Fréttablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 6
1. september 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 VELFERÐARMÁL Síðastliðið vor var farið af stað með meðferðar- tilboð fyrir konur sem eru ger- endur heimilisofbeldis. Meðferð- in er í boði hjá átakinu Karlar til ábyrgðar, sem hingað til hefur verið sérhæft meðferðarúrræði fyrir einungis karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Tvær konur hafa komið til meðferðar og segir Andrés Ragn- arsson, sálfræðingur hjá Körlum til ábyrgðar, að líkamlegt ofbeldi sem konur beiti komi sjaldnar upp á yfirborðið. „Karlar eru líkamlega sterkari og afleiðing- ar ofbeldisins verða oft verri. Þar af leiðandi verður ofbeldið sýnilegra og gripið fyrr inn í af barnaverndaryfirvöldum eða lög- reglu.“ Þeim sem leita sér meðferðar hjá Körlum til ábyrgðar hefur fjölgað mikið. Á fyrstu átta mán- uðum þessa árs hafa fjörutíu nýir karlar sótt meðferð og 25 mál haldið áfram frá fyrra ári. Árið 2013 komu alls 45 nýir karlar í meðferð á öllu árinu og því talið að aukningin verði 20-30 prósent á milli ára. Andrés segir fjölgunina felast einkum í þremur hópum. Það séu ungir gerendur sem koma eftir eitt ofbeldistilvik og vilja strax taka á sínum vanda. Það séu fleiri tilvísanir frá barnavernd- arnefndum, ekki síst frá Suður- nesjunum þar sem mikið átak hefur verið gegn heimilisofbeldi, og í þriðja lagi komi fleiri karlar af eigin hvötum til meðferðar. „Ég tel að aukningin hjá okkur sé ekki merking um að ofbeld- ið sé að aukast heldur að aukin umræða um þessi mál og vitund- arvakningin skili sér í að fleiri leiti sér hjálpar,“ segir Andrés og bætir við að fólk sé farið að átta sig á áhrifunum sem ofbeldið hefur á börnin á heimilinu. „Afleiðingar heimilisofbeldis á börn eru mun meiri en fólk hefur gert sér grein fyrir. En nú eru bæði gerendur og makar farnir að grípa fyrr í taumana og bjóða ekki börnum sínum upp á þessar aðstæður.“ Bæði er boðið upp á einstak- lingsmeðferð og hópmeðferð fyrir gerendur ofbeldis, og er hópmeðferðin alltaf fullsetin. Einnig er öllum mökum boðið í viðtal eftir að gerandi hefur hafið meðferð. erlabjorg@frettabladid.is Karlar eru líkamlega sterkari og afleið- ingar ofbeldisins verða oft verri. Þar af leiðandi verður ofbeldið sýnilegra og gripið fyrr inn í af barnaverndaryfirvöldum eða lögreglu. Andrés Ragnarsson, sálfræðingur hjá Körlum til ábyrgðar. Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn. Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur D Y N A M O R E Y K JA V ÍK NÝ OG BE TRI HÖNNUN ! TANNBURSTAR OG TANNKREM FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI Konum sem berja karlinn sinn boðið upp á meðferð Nýlega var byrjað að bjóða upp á meðferð fyrir konur sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Fjöldi gerenda sem leita sér aðstoðar eykst með ári hverju. Mest fjölgar ungum körlum sem fara í meðferð eftir eitt tilvik. HEIMILISOFBELDI Aukin umræða um ofbeldi og afleiðingar þess á börn sem og aukið eftirlit barnaverndar og lögreglu hefur skilað sér í því að fleiri gerendur leita sér hjálpar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FERÐAÞJÓNUSTA Tæplega tvö hundr- uð samráðsfulltrúar hafa verið til- nefndir af sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum í ferðaþjónustunni til að koma að skráningu gagna- grunns. Hann er hluti af verkefni um