Fréttablaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 26
FÓLK| SAMIÐ Í ÞVOTTAHÚSINU Kveikjan að laginu vinsæla, Color Decay, kom á ólíklegum stað segir Júní- us en þá var hann staddur í þvottahús- inu að brjóta saman þvott. „Það gerist ekki oft að ég brjóti saman þvott enda er ég ömurlegur í því verkefni. Ég hóf að raula eitthvað og eins og gerist oft þá spratt eitthvert lag fram í hausnum á mér. Þannig verða reyndar oft bestu lögin til; þegar maður er ekki að remb- ast heldur lætur þau fæðast náttúrulega og áreynslulaust.“ Hann segir lagið fjalla um stað og stund og að lifa í núinu. „Ef rýnt er í textann, og sérstaklega viðlagið, er ég að fjalla um tilgangsleysi sumra hluta sem maður tekur sér fyrir hendur. Það er nefnilega svo margt sem truflar mann í þessu lífi en skiptir í raun og veru engu máli.“ Auk þess að ná toppsæti vinsældalista Rásar 2 varð lagið fjórða vinsælasta lag ársins 2014 hjá sömu út- varpsstöð. Hann segir það hafa verið sérkenni- lega en um leið skemmtilega tilfinn- ingu að sjá lag sitt klifra jafnt og þétt upp vinsældalistann. „Þetta var fyrsta útgefna lagið mitt og ég bjóst aldrei við neinu enda best að hafa engar óraun- hæfar væntingar, þá verður maður ekki fyrir vonbrigðum. Nú er ég skriðinn yfir þrítugt og því ekkert að fá taugaáfall yfir þessu öllu saman. Hefði ég hins vegar verið 20 ára hefði dramatíkin sjálfsagt verið öllu meiri. Núna er ég bara ró- legur og hef gaman af þessu enda væri líf mitt frekar grunnt ef ég væri að semja tónlist með það eitt í huga að komast á topp vinsældalista.“ Þrátt fyrir miklar vinsældir Color Decay í fyrra hefur Júníus haldið fáa tónleika hér á landi. „Sumarið fór mikið í að undirbúa tónleikana á Iceland Ariwaves en þar kom ég fram með stórri hljómsveit á KEX hosteli. Tón- leikarnir tókust vel og viðtökur voru góðar. Skömmu eftir Airwaves eignaðist ég dóttur og lagðist í dvala yfir jólin og fram í janúar. Nú er ég kominn á skrið aftur en hef þó undanfarna mánuði tekið eitt og eitt gigg en þá bara einn með gítarinn.“ Júníus er bókaður á tónlistarhátíð- ina Secret Solstice sem haldin verður í Laugardal í júní og svo aftur á Airwaves í nóvember. „Ég er kominn með um- boðsskrifstofu erlendis sem er að bóka mig á tónlistarhátíðir og aðra viðburði. Ég mun til dæmis koma fram á Spot Festival í Danmörku um mánaðamótin apríl og maí. Þetta er svona bransahátíð í ætt við Airwaves. Svo fjölgar þessu nú væntanlega eitthvað þegar líður á árið.“ PLATA Á ÁRINU Aðspurður um frekari útgáfu segir Júní- us ekki vera komna endanlega niður- stöðu í það mál. „Ég stefni þó á að gefa út fjögurra laga plötu fyrir sumarið þótt fleiri lög verði tilbúin. Vonandi kemur svo stór plata út seinni part árs. Lögin sem ég er að vinna núna eru af svipaðri stærðargráðu og Color Decay. Svo eru líka nokkur lágstemmdari lög en nýju lögin eru þó frekar stærri og litríkari lög en minni, einhvers konar stúdíógeð- veiki.“ En hvernig skyldi Júníus upplifa tónlistarbransann eftir að komast svo rækilega í sviðsljósið rúmlega þrítugur? „Tónlistarsenan á Íslandi er jafn breyti- leg og veðrið hér á landi. Sjálfur upplifi ég tónlistina ekkert öðruvísi þótt ég sé kominn í eitthvert sviðsljós. Íslensk tónlist er oft frábær en líka síður spenn- andi á köflum. Umhverfið er að verða betra að mínu mati en tónlistarmenn mættu vera betur borgaðir í sumum verkefnum hér heima upp á að geta lifað á tónlistarsköpun sinni.“ Í dag er Júníus tveggja barna faðir og búsettur í Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni. „Dagsdaglega er ég þræll tónlistar í hljóðverinu þar sem ég reyni að klára fyrstu plötuna mína. Í lok vinnudags fer maður heim og sinnir fjölskyldunni. Þetta er það sem ég sinni mest þessa dagana; klára plötuna, faðma konuna og gefa börnunum mat.“ Hægt er að hlusta á lagið Color Decay á YouTube, soundcloud.com, Spotify og víðar. Tónleikana á KEX hosteli má einnig nálgast í heild sinni á YouTube. Nánari upplýsingar um listamanninn er að finna á juniusmeyvant.com og á Facebook undir juniusmeyvantmusic. ■ starri@365.is Á STÓRA SVIÐINU Júníus Meyvant tók lagið á Íslensku tónlistarverðlaununum í Hörpu síðstu helgi. MYND/MUMMI LÚ TVENNA Júníus Meyvant var valinn besti nýliðinn í flokknum popp og rokk auk þess sem lag hans, Color Decay, var valið lag ársins í flokknum popp. MYND/MUMMI LÚ LITRÍK „Lögin sem ég er að vinna núna eru af svipaðri stærð- argráðu og Color Decay. Svo eru líka lágstemmdari lög en nýju lögin eru þó frekar stærri og litríkari en minni, einhvers konar stúdíógeðveiki.“ Kína klúbb ur Unn ar Njáls götu 33, 101 Reykja vík sími: 551 2596, far sími: 868 2726 Vef síða: www.sim net.is/kin aklubb ur Net fang: kin aklubb ur@sim net.is FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 2 6 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 F 3 -8 2 D 4 1 3 F 3 -8 1 9 8 1 3 F 3 -8 0 5 C 1 3 F 3 -7 F 2 0 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.