Fréttablaðið - 10.10.2014, Page 31

Fréttablaðið - 10.10.2014, Page 31
KYNNING − AUGLÝSING Yfirhafnir10. OKTÓBER 2014 FÖSTUDAGUR 3 Það er rosalega þægilegt að eiga eina svona „boyfriend“-kápu og auðvelt að dúða sig innanundir í þykka peysu. Það má líka poppa hana upp með flottum loðkraga,“ segir Stella Björt Gunnarsdóttir, verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. „Loðjakkarnir eru líka alltaf flottir en engu að síður mjög hlýir og því tilvaldir á djammið í vetur. Parka-úlpurnar eru alltaf vinsælar og koma aftur og aftur með smá breytingum á milli ára. Þær fást í miklu úrvali. Herðaslár eru svo að koma alveg nýjar inn eftir nokkurt hlé en það eru áhrif sem má rekja til Burberry. Þær fást nú í Warehouse en eru vænt- anlegar í Topshop á næstu vikum,“ upplýsir Stella. Í Karen Millen er svo alltaf hægt að ganga að klassískum og fallegum kápum úr gæðaefnum. „Þetta eru kápur sem endast í ár og áratugi og fara aldrei úr tísku.“ Stella leggur ríka áherslu á fjölbreytt úrval. „Í Warehouse erum við til dæmis með yfir 25 mismunandi gerðir af yfirhöfnum. Við erum með gott úrval af svörtum yfirhöfnum í öllum verslunum en líka af ljósum og munstruðum. Íslenskar konur eru mikið fyrir svartar yfirhafn- ir en sumar vilja þó fá smá lit í fataskápinn.“ Stella leggur líka áherslu á gott stærðaúrval. „Í Evans eru stærðirnar frá 14 til 32 og í Dor- othy Perkins 8 til 22.“ Hún bendir jafnframt á að starfsfólk verslananna sé boðið og búið að að- stoða við valið. „Þó „oversized“ kápur séu í tísku henta þær ekki endilega öllum. Það er því um að gera að nýta afgreiðslufólkið og fá ráðleggingar um hentug snið og stærðir.“ „Boyfriend“-kápur og herðaslár í bland við klassík Yfirhafnaúrvalið er ríkulegt í vetur og óhætt að fullyrða að allir ættu að geta fundið yfirhöfn við hæfi. „Oversized“ ullarkápur, sígildar kápur, loðfeldir, parkaúlpur og herðaslár eru á meðal þess sem hægt er að velja á milli. KÁPA Ullarblönduð kápa með fallegum kraga sem hægt er að taka af. Kvenleg og klassísk. Fæst einnig drapplituð. Verð: 24.990 kr. CAPE „Cape“, eða herðaslár, eru það allra nýjasta í dag. Þær eru bæði þægilegar og einstaklega flottar til dæmis við rifnar gallabuxur og grófa hælaskó. Sláin er úr þykku peysuefni og er ótrúlega kósí á köldum vetrarkvöldum. Fæst einnig í svarthvítu. Verð: 9.490 kr. ÚLPA Fallega vínrauð úlpa með loðkanti á hettu. Hægt er að taka hettuna af. Einnig til í dökkbláu. Verð: 14.995 KÁPA Ullarblönduð kápa með stórum tölum. Fullkomin fyrir fínni tilefni. Verð: 22.995 PELS Kremlitaður feldur með fallegri áferð. Kraginn er fallega sniðinn sem gerir hann enn flottari. Verð: 12.995 kr. PARKAÚLPA Hlý og flott úlpa á frábæru verði. Verð: 14.995 kr. KÁPA Ullarkápur eru alltaf klassískar og þessi er ein- staklega falleg. Hún er „oversized“ í sniðinu sem er það heitasta um þessar mundir. Þá er auðvelt að poppa hana upp með loðkraga fyrir fínni tilefni. Verð: 17.990 kr. KÁPA Flott kápa með leðri á öxlum, baki og ermum. Loðkraginn setur punktinn yfir i-ið. Verð: 76.990 kr. SVARTHVÍT KÁPA Einstaklega vönduð og klassísk kápa úr ítalskri ull. Verð: 68.990 kr. LOÐJAKKI Jakkinn er með „bomber“-sniði með rennilás sem gerir hann sportlegan og frábrugðinn hefðbundnum loðjökkum. Flottur bæði hversdags og úti á lífinu. Verð: 15.990 kr. M Y N D /V ILLI Stella leggur áherslu á fjöl- breytt úrval. Yfirhafnirnar eru af ýmsum gerðum og fást bæði svartar og í lit. Margar fást jafnframt í mörgum stærðumi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.