Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.1985, Síða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.1985, Síða 4
VESTMANNAEYJABÆR Slökkviliðið fær nýjan bíl Þetta er hinn nýi bíll slökkviliðsins og er honum aðallega ætlað að bera búnað sem gæti komið í góðar þarfir á hrunastað. Ragnar Baldvinsson, Elías Baldvinsson og Auðberg Óli Valtýsson, yfirslökkvarar. Um síðustu helgi var slök- kviliðinu færður nýr bill. Er hér um að ræða bíl af gerð- inni Iveco, sem framleiddur er í samvinnu við Deutz verk- smiðjurnar þýsku og Fiat verksmiðjanna ítölsku. Ætl- unin er að nota þennan bíl undir hin ýmsu tæki, sem slökkviliðinu er nauðsynlegt að hafa í hafurtaski sínu, er það sinnir brunaútköllum. Ætlunin er m.a. að hafa í bíl þessum svokallað létt vatn, en það myndar þunna filmu yfir þann stað, sem þvi er sprautað. Tækið sem framleiðir svona vatn er t.d. á flugvall- arbílnum. Við bruna er oft hætta á því að rafmagn fari af umhverfinu, eða að nauðsyn- legt reynist að taka það af til að hindra frekari útbreiðslu eldsins. Slökkviliðinu hefur tekist að afla sér mastra og ljósa sem gera það að verkum að hægt er að lýsa umhverfi brunastaðarins. Handslökkvitæki, sjúkra- búnaður og reykköfunar- tæki, svo nokkuð sé nefnt til viðbótar verða einnig um borð í bíl þessum, en hann kostar 350 þúsund krónur hingað kominn. Það kom fram í máli Elísar Baldvinssonar, slökkviliðs- stjóra, að bæjarstjórn hefur verið mjög jákvæð fyrir starf- semi slökkviliðsins og hefur gengið vel að afla þeirra hluta, sem hefur vantað til að þjónusta og björgunarhlut- verk slökkviliðsins skilaði sér á sem áhrifaríkastan hátt. Æfingar slökkviliðsins eru miðaðar við að hver slökkvi- liðsmaður fái þjálfun a.m.k. einu sinni í mánuði. 31 maður er nú í slökkviliðinu og hafa sumir verið þar síðan fyrir gos, þannig að ekki virðist mikil hreyfing á fólki þar. Elías sagði, að í gosinu á sínum tíma hefði skapast agi, sem enn eymdi af hjá mönn- um hér og væri hann af hinu góða. Mætingar á æfingar væru yfirleitt góðar og menn sinntu þessu af alvöru og legðu sig fram í hvívetna. Tækjakostur slökkviliðsins er með þeim betri sem völ er á í landinu og nefndi Elías m.a. loftþjöppu, sem notuð væri til að fylla súrefniskúta, en það gerir það að verkum, að menn æfa sig mun meira í reykköfun en annars væri, ef senda þyrfti tækin eitthvert annað til áfyllingar. Innan tíðar mun slökkvi- liðinu berast í hendur 500 m af nýjum slöngum úr mun Haraldur Guðnason hafði samband við okkur á Fréttum. Vildi hann koma á framfæri athugasemd við orðalag í grein Eyverja um Ferðaklúbb sinn í síðustu Fréttum. Er þar talað um að fara í „pakkaferðir“ til Reykjavíkur, hvað sem það nú þýddi. Reyndar væri þetta orð mikið notað, en væri vægast sagt hæpin íslenska. Þá fannst honum það skondið að tala um Ferðaklúbb Ey- verja, sem „ópólitískt batt- ery“. Það væri nánast óskiljanleg íslenska. Sem gamall Landeyingur vildi Haraldur