Fréttablaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 27. febrúar 2015 | SKOÐUN | 17 Húmbúkk og hindurvitni eru ekki skaðlaus skemmtun. Spyrjið bara hvíta nashyrninginn. Norðurafr- íska undirtegund hvíta nashyrn- ingsins sem bjó á sléttum Mið- og Austur-Afríku. Þangað til nýlega. Sú trú fer nú eins og eldur um sinu að horn nashyrninga geti læknað krabbamein og aðra ill- víga sjúkdóma. Kílóverð þeirra er jafnhátt og kílóverðið á gulli. Vegna mikillar eftirspurnar eftir nashyrningahornum, einkum í Kína, hafa veiðiþjófar leikið tegundina grátt. Er svo komið að aðeins fimm dýr eru eftir af norðurafrískri deilitegund hvíta nashyrningsins. Dagar hennar eru taldir. Þegar heilinn dettur út Víðsýni þykir móðins. Að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum þykir gott. Nokkuð hefur þó borið á því undanfarið að fólk nálgist hlutina með svo opnum hug að heilinn detti út. Gott dæmi um þetta er viðhorf í garð bólusetn- inga. Þökk sé þeirri uppfinningu sem bólusetning er höfum við fæst orðið vitni að afleiðingum sjúk- dóma á borð við mislinga, mænu- sótt og kíghósta. En upp er risin einhvers konar hreyfing andvís- indahyggju, fólks sem virðist líta svo á að helstu afrek læknavís- indanna séu eins og guð eða jóla- sveinninn, maður ræður hvort maður trúi á þau eða ekki. Hópar foreldra virðast telja bólusetningar barna sinna vett- vang til einhvers konar sjálfs- tjáningar. Að bólusetja eða ekki bólusetja er allt í einu orðin ein- hver spurning um frjóa og sjálf- stæða hugsun, tækifæri til að synda á móti straumnum, ekki vera hjarðdýr. Fólk með tíu Iitt- ala-kertastjaka í gluggakistunni sinni í sama lit og nágranninn grípur skyndilega tækifærið til að vera öðruvísi: „Ég meika ekki alveg hippsteraskegg og harem- buxur en með því að bólusetja ekki barnið mitt get ég loksins verið retró, fengið útrás fyrir náttúrubarnið í mér. Það sakar ekki heldur að þurfa ekki að horfa upp á einhvern smákrakka sem kallar sig lækni reka nál í nýja barnið mitt – hvenær fór læknadeildin að útskrifa ung- linga?“ „Þetta er bara fákunnátta“ Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi sem birt var í síðustu viku kom fram að allt að tólf prósent íslenskra barna eru ekki bólusett. Guðmundur K. Jónmundsson barnalæknir sagð- ist af því tilefni í fréttum Stöðvar tvö ekki skilja foreldra sem ekki bólusetja börn sín. „Ég held að það sé bara það að fólk hefur ekki séð þessa sjúkdóma og heldur að þetta sé bara ekki neitt neitt. Það þekkir þá ekki. Þetta er bara fákunnátta, ekkert annað.“ Þegar undirrituð var í grunn- skóla heimsótti bekkinn reglulega heilbrigðisstarfsfólk sem hafði meðferðis glerkrús sem í var illa farið mannslunga, svart og rotið svo það minnti helst á laskaðan sláturkepp. Lungað var úr stór- reykingamanni og var tilgangur heimsóknarinnar að koma í veg fyrir að við krakkarnir byrjuðum að reykja. Það er spurning hvort kynna þurfi fyrir verðandi foreldrum afleiðingar þeirra sjúkdóma sem bólusetningar vernda okkur gegn með sams konar átaki. Bullið öðlaðist sjálfstætt líf Myndu þeir foreldrar sem ákveða að bólusetja ekki börn sín hafna jafnafdráttarlaust öðrum upp- götvunum læknavísindanna? Segjum sem svo að þetta sama fólk félli niður af háum stalli sjálfumgleðinnar og hruflaði á sér hnéð. Það kæmi sýking í sárið. Myndi það segja við lækn- inn: „Nei, ég trúi ekki á sýklalyf, þú verður bara að skera af mér fótinn. Og ekkert morfín takk. En ég þigg kannski smánashyrninga- horn.