Fréttablaðið - 01.09.2014, Side 6

Fréttablaðið - 01.09.2014, Side 6
1. september 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 VELFERÐARMÁL Síðastliðið vor var farið af stað með meðferðar- tilboð fyrir konur sem eru ger- endur heimilisofbeldis. Meðferð- in er í boði hjá átakinu Karlar til ábyrgðar, sem hingað til hefur verið sérhæft meðferðarúrræði fyrir einungis karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Tvær konur hafa komið til meðferðar og segir Andrés Ragn- arsson, sálfræðingur hjá Körlum til ábyrgðar, að líkamlegt ofbeldi sem konur beiti komi sjaldnar upp á yfirborðið. „Karlar eru líkamlega sterkari og afleiðing- ar ofbeldisins verða oft verri. Þar af leiðandi verður ofbeldið sýnilegra og gripið fyrr inn í af barnaverndaryfirvöldum eða lög- reglu.“ Þeim sem leita sér meðferðar hjá Körlum til ábyrgðar hefur fjölgað mikið. Á fyrstu átta mán- uðum þessa árs hafa fjörutíu nýir karlar sótt meðferð og 25 mál haldið áfram frá fyrra ári. Árið 2013 komu alls 45 nýir karlar í meðferð á öllu árinu og því talið að aukningin verði 20-30 prósent á milli ára. Andrés segir fjölgunina felast einkum í þremur hópum. Það séu ungir gerendur sem koma eftir eitt ofbeldistilvik og vilja strax taka á sínum vanda. Það séu fleiri tilvísanir frá barnavernd- arnefndum, ekki síst frá Suður- nesjunum þar sem mikið átak hefur verið gegn heimilisofbeldi, og í þriðja lagi komi fleiri karlar af eigin hvötum til meðferðar. „Ég tel að aukningin hjá okkur sé ekki merking um að ofbeld- ið sé að aukast heldur að aukin umræða um þessi mál og vitund- arvakningin skili sér í að fleiri leiti sér hjálpar,“ segir Andrés og bætir við að fólk sé farið að átta sig á áhrifunum sem ofbeldið hefur á börnin á heimilinu. „Afleiðingar heimilisofbeldis á börn eru mun meiri en fólk hefur gert sér grein fyrir. En nú eru bæði gerendur og makar farnir að grípa fyrr í taumana og bjóða ekki börnum sínum upp á þessar aðstæður.“ Bæði er boðið upp á einstak- lingsmeðferð og hópmeðferð fyrir gerendur ofbeldis, og er hópmeðferðin alltaf fullsetin. Einnig er öllum mökum boðið í viðtal eftir að gerandi hefur hafið meðferð. erlabjorg@frettabladid.is Karlar eru líkamlega sterkari og afleið- ingar ofbeldisins verða oft verri. Þar af leiðandi verður ofbeldið sýnilegra og gripið fyrr inn í af barnaverndaryfirvöldum eða lögreglu. Andrés Ragnarsson, sálfræðingur hjá Körlum til ábyrgðar. Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn. Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur D Y N A M O R E Y K JA V ÍK NÝ OG BE TRI HÖNNUN ! TANNBURSTAR OG TANNKREM FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI Konum sem berja karlinn sinn boðið upp á meðferð Nýlega var byrjað að bjóða upp á meðferð fyrir konur sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Fjöldi gerenda sem leita sér aðstoðar eykst með ári hverju. Mest fjölgar ungum körlum sem fara í meðferð eftir eitt tilvik. HEIMILISOFBELDI Aukin umræða um ofbeldi og afleiðingar þess á börn sem og aukið eftirlit barnaverndar og lögreglu hefur skilað sér í því að fleiri gerendur leita sér hjálpar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FERÐAÞJÓNUSTA Tæplega tvö hundr- uð samráðsfulltrúar hafa verið til- nefndir af sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum í ferðaþjónustunni til að koma að skráningu gagna- grunns. Hann er hluti af verkefni um