Fréttablaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 34
8 • LÍFIÐ 27. FEBRÚAR 2015 Mars er alþjóðlegur mánuður endómetríósu eða legslímuflakks. Á Íslandi verður Vika endómetr- íósu haldin hátíðleg og hefst hún á aðalfundi Samtaka um endó- metríósu, á morgun, þann 28. febrúar. Fram til 6. mars munu samtökin leggja ríka áherslu á að kynna málefni kvenna með endómetr- íósu í von um að opna um- ræðuna um sjúkdóminn. Landspítalinn verður lýstur gulu, lit endó- metríósu, fyr- irlestur verður í framhaldi aðalfund- arins og kaffihúsahitt- ingur síðar í vikunni. Hvað er endómetríósa? Endómetríósa (endometriosis) er krónískur, sársaukafullur móð- urlífssjúkdómur sem orsakast af því að legslímufrumur sem vana- lega finnast eingöngu í innra lagi legsins finnast á öðrum stöð- um í líkamanum, yfirleitt í kvið- arholinu. Þegar kona með endó- metríósu fer á blæðingar, blæðir úr þessum legslímufrum- um og getur það leitt til blöðrumyndunar og mikils sársauka. Það má því segja að konur með endómetr- íósu lifi við innvort- is blæðingar mánaðar- lega.Einnig geta mynd- ast samgróningar innan kviðarholsins þegar þess- ar legslímufrumur tengja saman vefi. Legslímufrumurn- ar finnast m.a. á eggja- stokkum, eggjaleiður- um, blöðru, ristli, á leg- böndum sem halda leginu á sínum stað og víðar. Endómetríósa getur valdið miklum sárs- auka, blöðru- og ristil- vandamálum auk ófrjó- semi en einkenni eru mismik- il milli einstaklinga. Óvinnufær vegna verkja Ester Ýr Jónsdóttir er vara- formaður Samtaka um endómetr íósu en hún hafði lengið glímt við „slæma“ túr- verki. „Það tók 12 ár fyrir mig að fá greiningu vegna þess að þegar ég lít í baksýnisspegil- inn sé ég að sjúk- dómurinn var far- inn að vera mér til vandræða þegar ég var 17 ára, ég greindist 29 ára,“ segir hún. Það getur því liðið langur tími frá því að ein- kenni fara að láta á sér kræla þar til kona fær rétta að- stoð. Ester lýsir því hvern- ig hún var frá vinnu nán- ast í hverjum einasta mánuði og fór ekki langt frá heimili sínu því van- líðanin var slík að oft þurfti hún að liggja fyrir sökum verkja. 2.000 konur á Íslandi Miðað við fjölda kvenna á frjó- semisaldri á Íslandi mætti gera ráð fyrir að um 2.000 konur hér á landi séu með legslímuflakk. Konur finna mismikið fyrir ein- kennum sjúkdómsins, sumar finna ekk- ert en aðrar upp- lifa mikinn sárs- auka. Sjúkdómur- inn getur gengið í erfðir og er kona því t.d. líklegri til að hafa endómetr- íósu, sé móðir henn- ar með sjúkdóminn. Ein mýta sem er lang- líf er sú að tíðaverkir séu eðli- legur hluti af lífi konunnar. Þegar því er haldið fram við ungar stúlkur og konur þá leita þær sér síður hjálpar og við það getur greiningu sjúkdómsins seink- að um mörg ár. Algengt er að það taki allt að tíu ár þar til greining- in fæst, en til þess þarf skurð- aðgerð sem nefnist kviðarhols- speglun. Að meðaltali má segja að verkir hjá konu með endómetr- íósu geti varað í um þrettán daga í hverjum mánuði. Hvað er hægt að gera? Fyrsta skrefið er að gera kröfu um að vera rannsökuð í þaula og láta ekki senda sig heim með verkjalyf. Það eru ýmis úrræði sem standa til boða, bæði aðgerð- ir en einnig hormóna- gjöf og önnur lyf. Því fyrr sem sjúkdómur- inn greinist, því betri eru horfurnar. Með- ganga getur tímabund- ið dregið úr einkenn- um en er ekki lækning. Kona getur verið með endó- metríósu þó hún uppfylli ekki öll einkenni sjúkdómsins. Breyting á mataræði hefur reynst mörg- um konum vel til að halda einkenn- um í skefjum. Margar mat- reiðslubæk- ur eru til sem inni- halda upp- skrift- ir sérstak- lega fyrir konur með endómetr- íósu. Nánar má kynna sér með- ferðarúrræði á vefsíðu samtakanna eða hjá kvensjúk- dómalækni. EKKI ÞJÁST Í HLJÓÐI Endómetríósa er sjúkdómur sem mörgum er hulinn og fleiri þjást af honum en gera sér grein fyrir. Greiningartími er að meðaltali sjö ár á Íslandi. Sigga Dögg blaðamaður siggadogg@365.is Ester Ýr Jónsdóttir er varaformaður Samtaka um endómetríósu. Það tók hana 12 ár að fá greiningu frá því fyrstu einkenni gerðu vart við sig. MYND/GVA HELSTU EINKENNI LEGSLÍMUFLAKKS Kona með endómetríósu getur haft eitt eða öll af eftirfarandi einkennum. ● Mikill sársauki við blæðingar ● Verkir í kviðarholi milli blæðinga ● Miklar og/eða óreglu- legar blæðingar ● Blæðingar á milli „blæðinga“ ● Sársauki við egglos ● Verkir við samfarir ● Verkir við þvaglát ● Verkir við hægðalosun og þarmahreyfingar ● Uppblásinn magi ● Hægðatregða og/eða niðurgangur ● Ógleði ● Erfiðleikar við að verða barnshafandi ● Síþreyta Stundum eru konur ein- kennalausar/einkenna- litlar og greinast fyrst þegar um önnur heilsu- vandamál er að ræða, t.d. ófrjósemi. 73% kvenna eru ófærar um að taka þátt í félagslífi nokkra daga í hverjum mánuði. 80% kvenna segja að endómetríósa trufli svefn og gæði hans. 35% kvenna finnst endómetríósa hafa áhrif á kynlíf þeirra og geti jafnvel verið orsök skilnaðar. 80% kvenna hafa verið fjarverandi frá vinnu á síðastliðnum fimm árum vegna endómetríósu. M YN D /S TÚ D ÍÓ S TU N D : LA U FE Y Ó SK Heilsuvísir 2 6 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 F 3 -4 C 8 4 1 3 F 3 -4 B 4 8 1 3 F 3 -4 A 0 C 1 3 F 3 -4 8 D 0 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.