“ Nú kann einhver að hrista hausinn og segja: „Já, en sýklalyf og morfín eru ekki hættuleg, ekki eins og bólusetningar.“ Þeir sem hafna bólusetning- um hlæja eflaust að nýríkum Kínverjum sem háma í sig möluð nashyrningahorn sér til heilsu- bótar. En rétt eins og enginn fótur er fyrir lækningamætti nashyrningahorna er enginn vís- indalegur fótur fyrir skaðsemi bólusetninga. Vitleysan hófst árið 1998. Í breska læknatímaritinu The Lancet birtist grein eftir lækn- inn Andrew Wakefield þar sem því var haldið fram að samband væri milli bólusetningar við misl- ingum og einhverfu hjá börnum. Skelfing greip um sig meðal for- eldra sem í auknum mæli neituðu að láta bólusetja börn sín. En ekki leið á löngu uns í ljós kom að niður stöður rannsóknarinnar voru falsaðar. The Lancet dró greinina til baka. Wakefield var sviptur læknaleyfinu. En boltinn var farinn að rúlla, bullið öðlaðist sjálfstætt líf. Ábyrgð þessa eina svikahrapps er mikil. Uppspuni Wakefields um skaðsemi bólusetninga hefur valdið því að sjúkdómar sem við töldum okkur laus við skjóta nú aftur upp kollinum. En eina leiðin til að halda sóttum eins og mislingum, rauðum hundum og stífkrampa í skefjum er bólu- setning. Ekki láta hafa þig að fífli. Látum öll bólusetja börnin okkar. Vísindi virka ekki eins og guð og jólasveinninn Í DAG Sif Sigmarsdóttir rithöfundur Að bólusetja eða ekki bólusetja er allt í einu orðin einhver spurning um frjóa og sjálfstæða hugsun, tækifæri til að synda á móti straumnum, ekki vera hjarðdýr. Það er samúð með Dönum og Frökkum sem fyllir hugann um þessar mundir. Við horfum hljóð á hvernig hryðjuverk hafa verið að ryðja sér til rúms í heiminum frá aldamót- um. Friðsamleg andmæl- in sem heyrðust í Nor- egi, þá Frakklandi og nú Danmörku eru gagnleg. Það sýnir allt annað en ofbeldi, það sýnir: „Je suis Charlie“, „Ég er blaðið Charlie og tjáningarfrelsið“, „Ég stend með Dönum og grunni dansks samfé- lags“, „Ég stend við hlið bróður og systur sem kennir til undan ofbeldi heimsins“. Þetta er svolít- ið svona eins og að rétta hina kinn- ina. Það er virðing í því og styrkur. Hugsum hlutina upp á nýtt Við stöndum frammi fyrir þessum skelfilegu atburðum og reynum að fóta okkur í því sem er að gerast. Það hefur verið talað um hryðju- verk og hefur það nánast alfarið verið tengt við múslíma. Það hefur komið af stað fordómum svo að múslímar upplifa t.d. strangt og tortryggið flugvallaeftirlit, fá ekki sama viðhorf í búðinni, eiga minni von um vinnu á Vesturlöndum o.s.frv. Sem betur fer er að koma breyting í orðræðuna og langar mig að stíga inn í hana. Það er hvorki gagnlegt né sann- gjarnt að tengja hryðju- verkamann við átrúnað eða ríki. Hryðjuverkamað- ur er ýktur glæpamaður og ekkert annað. Margfaldur glæpamaður sem fremur kaldrifjuð morð til að skaða sem flesta. Hann skaðar líka sína eigin trúbræður og systur því (trúin) menn- ingarsamfélagið býður hnekki út af framkomu hans. Þetta snýst ekki um að vera mús- lími eða vestrænn, þetta eru glæpa- menn sem berjast fyrir ákveðinn málstað. Helle Thorning-Schmidt orðaði þetta vel er hún sagði eftir árásirnar í Danmörku: „Þetta er barátta milli einstaklingsfrelsis og myrkrar hugmyndafræði.