000, ÓF kr. 1000, IÁ kr. 500, GE kr. 200, GJ kr. 200, og að síðustu var söfnunarkistill í Landakirkju tæmdur og reyndust í honum kr. 4.010. Samtals eru þetta kr. 56.159,- Heildaráheit og gjafir til Landakirkju á árinu 1984 urðu því alls kr. 70.406.60. Færir sóknarnefnd gefend- um öllum nær og fjær sínar bestu þakkir fyrir h lýhug í garð kirkjunnar, um leið og öllum er óskað árs og friðar á nýbyrjuðu ári. Vestmannaeyjum, 7. jan. 1985. Ágúst Karlsson Landakirkja LANDAKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginleg Guðsþjónusta kristnu safnaðanna kl. 14.00. Erling B. Snorrason, prestur aðventista flytur stólræðu. Sóknarprestur. Aöventkirkjan Biblíulestur á laugardöeum kl. 10. Betel Samkomur alla fimmtudaga kl. 20.30. - Almenn samkoma á sunnudögum kl. 16.00 STELPUR Munið saumafundinn á lau- gard ag kl. 4. KFUK STELPUR! Gætið ykkar því Óðinn ætl- ar á ball og næla sér í stelpu í tilefni afmælis sem verður 19.1. Vinir og vandamenn. Hjartanlegar hamingju- óskir með afmælið sem verður á morgun Óskar minn. Þín elskandi unnusta. PS. Þú ert svo sætur. TIL HAMINGJU Þessi fyrrverandi fótboltak- appi átti hálf sextugs-af- mæli í gær. Til hamingju! Fyrrverandi sambýlismað- ur í DK. NYÁRSFAGNAÐUR Nýársfagnaður eldri borgara verður haldinn í Akógeshúsinu fimmtudaginn 24. janúar n.k. kl. 8 e.h. Allt fólk 60 ára og eldra er boðið hjartanlega velkomið. SKEMMTIATRIÐI: Helgi Seljan og Karvel Pálmason alþingismenn skemmta Geir Jón Þórisson syngur. o.fl.o.fl. ATH! Nóg verður af bílum Hringið í síma 1995. Kvenfélagið Líkn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.