Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2013, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 27.06.2013, Qupperneq 40
KYNNING − AUGLÝSINGKonur á besta aldri FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 20138 EIN ÁHRIFAMESTA KONA HEIMS Saga spjallþáttadrottningarinnar Opruh Winfrey er ótrúleg. Hún ólst upp hjá einstæðri, fátækri móður í Mississippi og upplifði ýmislegt misjafnt í æsku. Hún var misnotuð og eignaðist barn fjórtán ára gömul en missti það fljótlega eftir fæðingu. Eftir að hún flutti til föður síns í Tennessee fékk hún vinnu í útvarpi og ekki löngu síðar fékk hún sinn eigin spjallþátt í sjónvarpi. Mannleg framkoma Opruh dró fólk að skjánum, auk þess sem hún var aldrei feimin við að fjalla um óþægileg málefni. Ferill Opruh hefur verið engu líkur. Spjallþættir hennar urðu geysivinsælir en sem dæmi má nefna að þátturinn þar sem Oprah tók viðtal við Michael Jackson fékk fjórða mesta sjónvarps- áhorf sögunnar á sínum tíma. Oprah er talin vera ríkasta kona Bandaríkjanna af afrískum uppruna og um tíma var hún eini svarti milljarðamæringurinn í Bandaríkjunum. Áhrif hennar ná langt út fyrir sjónvarpið, sem sýnir sig til að mynda í því að stuðningur hennar við Barack Obama í kosningabaráttu hans er talin hafa skilað honum einni milljón atkvæða. EIN VALDAMESTA KONA FYRR OG SÍÐAR Katrín mikla er ein af fáum konum síðustu alda sem fjallað er um í sögubókunum. Hún leiddi ríki sem keisaraynja í Rússlandi í 34 ár, frá 1764 til dauðadags. Hún tók við af Pétri manni sínum sem var myrtur. Katrín gerði gríðarlega mikið fyrir Rússland á þeim tíma sem hún réð ríkjum. Hún stækkaði landamæri landsins til suðurs og vesturs og var fyrst til að færa landamærin að Svartahafi. Hún lét hefja framleiðslu á rússneskum pappírspening. Hermitage-safnið í Sankti Péturs- borg var í fyrstu byggt á eignum í hennar eigu áður en það var stækk- að. Katrín leit mikið til vesturs þegar kom að tækninýjungum, menntun og menningu en þannig náði hún að nútímavæða Rússland sem hafði orðið eftir á í þróun. Keisaraynjan var þekkt fyrir að vera mikil kynvera og átti sér marga elskendur yfir árin. Það er óhætt að segja að þessi kraftmikla kona sé ein af valdamestu konum sögunnar. EKKI LEYFA STRESSINU AÐ NÁ TÖKUM Á ÞÉR Það getur verið alltof auðvelt að gleyma sér í áhyggjum og stressi. Í nútímasamfélagi eru gerðar miklar kröfur til kvenna. Þær verða að standa sig í vinnu, vera fullkomnar eiginkonur, fyrirmyndarmæður og svo þurfa þær að líta vel út. Allt þetta getur leitt til streitu með misalvarlegum afleiðingum. Algengt er að konur fái hárlos auk þess sem streita getur flýtt því að hárið gráni og þynnist. Meltingartruflanir geta einnig stafað af streitu, hvort sem það eru uppköst, niðurgangur eða harðlífi. Þegar mikið er að gera í lífinu er ýmislegt hægt að gera til þess að minnka eða koma í veg fyrir stress. Að hugleiða er góð leið til að róa taugarnar. Ekki er nauðsynlegt að gera það í indíánastellingu á jógadýnu því jafn gott getur verið að fara út í göngutúr, kíkja í sund eða prjóna. Öndunaræfingar geta komið að gagni þegar stressið stendur sem hæst. Þær róa taugarnar og auðveld- ara er að ná aftur einbeitingu. Mikilvægt er að leyfa stressinu ekki að ná tökum á lífinu. Smá tími fyrir sjálfan sig á dag gerir mikið fyrir líkamann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.