Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 26
2 ÍSLENSKT GRÆNMETIVOR 2014 Þ að er mjög ánægjulegt að sjá niðurstöður í nýrri könnun Capacent um viðhorfs til íslensks grænmetis. Könnunin var gerð í vor. Tæplega 95 prósent landsmanna eru jákvæð í garð grænmetisbænda sem er mjög ánægjuleg niðurstaða. Meirihluti landsmanna telur íslenska grænmetið bragðgott og ferskt og einnig nauðsynlegt að vita uppruna grænmetis. Það er einnig athyglisvert að fram kemur í könnuninni að nærri 40 prósent segjast vilja enn skýrari merkingar á grænmetinu. Þetta er áhugavert í ljósi þess að grænmetisbændur hafa oft kvartað undan því að sérstakir grænir kassar sem ætlaðir eru undir íslenskt grænmeti í lausu eru notaðir undir innflutt grænmeti. Þessu verður að breyta þannig að neytendur geti treyst því hvaðan grænmetið kemur. Neytendur standa þétt við bakið á garðyrkjubændum ef marka má könnun Capacent. Þá er einnig ljóst samkvæmt könnuninni að fólk styður kröfu grænmetisbænda um lækkað raforkuverð, eða 87 prósent þeirra sem spurðir voru. Það er gott að finna stuðning landsmanna og hvetur garðyrkjubændur til að gera enn betur og auka fjölbreyttni. Aldrei hafa komið á markað jafn margar tegundir af íslensku grænmeti og í vor. Berjaræktun hefur aukist og nú er svo komið að garðyrkjubændur senda jarðarber og hindber á markaðinn frá því snemma vors og fram á haust. Úrval af tómatvörum úr íslenskum tómötum er nú komið á markaðinn og hafa viðtökur verið mjög góðar. Mjög var vandað til verka við framleiðsluna og nú er fáanleg tómatsósa, pastasósa og tómatgrunnur úr íslenskum tómötum. En við höfum einnig unnið vöru úr íslensku gúrkunum, sýrðar gúrkur og gúrkurelish. Lögð hefur verið rækt við að fá góðar uppskriftir sem henta vel íslenska grænmetinu. Í þessu blaði eru úrvalsuppskriftir úr nýju tómatvörunum eftir listakokka. Það er notalegt að finna það að garðyrkjubændur og landsmenn eru saman í liði og stefnan er sú að gera enn betur og auka úrvalið enn meira á næstu árum. Saman í liði Nú er hægt að fá þrjár gerðir af tómatvörum úr íslenskum tómötum í verslunum. Þetta er í fyrsta sinn sem tómatvörur eru settar á markað úr íslenskum tómötum. Mikil þróunarvinna hefur átt sér stað undanfarna mánuði og nú er afraksturinn kominn í ljós. Nú eru þrjár gerðir af tómatvörum fáanlegar í verslunum, tómatsósa, tómatgrunnur og tómatpastasósa. TÓMATSÓSA Tómatsósan sem nú er komin í verslanir er ólík öllum þeim sem þar eru fyrir. Hún er eingöngu úr íslenskum tómötum og engu öðru er bætt í hana nema auðvitað kryddum. Þeir eru soðnir niður og þá nær sósan réttri þykkt en við suðuna gufar hluti af vatninu upp, þannig að í 100 g af tómatsósu eru 160 g af tómötum. Síðan er sósan siktuð til að skilja frá hýði og fræ. Sósan hefur grófari áferð en flestar aðrar sósur og það helgast af aðferðinni sem er notuð. Tómatsósan er einstaklega bragðgóð enda var yngsta kynslóðin höfð í huga við gerð hennar. Umbúðirnar eru nettar og handhægar. Þyngdin er 460 g. Ráðlegt er að geyma hana í ísskáp eftir að flaskan hefur verið opnuð. TÓMAT PASTASÓSA Tómat pastasósan er eins og nafnið bendir til ætluð með pasta en einnig er hægt að nota hana t.d. á pizzu, í lasagne eða í alls konar rétti sem í eru tómatar. Tómatarnir eru soðnir þar til þeir þykkna, en í 100g. af pastasósu eru 110g. af tómötum. Síðan eru fræ og hýði siktað frá og tómatarnir hakkaðir. Pastasósan ber keim af basiliku og hvítlauk sem eru vinsælustu kryddin þegar pastasósur eru annars vegnar. Þyngdin er 390 g. TÓMATGRUNNUR Í tómatgrunninum