Fréttablaðið - 04.10.2013, Page 10

Fréttablaðið - 04.10.2013, Page 10
4. október 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 ÞRÓUNARSAMVINNA „Ég var bara heppin. Ég hefði getað flosnað upp úr námi eins og margar skóla- systur mínar ef faðir minn hefði ekki lagt mikla áherslu á að við systkinin hlytum góða menntun. Það var mjög óvenjulegt.“ Þetta segir Anjimile Oponyo, ráðuneyt- isstjóri menntamálaráðuneyt- is Malaví í Afríku, sem kom til Íslands í tengslum við átaksviku frjálsra félagasamtaka og Þróun- arsamvinnustofnunar Íslands um mikilvægi og gildi þróunarsam- vinnu. Oponyo hlaut skólastyrk frá Alþjóðabankanum til framhalds- náms í kennslufræðum í Banda- ríkjunum. „Menntunin hefur bjargað lífi mínu. Vegna hennar hef ég sjálf getað tekið ákvarð- anir sem varða mitt líf. Ég vildi óska þess að allar stúlkur í Malaví hefðu kost á því sama og ég hafði.“ Hún telur að um fjórðungur allra stúlkna í Malaví fái ekki eðlilega skólagöngu. „Sumar koma ekki í skóla fyrr en þær eru orðn- ar tíu ára og hætta um 14 til 15 ára gamlar þegar þær eru látnar ganga í hjónaband. Aðrar verða að hætta vegna þess að þær hafa misst foreldra sína úr til dæmis alnæmi og verða að sjá um sig sjálfar og systkini sín. Fjölmörg dæmi eru um að foreldrar láti ekki stúlkur fara í skóla vegna þess hversu langar vegalengd- ir þær þurfa að fara gangandi. Skólarnir sem Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands hefur aðstoðað við að koma upp í Mangochi-héraði í Malaví hafa gert mörgum kleift að sækja sér menntun. Með því að byggja víða komast fleiri í skóla.“ Að sögn Oponyo eru dæmi um að 150 börn séu saman í kennslu- sal á fyrstu stigum grunnskólans. Á síðustu stigum grunnskólans og fyrstu stigum framhaldsskóla kemur fyrir að um 300 nemend- ur séu saman í kennslusal í 1.000 nemenda skóla. „Ég var í heim- sókn í grunnskóla hér og þar voru 15 börn í bekknum og þau höfðu alls kyns kennslugögn sem okkur skortir sárlega. Heima í Malaví er ekki hægt að sjá öllum fyrir kennslugögnum þannig að sum barnanna þurfa að deila þeim með öðrum. Hér hef ég séð hvern- ig skólastarf getur virkað vel ef nægar kennslustofur og skólagögn eru fyrir hendi.“ Sú leið sem Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands hefur valið til að aðstoða heimamenn í Malaví hefur fyllt þá sjálfstrausti, að því er Oponyo greinir frá. „Stofnunin hefur spurt um þarfir okkar og svo gefið okkur tækifæri til þess að stýra sjálf verkefnum. Það hefur jákvæð áhrif á heimamenn, þeir verða ánægðir og finna hvers þeir eru megnugir.“ Oponyo telur að mögulega hafi stutt skólaganga föður hennar, sem var lögreglumaður og tónlist- armaður, átt sinn þátt í því að hann hvatti börnin sín, fjórar stúlkur og einn son, til að ganga mennta- veginn. Elsta systir hennar, Joyce Banda, er nú forseti Malaví. ibs@frettabladid.is Ein af hverjum fjóruum í Malaví fær ekki menntun Unglingsstúlkur giftast og hætta námi. Aðrar verða að sinna systkinum vegna andláts foreldra. Of langar vega- lengdir koma einnig í veg fyrir skólagöngu. Aðstoð Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hefur tryggt menntun margra barna í Malaví. Ráðuneytisstjóri menntamála var í heimsókn hér á landi í vikunni. Tæplega 90 prósent Íslendinga vilja óbreytt eða aukin framlög til alþjóð- legrar þróunarsamvinnu. Átta af hverjum tíu Íslendingum eru hlynntir því að íslensk stjórnvöld taki þátt í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og litlu færri eru sammála því að þróunarsamvinna hjálpi til í baráttunni gegn fátækt í þróunarríkjum. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar á vegum utanríkisráðu- neytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Könnunin náði til 1.600 Íslendinga. Heimild: Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Níu af tíu vilja aukin framlög UMHVERFISMÁL Landsvirkjun ætlar að breyta farvegi Lagar- fljóts svo það renni ekki norður að Fögruhlíðará í Jökulsárhlíð. Frá því vatnsmagn jókst í Lagarfljóti vegna innstreymis frá Kárahnjúkavirkjun hefur ós árinnar grafið sig æ nær Fögru- hlíðará sem er þekkt sjóbleikju- paradís. Bæjarstjórn Fljótsdals- héraðs segist fagna áformum Landsvirkjunar og hvetur fyrir- tækið til áframhaldandi samráðs við landeigendur, skipulagsyfir- völd og aðra hagsmunaaðila um framkvæmd verksins. - gar Afstýra náttúruspjöllum: Ósi Lagarfljóts beint til suðurs VERSLUN Eftirlit í versluninni Kosti á Dalvegi á mánudag leiddi í ljós að þar er unnið samkvæmt sérstakri úrbótaáætlun sem Kost- ur lagði fram í byrjun september. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á mánudag íhugaði Heilbrigðis- eftirlit Hafnarfjarðar- og Kópa- vogssvæðis að loka fyrir starf- semi Kosts þar sem ekki væri farið eftir reglum um vörumerk- ingar í versluninni. - gar Eftirlit með merkingum: Allt samkvæmt áætlun í Kosti Í KOSTI Lagði fram úrbótaáætlun um merkingar vöru. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VÍB styður Víking Heiðar Ólafsson til góðra verka. FAGMENNSKA SKILAR ÁRANGRI SEGIR MENNTUNINA HAFA BJARGAÐ LÍFI SÍNU Anjimile Oposnyo ráðuneytis- stjóri í Malaví náði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.