leiðrétta það sem kom fram í fréttinni „Gefið vinnufrið“. Þar var betra efni, en þær slöngur sem voru fyrir eru úr, en þær eru úr striga og hættir til að fúna. Nýju slöngurnar eru hinsvegar úr plastefni og mun þolnara en þær koma í stað slangna sem Foxararnir eyði- lögðu hér á sínum tíma. Þá er stefna slökkviliðsins aðl verða sér úti um hreinsi- tæki, sem gera viðskilnað þeirra á brunastað snyrtilegri en gengur og gerist. talað um að rafstrengurinn lægi um Krosssand. Strengur- inn liggur um Landeyjasand. Hinsvegar væri Krosssandur, sandurinn neðan við bæinn Kross í Landeyjum, og væri hann 120 faðma langur. Það er vissulega á því mikil þörf, að rituðu máli sé veitt aðhald. Alls kyns orðskrípi og rangar beygingar orða er nokkuð, sem alltof oft sést á prenti. Er okkur því þökk í því að athugasemdir sem þessar séu gerðar, að maður tali nú ekki um þegar farið er með rangar staðhæfingar. $£Aóif£AMiiLL Af orðskrípum og söndum Barnaverndarmál Samþykkt bæjarstjórnar Vestmanna- eyja um að félagsmálaráð fari með barna- verndunarmál öðlist gildi að loknum næstu bæjarstjórnarkosningum sbr. auglýsingu Félags- málaráðuneytisins 12. desember 1984. Barnaverndarnefnd fer því með forræðismál o.fl. til þess tíma, skv. samþykktri verkaskiptingu milli félagsmálaráðs og barnaverndarnefndar. Bæjarstjóri. Atvinna Laus er hálf staða við leikskólann Sóla (fyrir hádegi) frá 15. febrúar 1985. Laus er staða við ræstingu á leikskólanum Kirkjugerði frá 1. febrúar 1985. Umsóknarfrestur er til 22. janúar 1985. Umsókn- um skal skila til skrifstofu Félagsmálaráðs Ráðhús- inu. Félagsmálaráð. Vetrarstarf aldraðra jan - maí 1985 Hraunbúðum Fimmtud. 24. jan........skemmtun eldri borgara Fimmtud. 31. jan. kl. 20 ...............Eygló Fimmtud. 7. feb. kl. 15.30 ..... Kvenfél. Líkn Fimmtud. 14. feb. kl. 20 ...............J.C. Fimmtud. 21. feb. kl. 15.30 ....Kvenffél. Líkn Fimmtud. 28. feb. kl. 20 ....... Félagsm.ráð Fimmtud. 7. mar. kl. 15.30...... Kvenfél. Líkn Fimmtud. 14. mar. kl. 20........Knattsp.fél. Týr Fimmtud. 21. mar. kl. 15.30.....Kvenfél. Eygló Fimmtud. 28. mar. kl. 20............íþr.fél Þór Fimmtud. 4. apr. (skírd): Árleg heimsókn Sinawik á Hraunbúðir. Fimmtud. 11. apr. kl. 15.30 .... Kvenfél. Líkn Fimmtud. 18. apr. kl. 20........SunnaEyjarós Fimmtud. 2. maí kl. 15.30.......Kvenfél Líkn Fimmtud. 9. maí kl. 20..................J.C. Félagsmálaráð. Kvensj úkdómar- krabbameinsleit Hafsteinn Sæmundsson, kvensjúkdómalæknir, verður í Heilsugæslustöðinni dagana 31. jan. - 2. febrúar n.k. Tímapantanir í síma 1955 mánudaginn 21. janúar kl. 9.30 - 11.00 og 13.00 - 15.00. Heilsugæslustöðin. Annar vélstjóri Annan vélstjóra vantar strax á m.b. FRÁ VE 78. Má vera geðgóður. Upplýsingar í síma 1268. Saumanámskeið Fyrirhugað er að halda saumanámskeið sem hefst 21. janúar í Iðnskólanum. Leiðbeinandi verður Pála Björnsdóttir. Innritun er í síma 1436.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.