Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 15. maí 2014 | LÍFIÐ | 31 „Við heyrðum af hugmyndinni fyrir mörgum árum og fannst þetta rosa- lega sniðugt. Fyrir rúmu ári ákváð- um við svo bara að keyra á þetta, enda er þetta frábær lausn fyrir Íslendinga sem vinna margir hverj- ir mjög mikið,“ segir Valur Her- mannsson sem rekur Eldum rétt, en fyrirtækið sérhæfir sig í að útbúa matarpakka með fersku hráefni sem síðan er keyrt heim að dyrum. „Það eina sem fólk þarf að gera er að matreiða úr hráefninu en við leggjum allt til nema olíu, mjólk, smjör, salt og pipar,“ segir Valur. Hann segir að fyrirtæki eins og Eldum rétt hafi sprottið upp víða í hinum vestræna heimi undanfarin ár. „Fólk er alltaf svo upptekið nú til dags. Með þessu fyrirkomu- lagi getur fólk eldað eitthvað nýtt og spennandi reglulega, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af mat- arinnkaupunum,“ segir hann og bætir við að með hráefninu fylgi matreiðsluleiðbeiningar en rétt- irnir eru ýmist hugsaðir fyrir tvo eða fjóra. Nánari umfjöllun um uppskrift- ir og næringarinnihald má finna á vefsíðunni eldumrett.is. - ka Kaupa inn fyrir þá uppteknu Fyrirtækið Eldum rétt keyrir sérútbúna matarpakka með fersku hráefni beint heim að dyrum. Uppteknir Íslendingar geta auðveldað sér matargerðina. GÓÐUR HÓPUR Þessi hópur ætlar að einfalda matargerð landans. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Leikkonan Jennifer Lawrence segir að hún eigi ekki skilið að hafa verið krýnd kynþokkafyllsta kona heims af tímaritinu FHM. Á listanum skákaði hún konum á borð við Rihönnu, Beyoncé, Tayl- or Swift og Kaley Cuoco. „Ég veit sannleikann. Ég veit að Beyoncé er drottning heims- ins,“ segir Jennifer í viðtali við Entertainment Tonight. Meðleikarar Jennifer í X-Men- myndunum eru hins vegar sam- mála um að Jennifer sé kyn- þokkafyllst og kallaði Hugh Jackman hana meðal annars undraverða. - lkg Ekki kyn- þokkafyllst HÓGVÆR Jennifer telur sig ekki kynþokkafyllstu konu heims. Leikkonan Angelina Jolie segir í viðtali við tímaritið People að hún og unnusti hennar, leikarinn Brad Pitt, séu byrjuð að plana brúðkaup sitt. „Við erum búin að ræða þetta við börnin og hvernig þau hafa ímyndað sér að þetta verði. Það er nánast óeðlilegt hvernig börn ímynda sér brúðkaup. Þau verða, á sinn hátt, brúðkaupsskipuleggj- endur,“ segir Angelina en þau Brad eiga börnin Maddox, tólf ára, Pax, tíu ára, Zahara, níu ára, Shiloh, sjö ára og tvíburana Knox og Vivienne, fimm ára. „Þetta verður annaðhvort Dis- ney eða paintball,“ bætir Angel- ina við. - lkg Börnin hjálpa til Með þessu fyrir- komulagi getur fólk eldað eitthvað nýtt og spennandi reglulega. Valur Hermannsson NÓG AÐ GERA Angelina og Brad plana brúðkaup. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Dagskrá: 13:30 -14:15 Gleði og grill fyrir nemendur í þriggja vikna verkefnum - í portinu við vélsmiðjuna 14:15 -15:15 Uppskeruhátíð þriggja vikna námskeiða tækni- og verkfræðideildar HR - ALLIR VELKOMNIR! Nemendur sýna verkefni sín, innandyra sem utan. • Sjálfráður iðnróbot í fullu fjöri. Stofa V207. • Sjálfvirkur kafbátur leikur listir sínar í Djúpinu. Kafbáturinn verður framlag HR í alþjóðlegri keppni í San Diego í sumar. • Tölvustudd hönnun og smíði á tvíhjóla kerru til að draga bíla og flytja rúllubagga. Stofa V104. • Tölvustudd hönnun og smíði á fótstignu fjórhjóli. Stofa V118. • Frá bensíni yfir í rafmagn - rafbílaverkefni HR. Stofa V117. • Lokahönnun og smíði á gufuvél. Stofur V117 og V106. • Endurhönnun á vind- og sólarorkuveri. Rauða húsið á lóð HR. • Hittu í mark - rafræna handboltamarkið e-Goal mælir hraða, kraft og nákvæmni boltans með Arduino. Við stofu V114. • Eftirlitskerfi fyrir ungabörn sem byggir á Raspberry Pi og myndavél. Stofa M113. • Háspennulínur og jarðstrengir. Stofa V103. • Flutningsgeta jarðstrengja. Stofa V103. • Snjallnet. Stofa V103. • Rafmagnsmótor öðlast nýtt líf. Stofa V207. • Ómannaðar flugvélar. Á ganginum við mötuneytið. • Vængir og loftbólur. Stofa V117. • Veðurhjúpurinn - hönnun, framkvæmd, reynsla - skoðun á nýlegum skólabyggingum. Stofa V111. • Burðarvirkjahönnun húsbygginga. Stofa V112. • Tölvustudd hönnun og álagsprófun á álbitum. Stofa V116. • Talandi róbot með sónar-sjón. Stofa V110. • Eldflaugin Mjölnir. Stofa V114. • Vöruþróun frá upphafi til enda - opnar kynningar á verkefnum nemenda. Stofa V107. • Verkefnastjórnun, leiðin til árangurs - opnar kynningar á verkefnum nemenda. Stofa V105. TÆKNIDAGUR TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILDAR HR Föstudaginn 16. maí í Háskólanum í Reykjavík Gestum og gangandi er boðið að koma og kynna sér afrakstur verklegra og hagnýtra námskeiða og það öfluga starf sem unnið er í tækni- og verkfræðideild HR. Sérstakir boðsgestir Tæknidags eru afmælisárgangar tæknifræðinga. haskolinnireykjavik #haskolinnrvk 15:15 -16:00 Stofa V102 Viðurkenningar fyrir bestu lokaverkefni í tæknifræði - ALLIR VELKOMNIR! Ari Kristinn Jónsson, rektor, býður gesti velkomna í stofu V102 og ávarpar afmælisárganga. Önundur Jónasson, formaður Tæknifræðingafélags Íslands, veitir viðurkenningar fyrir framúrskarandi lokaverkefni. Nemendur sem hljóta viðurkenningar kynna lokaverkefni sín. • Fjaðurstuðull steinsteypu. Þórdís Björnsdóttir. • Aukið rekstraröryggi íslenska raforkukerfisins með kvikri álagsstjórnun Norðuráls. Gunnar Ingi Valdimarsson. • Hönnun hreinsistöðvar fyrir reykköfunartæki. Birgir Þór Guðbrandsson. 16:00 Opni háskólinn í HR á 2.hæð. Móttaka fyrir afmælisárganga úr tæknifræði, tæknifræðinema og kennara. Guðrún A. Sævarsdóttir, deildarforseti, býður gesti velkomna. Fulltrúi afmælisárganga ávarpar gesti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.