Fréttablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 1. september 2014 | SKOÐUN | 17 Sigurður G. Guðjónsson lögfræð- ingur og Elliði Vignisson bæjar- stjóri í Eyjum halda því fram að Guðmundur Kristjánsson útgerð- armaður kenndur við Brim hafi látið Reyni Traustason hafa fé í rekstur DV gegn því að blaðið myndi draga taum hans í deilum um Vinnslustöðina í Vestmanna- eyjum. Reynir viðurkennir lán- veitinguna en segir að umfjöll- un blaðamannanna um málefni Vinnslustöðvarinnar hafi verið skrifuð út frá sömu sjónarmið- um og önnur umfjöllun blaðsins og Guðmundur hafi ekki reynt að hafa áhrif á skrif blaðsins. Þetta rýrir orðspor DV. Svona fyrirgreiðsla hefði átt að koma fram opinberlega og hún er til þess fallin að vekja efasemdir um blaðið. Þagnarritun En hvernig svo sem málið er vaxið breytir það engu um fram- göngu Sigurðar G. Guðjónsson- ar. Hann er lögmaður ýmissa manna sem hafa verið til rann- sóknar hjá Sérstökum saksókn- ara vegna viðskiptahátta sinna. Ef ekki hefði verið fyrir DV og þrákelkni blaðsins myndi almenningur lítið vita um marg- háttuð bókhaldsævintýri þessara manna – að ógleymdu lekamál- inu. Sigurður G. er beinlínis að reyna að nota afl peninganna til þess að þagga niður í þessu blaði. Afskipti hans af DV eru ekki til komin vegna áhuga á fjölmiðlum heldur er þetta hluti af verjenda- störfum hans. Fyrir nokkrum árum hafði Björgólfur Thor Björgólfsson uppi orð um að kaupa DV til þess að leggja það niður vegna þess að honum sárnuðu skrif blaðsins um fólk honum nákomið. Þetta þótti fjarstæðukennt og vakti almenna hneykslun og kannski var honum ekki full alvara – að minnsta kosti varð ekkert úr þessum áformum. Nú fara þeir Björn Leifsson og Sigurður G. Guðjónsson hins vegar fram í fullri alvöru og fyrir opnum tjöldum með sams konar ráða- gerðir. Þeir hyggjast kaupa blað- ið til þess að þagga niður í því. Þeir ætla ekki að gefa út blað. Þeir ætla að gefa út þögn. Þeir vilja þagnarritara. Eiga fjölmiðlamenn að stjórna því sem í fjölmiðlum birtist frek- ar en fólkið sem greiðir þeim laun, eigendurnir? Já, reyndar. Manneskja sem notar auð sinn til þess að gera vönduðum fjölmiðli kleift að starfa fær lítið út úr því annað en sómann. Það er að vísu allnokkuð og jafnvel eftirsóknar- vert – og raunar vandséð hvað er eftirsóknarverðara í lífinu en að hafa sóma af verkum sínum. Það þekkja þeir af biturri reynslu sem tóku þátt í viðskiptaflétt- unum á bóluárunum, að auður og afl skiptir engu máli sé orðstír- inn enginn. „Ráðgjafi lýðsins“ Skipti eigandi sér af fjölmiðli bitnar það undireins á trúverð- ugleika fjölmiðilsins. Trúverðug- leiki er verðmætasta eign fjöl- miðils: eða kannski má rifja upp orð sem vinsælt var fyrir nokkr- um árum: þetta er eins og við- skiptavild – þetta er með öðrum orðum lestrarvild. Lesendur þurfa að trúa því að blaðið segi satt og vilji segja þeim satt og ekki bara það: heldur hafi heill þeirra að leiðarljósi, vilji starfa í þágu almannahags; blaðamað- urinn hefur þar af leiðandi þá skyldu að bera sannleikanum vitni, segja frá því sem almenn- ingur þarf að vita um. Frjálsir og óháðir, upplýsandi og vand- aðir fjölmiðlar eru ein helsta grunnstoð þess að hér fái þrifist opið lýðræðissamfélag. Það hlýt- ur að vera nokkurs vert að eiga þátt í að stuðla að slíku. Jón Ólafsson ritstjóri, fyrsti nútímablaðamaður Íslendinga, sagði í grein í blaði sínu Baldri árið 1870 að blaðamaðurinn eigi að vera „ráðgjafi lýðsins“: „Köll- un blaðamannsins er […] háleit og fögur, og menn gætu sagt, eitt hið háleitasta og fegursta, sem nokkur maður getur tekið sjer fyrir hendur að starfa að. En því æðri, fegurri, helgari og háleit- ari, sem sú köllun er, því meiri vandi og ábyrgðarhluti er henni samfara.“ Allt er þetta í fullu gildi enn. Þetta gildir um Morgunblaðið og þetta gildir um DV og þetta gild- ir um Fréttablaðið. Hagsmunir eigenda þess felast í lestrarvild; að gera áhugavert blað, sem í senn er fræðandi og ánægjuleg- ur félagsskapur. Fái lesendur á tilfinninguna að blaðið hlífi því fólki sem á fyrirtækið bitnar það um leið á lestrarvildinni. Líka hitt ef fólk fær á tilfinninguna að blaðamenn og ritstjórar búi við einhvers konar annarlegt eftir- lit. Eigendur blaðsins koma víða við í umsvifum og þurfa að una því að blaðamenn og fréttamenn vinni sína vinnu með sannleik- ann að leiðarljósi. Hvers vegna að eiga blað ef maður má svo ekkert beita sér? Vegna þess að um leið og maður beitir sér verður eignin ónýt. Og láti maður alvöru blaða- mönnum það eftir að búa til blað- ið stuðlar maður að heilbrigð- ara og betra samfélagi, sem á að vera það afl sem knýr athafna- fólk áfram. Og þá hefur maður af því sóma. Það eru til verri fjárfestingar en það. Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. HEYRNARSTÖ‹IN Lestrarvild Við erum sannarlega á leið upp úr hjólför- unum. Það sjáum við ekki hvað síst í atvinnumál- unum. Á síðasta ári fjölgaði fólki í störfum á vinnu- markaðnum verulega, eða um 6.000 samanborðið við árið 2012. Í ár höfum við séð sömu þróun. Á fyrsta ársfjórðungi 2014 voru að jafnaði um 3.500 fleiri starfandi en á sama fjórðungi 2013. OECD er bjartsýnt fyrir okkar hönd og spáir 4,2% atvinnuleysi á næsta ári, þremur prósentum minna en almennt gerist í OECD ríkjunum. Það er vel skiljanlegt þegar horft er til þess að í maí 2014 voru aðeins Japan, Kórea og Austurríki með minna atvinnuleysi en við samkvæmt OECD. Við, Mexíkó og Þýskaland vorum svo saman með 4. minnsta atvinnuleysið af OECD ríkjunum. Góðar fréttir úr atvinnulífinu gefa svo ástæðu til enn frekari bjartsýni. Blog.pressan.is/eyglohardar/ Eygló Harðardóttir AF NETINU Upp úr hjólförunum Save the Children á Íslandi Í DAG Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Hvers vegna að eiga blað ef maður má svo ekkert beita sér? Vegna þess að um leið og maður beitir sér verður eignin ónýt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.