eru auðvitað íslenskir tómatar og ef það er hægt að tala um hreina vöru þá er það í þessu tilfelli. Í tómatgrunni eru eingöngu íslenskir tómatar og ekkert annað. Þeir eru soðnir niður þar til grunnurinn nær réttri þykkt og því eru í 100 g. af grunni 110 g. af tómötum. Nafnið tómatgrunnur var valið vegna þess að þetta er góður grunnur í þína eigin uppskrift af súpu eða sósu eða öðrum mat sem krefst tómata. Kryddaðu að vild og þú ert komin með úrvals grunn í matargerðina. Þyngdin er 380g. Upplagt er að nota krukkurnar eftir að þær hafa verið tæmdar og nýta þær áfram fyrir heimatilbúin matvæli. SÝRÐAR GÚRKUR Þessi frábæra afurð er unnin úr íslenskum gúrkum. Sýrðar gúrkur eru góðar með öllum mat t.d. kjöti, kjötbollum og fiski og gjarnan notaðar með smurbrauði. Í kryddleginum er m.a. sinnepsfræ, kóriander, dill og pipar sem gefur einstaklega gott bragð. Þyngdin er 400 g. þar af gúrkur 250 g. GÚRKU RELISH Relish er upprunnið á Indlandi en þar gerðu menn það til að geta nýtt og geymt grænmeti betur. Þaðan barst kunnáttan til Bretlands og til Evrópulanda. Relish er í miklu uppáhalda hjá Bandaríkjamönnum sem nota það með flestum réttum en sérstaklega með hamborgurum og grilluðum mat. Íslenskt gúrku relish, sem nú er komið á markað er unnið úr íslenskum gúrkum, íslenskri papriku og góðu kryddi. Gúrku relish hefur verið aðlagað að íslenskum bragðlaukum. Það er framleitt fyrir Sölufélag garðyrkjumanna af GEO matvælum í Hveragerði. Notaður er jarðhiti við framleiðsluna. Þyngdin er 410 g. Það er gott að finna stuðning landsmanna og hvetur garð- yrkjubændur til að gera enn betur og auka fjölbreyttni. ... Mikil þróunarvinna hefur átt sér stað undanfarna mánuði og nú er afraksturinn kominn í ljós ... Útgefandi: Sölufélag garðyrkjumanna Ábyrgðarmaður: Kristín Linda Sveinsdóttir kristin@sfg.is Myndir: Hari Umbrot: Jón Óskar/Grái kötturinn jonoskarin@gmail.com Umsjón með útgáfu: Katrín Pálsdóttir katrin@sfg.is islenskt.is Kíktu inn á nýju heimasíðuna okkar islenskt.is og á fésbókina okkar facebook.com/islenskt.is Tómatvörur úr íslenskum tómötum Tómatbaka – ljúffeng og góð 200 g hveiti 90 g smjör, skorið í bita 1 egg 3 msk sýrður rjómi (helst 36%) eða rjómi 1 msk dijon-sinnep 8 tómatar, vel þroskaðir nýmalaður pipar salt nokkrar greinar af fersku timjani Hveiti og smjör sett í matvinnnsluvél og hún látin ganga smástund. Egginu bætt út í og vélin látin ganga þar til unnt er að hnoða deigið saman. Svolitlu hveiti bætt við ef deigið er of lint, köldu vatni ef það er of stíft. Vafið í plast og kælt í Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI Kristín Linda Sveinsdóttir Markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna kristin@sfg.is hálftíma. Ofninn hitaður í 180°C. Deigið er svo flatt þunnt út (gott að breiða bökunarpappír undir og fletja það út á honum), lagt yfir meðalstórt bökuform eða lausbotna form, þrýst létt niður og barmarnir snyrtir. Sýrðum rjóma og sinnepi blandað saman og smurt á botninn. Tómatarnir helmingaðir, fræin skafin úr þeim með teskeið og þeir síðan skornir í sneiðar eða geira sem raðað er á bökubotninn. Kryddað með pipar og salti, blöðin strokin af timjangreinunum og dreift yfir, og bakað í 40-45 mínútur, eða þar til tómatarnir eru byrjaðir að taka lit. Nanna Rögnvaldardóttir Tómata trönuberjasafi! Góður fyrir hjartað Djúsa 8 tómata ásamt ferskum engifer ca 2 cm og 4 stönglum og blöðum af myntu . Hræra síðan ½ glasi af trönuberjasafa saman við... Helga Mogensen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.