Harmonikublaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 3

Harmonikublaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 3
HARMONIKUBLAÐIÐ FRA RITSTIORN Ábyrgðarmaður: Jóhannes Jónsson Barrlundi 2 600 Akureyri Sími 462 6432, 868 3774 Netfang: johild@simnet.is Ritvinnsla: Hildur Gunnarsdóttir Prentvinnsla: Alprent Netfang: alprent@nett.is Meðal efnis • Viðtal við Ragnar Víkingsson, Hrísey • Lars Holm á íslandi • Húnaver 2002 • Þröstur Sigtryggson • Svíðþjóðarbréf • Færeyjaferð • Afmælisfagnaður Nikkolínu • Harmonikulands" mót á ísafirði Auglýsingaverð: Baksíða 1/lsíða kr. 12.000 “ l/2síða kr. 6.000 Innsíður 1/lsíða kr. 11.000 ii l/2síða kr. 6.000 l/4síða kr. 3.500 ii l/8síða kr. 2.500 smáauglýsing kr. 1.500 Fylgt úr hlaði Ágætu lesendur! Það er mér mikil ánægja að fylgja úr hlaði þessu nýja blaði sem gefið er út á vegum Sambands íslenskra harmonikuunnenda. Blaði þessu, sem fengið hefur nafnið HARM- ONIKUBLAÐIÐ, er ætlað að koma í stað blaðsins Harmonikan sem hætti göngu sinni á vordögum 2001. Af þessu tilefni vil ég þakka þeim Hilmari Hjartarsyni og Þorsteini Þor- steinssyni fyrir þann dugnað að gefa blaðið út svo lengi sem raun ber vitni. Blaðið Harm- onikan hóf göngu sína haustið 1986 og kom það reglulega út í 15 ár, alls 45 blöð. Fyrstu 10 árin sáu þeir Hilmar og Þorsteinn þáðir um útgáfuna, en Hilmar einn síðustu 5 árin. Ekki er vafi á því að útgáfa blaðsins þessi 15 ár hefur haft afgerandi árhrif á þau tengsl sem myndast hafa milli harmonikufélaga landsins. Heimildargildi blaðsins er einnig ótvírætt og mun vaxa er fram líða stundir. Við hjá Sambandi íslenskra harmonikuunnenda sem stöndum að útgáfu á nýja harm- onikublaðinu vonum að þið takið því vel, verðið dugleg að senda efni í blaðið og notfær- ið ykkur þá möguleika sem þar þjóðast. Skoðanir ykkar á öllu því sem snertir harmonik- una, velgengni hennar og möguleika í framtíðinni, eiga erindi í þetta þlað, ásamt öðru efni sem ykkur harmonikuunnendur góðir finnst að þar eigi heima. Bestu þakkir til allra þeirra sem sendu efni í blaðið og annarra sem stuðlað hafa að út- gáfu þess. Með harmonikukveðju Jóhannes Jónsson Forsíðumyndirnar Forsíðumyndirnar eru af Hafsteini Sigurðssyni og nemend- um hans í Tónlistarskóla Stykkishólms. Hafsteinn er búinn að kenna við skólann á harmoniku, tré- blásturshljóðfæri o.fl.o.fl. frá árinu 1976 að undanskildum þremur árum (1980-1983) þegar hann dvaldi f Noregi við smíðar og nám að hluta. Hann lærði þar dálítið á klarinett en er alveg sjálfmenntaður á nikkuna. í vetur er hann með 7 harmonikunem- endur, 5 þverflautunemendur, 3 nemendur á alt-flautu og 1 nemanda á klarinett. Einnig kennir hann öllum í 1. bekk Grunnskólans og nokkrum úr 2. bekk á blokkflautu. Auk þess er hann með samleikstíma fyrir harm- onikurnar. Á efri mynd til hægri eru: Frá vinstri: Baldur Ragnars Guðjónsson, Mattías Amar Þorgrímsson, Olga Árnadóttir og nýjasti meðlimurinn, Fanney Sumarliðadóttir. Þessi hópur hefur æft og spilað saman undanfarin 5 ár ásamt kennara sínum, nema Fann- ey sem hefur verið með í tvö ár. Á efri mynd til vinstri eru: Frá vinstri: Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir og Dagný Elísa Þorsteinsdóttir. Hrafnhildur er á öðru ári í náminu og Dagný á því fyrsta. í vetur hafa þær líka æft samleik ásamt kennara sínum og byrja f harmonikusveitinni næsta haust. Á neðri myndinni eru: í fremri röð frá vinstri: Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir og Dagný Elísa Þorsteinsdóttir. í aftari röð frá vinstri: Baldur Ragnars Guðjónsson, Mattías Arn- ar Þorgrímsson, Erna Rut Kristjánsdóttir, Fanney Sumarliðadóttir og Olga Árnadóttir. Á myndinni í miðjunni er: Hafsteinn Sigurðsson kennari. Til sölu DÍATÓNÍSK HARMONiKA, „VIENER“, 1 vandaðri tösku. Verð kr 40 þús. Uppl. hjá ÓlaTh 1 síma 482 1659. Netfang: oligyda@simnet.is Til SÖIU EÐALHLJÓÐFÆRI, MENGASCINI hnappaharmonika, 96 bassa, 81 nóta, 5 skiptingar í diskant, 2 í bassa. Mjög lítið notuð. Ákaflega vel með farin. Verð: 300 þús. (Kostar ný um þessar mundir um 400 þús.) Uppl. hjá Óla Th. I síma 482 1659. Netfang: oligyda@simnet.is E9T

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.