kortlagningu á auðlindum ferða- þjónustunnar sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn á landsvísu. „Þeir tilgreina hvernig eignar- haldið er, hvernig á að komast á staðinn, hvernig aðgengið er, hvort það er salernisaðstaða þar, bílastæði og fleira,“ segir Halldór Arinbjarn- arson, upplýsingastjóri Ferðamála- stofu, spurður út í starf samráðs- fulltrúanna. Verkefnið var boðið út og var verkfræðistofan Alta með hagstæðasta tilboðið. Það hljóðaði upp á fimmtán milljónir króna og samkvæmt því þurfa fulltrúarnir, sem fá ekkert greitt fyrir vinnu sína, að vera búnir að kortleggja allt að sex þúsund staði í byrjun nóvem- ber næstkomandi. Að sögn Halldórs er niðurstaðan sú að rúmlega fimm þúsund staðir verða kannaðir og eru flestir þeirra í Húnaþingi vestra og Borgarbyggð, eða um 400 á hvorum stað. „Þetta er risastórt verkefni og það verð- ur gaman að sjá hvernig til tekst,“ segir hann. Litið er á gagnagrunninn sem fyrsta áfanga í langtímaverkefni sem snýst um að dreifa ferðamönn- um betur yfir tíma og rúm, allt árið um kring. - fb Gagnagrunnur er í vinnslu sem er hluti af verkefni um kortlagningu á auðlindum ferðaþjónustunnar: 200 fulltrúar skoða um fimm þúsund staði STROKKUR Bæði þekktir og lítt þekktir ferðamannastaðir verða hluti af gagna- grunninum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UMHVERFISMÁL Fura og fjallaþin- ur á Suðurlandi eru sviðin og ljót, að því er fram kemur á vefnum skogarbondi.is. Talsvert er um að tré hafi drep- ist en skógarbændur tóku fyrst eftir skaðanum í apríl. Sunnlenskir skógarbændur segja að vind- og þurrkskaðar séu miklir, og áberandi mestir á trjám sem standa á vindasömum stöð- um. Þar sem nýtur algjörs skjóls er skaðinn minni en oft einhver. Fleiri þættir veðurfarsins virðast því hafa áhrif. - jme Skógarskaðar á Suðurlandi: Fura og fjalla- þinur sviðin REYKJAVÍKURBORG Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir upplýsingum um það hvernig greiðslum sé háttað til þeirra sem sitja í til- teknum nefndum á vegum borg- arinnar. „Er aðeins verið að greiða fyrir fulltrúa sem hún skipar sjálf eða aðra líka?“ spyr Sveinbjörg. Meðal nefnda sem hún spyr um eru nefnd um afréttarmál í land- námi Ingólfs, úthlutunarnefnd barnabókaverðlauna, dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, ferlinefnd fatl- aðra, samráðsnefnd um málefni aldraðra og stjórn Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. - gar Spyr um nefndakostnað: Vill vita laun nefndarmanna SVEINBJÖRG BIRNA SVEINBJÖRNS- DÓTTIR Spyr um ýmsar nefndir. 1. Hver er heiðursgestur RIFF í ár? 2. Hversu margir Sýrlendingar hafa fl úið land vegna borgarastyrjaldarinnar þar í landi? 3. Hvaða þrír nýliðar eru í hópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir fyrsta leik liðsins á undankeppni EM? SVÖR 1. Breski leikstjórinn Mike Leigh 2. Þrjár milljónir manna 3. Ingvar Jónsson, Haukur Heiðar Hauksson og Hörður Björgvin Magnússon. VEISTU SVARIÐ? ofb eldismenn hafa farið í meðferð hjá Körlum til ábyrgðar frá árinu 2006. nýir karlar og 18 frá fyrra ári fóru í meðferð árið 2012. nýir karlar og 22 frá fyrra ári fóru í meðferð árið 2013. karlar hafa komið í meðferð á fyrstu átta mánuðum þessa árs og 25 frá fyrra ári. konur hafa komið í meðferð á þessu ári. 445 37 45 40 2 staðir sem verða skoðaðir í Húnaþingi vestra. 400

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.