kortlagningu á auðlindum ferða- þjónustunnar sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn á landsvísu. „Þeir tilgreina hvernig eignar- haldið er, hvernig á að komast á staðinn, hvernig aðgengið er, hvort það er salernisaðstaða þar, bílastæði og fleira,“ segir Halldór Arinbjarn- arson, upplýsingastjóri Ferðamála- stofu, spurður út í starf samráðs- fulltrúanna. Verkefnið var boðið út og var verkfræðistofan Alta með hagstæðasta tilboðið. Það hljóðaði upp á fimmtán milljónir króna og samkvæmt því þurfa fulltrúarnir, sem fá ekkert greitt fyrir vinnu sína, að vera búnir að kortleggja allt að sex þúsund staði í byrjun nóvem- ber næstkomandi. Að sögn Halldórs er niðurstaðan sú að rúmlega fimm þúsund staðir verða kannaðir og eru flestir þeirra í Húnaþingi vestra og Borgarbyggð, eða um 400 á hvorum stað. „Þetta er risastórt verkefni og það verð- ur gaman að sjá hvernig til tekst,“ segir hann. Litið er á gagnagrunninn sem fyrsta áfanga í langtímaverkefni sem snýst um að dreifa ferðamönn- um betur yfir tíma og rúm, allt árið um kring. - fb Gagnagrunnur er í vinnslu sem er hluti af verkefni um kortlagningu á auðlindum ferðaþjónustunnar: 200 fulltrúar skoða um fimm þúsund staði STROKKUR Bæði þekktir og lítt þekktir ferðamannastaðir verða hluti af gagna- grunninum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UMHVERFISMÁL Fura og fjallaþin- ur á Suðurlandi eru sviðin og ljót, að því er fram kemur á vefnum skogarbondi.is. Talsvert er um að tré hafi drep- ist en skógarbændur tóku fyrst eftir skaðanum í apríl. Sunnlenskir skógarbændur segja að vind- og þurrkskaðar séu miklir, og áberandi mestir á trjám sem standa á vindasömum stöð- um. Þar sem nýtur algjörs skjóls er skaðinn minni en oft einhver. Fleiri þættir veðurfarsins virðast því hafa áhrif. - jme Skógarskaðar á Suðurlandi: Fura og fjalla- þinur sviðin REYKJAVÍKURBORG Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir upplýsingum um það hvernig greiðslum sé háttað til þeirra sem sitja í til- teknum nefndum á vegum borg- arinnar. „Er aðeins verið að greiða fyrir fulltrúa sem hún skipar sjálf eða aðra líka?“ spyr Sveinbjörg. Meðal nefnda sem hún spyr um eru nefnd um afréttarmál í land- námi Ingólfs, úthlutunarnefnd barnabókaverðlauna, dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, ferlinefnd fatl- aðra, samráðsnefnd um málefni aldraðra og stjórn Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. - gar Spyr um nefndakostnað: Vill vita laun nefndarmanna SVEINBJÖRG BIRNA SVEINBJÖRNS- DÓTTIR Spyr um ýmsar nefndir. 1. Hver er heiðursgestur RIFF í ár? 2. Hversu margir Sýrlendingar hafa fl úið land vegna borgarastyrjaldarinnar þar í landi? 3. Hvaða þrír nýliðar eru í hópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir fyrsta leik liðsins á undankeppni EM? SVÖR 1. Breski leikstjórinn Mike Leigh 2. Þrjár milljónir manna 3. Ingvar Jónsson, Haukur Heiðar Hauksson og Hörður Björgvin Magnússon. VEISTU SVARIÐ? ofb eldismenn hafa farið í meðferð hjá Körlum til ábyrgðar frá árinu 2006. nýir karlar og 18 frá fyrra ári fóru í meðferð árið 2012. nýir karlar og 22 frá fyrra ári fóru í meðferð árið 2013. karlar hafa komið í meðferð á fyrstu átta mánuðum þessa árs og 25 frá fyrra ári. konur hafa komið í meðferð á þessu ári. 445 37 45 40 2 staðir sem verða skoðaðir í Húnaþingi vestra. 400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.