“ Munur á Breivík og hryðjuverkamanni? Það má horfa á Breivík út frá svip- aðri hugsun. Nasísk hugmynda- fræði hans ætlaði að koma á nýju jafnvægi með því að ryðja ann- arri hugmyndafræði út af borðinu. Alveg skelfilegt en tökum eftir; hann var kallaður glæpamaður en ekki hryðjuverkamaður. Var það af því hann kom frá landi með kristin grunngildi? Í mínum huga er Breivík ekki kristinn og mús- límarnir sem framið hafa ódæð- in síðustu misseri eru heldur ekki múslímar, svo langt ganga þessir einstaklingar frá grunnhugmynd- um átrúnaðar. Þetta eru reiðir og illskeyttir glæpamenn. Síðasta dæmið sannar það þegar ótíndur glæpamaður tók hvatningu frá öðrum glæpamönnum og myrti fólk í tvígang í Kaupmannahöfn til að taka undir starfsaðferðir ann- arra glæpamanna sem hvatt hafa fólk í öðrum löndum til að fremja hryðjuverk í sínum heimahögum. Þetta eru glæpaverk og þau hafa ekkert með trú að gera. Ef Íslend- ingur brýst inn í hús náunga síns, þá eru ekki allir Íslendingar inn- brotsþjófar. Þó að einn sem játar trú á Allah fremji hrottalegt morð þá eru ekki allir múslímar morð- ingjar. Nefnum hlutina sínum réttu nöfnum, hér eru stórglæpa- menn á ferð sem brjóta lög Guðs og allra manna. Hryðjuverkamaður eða glæpamaður! SAMFÉLAG Bára Friðriksdóttir kristinn Íslendingur ➜ Ef Íslendingur brýst inn í hús náunga síns, þá eru ekki allir Íslendingar innbrots- þjófar. Þó að einn sem játar Allah fremji hrottalegt morð þá eru ekki allir múslímar morðingjar. Skuldaniðurfellingin orðin að styrk til bankanna? Karl Garðarsson alþingismaður vakti athygli á því á þingi með pappír upp á það í höndunum, að bankar og fjármálastofnanir væru nú að graðga í sig sem næmi nýgerðri „skuldaleiðréttingu til heimilanna“ á þann hátt að halda uppi svo háum vöxtum, að skuldararnir fengju ekki krónu í sinn hlut. Haldið er uppi vöxtum um 8% á sama tíma og verðbólga er nær engin. Hvað skyldi síðan gerast þegar og ef verðbólgan fer af stað? Endar það þannig að „skuldaniðurfellingin“ verði neikvæð eftir allt saman? http://omarragnarsson.blog.is Ómar Ragnarsson AF NETINU BRUNCH UM HELGAR LAU & SUN FRÁ 11-16 A F M A T S E Ð L I V E G A M Ó T A Vegamótastíg 101 Reykjavík s. 511 3040 vegamot.is Lúxus brunch 2490 Hrærð egg, beikon, pastramiskinka, camembert, goudaostur, kartöflu r, ný bakað brauð, ferskir ávextir, tómat confetti, grískt jógúrt, appelsínusafi og pönnukaka með hlynsírópi. Sá breski 2390 Egg, beikon, bakaðar baunir, grilluð kryddpylsa, kartöflur, ristað brauð og pönnukaka með hlynsýrópi. Klassískur Vegamótabrunch 2390 Beikon og egg, ristað brauð, kartöflur, tómat confetti, grískt jógúrt og pönnu kaka með hlynsírópi. Léttur heilsubrunch 2090 Ristað speltbrauð, pastramiskinka, ostsneiðar, kjúklingaskinka, harðsoðið egg, tómatar, agúrka, ferskir ávextir og grískt jógúrt. Pylsur, steikt egg, beikon, grískt jógúrt, brauð og pönnukaka. Íspinni fylgir barna brunch 2 6 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 F 3 -4 7 9 4 1 3 F 3 -4 6 5 8 1 3 F 3 -4 5 1 C 1 3 F 3 -4 3 E 0 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.