Fréttablaðið - 27.02.2015, Page 34

Fréttablaðið - 27.02.2015, Page 34
8 • LÍFIÐ 27. FEBRÚAR 2015 Mars er alþjóðlegur mánuður endómetríósu eða legslímuflakks. Á Íslandi verður Vika endómetr- íósu haldin hátíðleg og hefst hún á aðalfundi Samtaka um endó- metríósu, á morgun, þann 28. febrúar. Fram til 6. mars munu samtökin leggja ríka áherslu á að kynna málefni kvenna með endómetr- íósu í von um að opna um- ræðuna um sjúkdóminn. Landspítalinn verður lýstur gulu, lit endó- metríósu, fyr- irlestur verður í framhaldi aðalfund- arins og kaffihúsahitt- ingur síðar í vikunni. Hvað er endómetríósa? Endómetríósa (endometriosis) er krónískur, sársaukafullur móð- urlífssjúkdómur sem orsakast af því að legslímufrumur sem vana- lega finnast eingöngu í innra lagi legsins finnast á öðrum stöð- um í líkamanum, yfirleitt í kvið- arholinu. Þegar kona með endó- metríósu fer á blæðingar, blæðir úr þessum legslímufrum- um og getur það leitt til blöðrumyndunar og mikils sársauka. Það má því segja að konur með endómetr- íósu lifi við innvort- is blæðingar mánaðar- lega.Einnig geta mynd- ast samgróningar innan kviðarholsins þegar þess- ar legslímufrumur tengja saman vefi. Legslímufrumurn- ar finnast m.a. á eggja- stokkum, eggjaleiður- um, blöðru, ristli, á leg- böndum sem halda leginu á sínum stað og víðar. Endómetríósa getur valdið miklum sárs- auka, blöðru- og ristil- vandamálum auk ófrjó- semi en einkenni eru mismik- il milli einstaklinga. Óvinnufær vegna verkja Ester Ýr Jónsdóttir er vara- formaður Samtaka um endómetr íósu en hún hafði lengið glímt við „slæma“ túr- verki. „Það tók 12 ár fyrir mig að fá greiningu vegna þess að þegar ég lít í baksýnisspegil- inn sé ég að sjúk- dómurinn var far- inn að vera mér til vandræða þegar ég var 17 ára, ég greindist 29 ára,“ segir hún. Það getur því liðið langur tími frá því að ein- kenni fara að láta á sér kræla þar til kona fær rétta að- stoð. Ester lýsir því hvern- ig hún var frá vinnu nán- ast í hverjum einasta mánuði og fór ekki langt frá heimili sínu því van- líðanin var slík að oft þurfti hún að liggja fyrir sökum verkja. 2.000 konur á Íslandi Miðað við fjölda kvenna á frjó- semisaldri á Íslandi mætti gera ráð fyrir að um 2.000 konur hér á landi séu með legslímuflakk. Konur finna mismikið fyrir ein- kennum sjúkdómsins, sumar finna ekk- ert en aðrar upp- lifa mikinn sárs- auka. Sjúkdómur- inn getur gengið í erfðir og er kona því t.d. líklegri til að hafa endómetr- íósu, sé móðir henn- ar með sjúkdóminn. Ein mýta sem er lang- líf er sú að tíðaverkir séu eðli- legur hluti af lífi konunnar. Þegar því er haldið fram við ungar stúlkur og konur þá leita þær sér síður hjálpar og við það getur greiningu sjúkdómsins seink- að um mörg ár. Algengt er að það taki allt að tíu ár þar til greining- in fæst, en til þess þarf skurð- aðgerð sem nefnist kviðarhols- speglun. Að meðaltali má segja að verkir hjá konu með endómetr- íósu geti varað í um þrettán daga í hverjum mánuði. Hvað er hægt að gera? Fyrsta skrefið er að gera kröfu um að vera rannsökuð í þaula og láta ekki senda sig heim með verkjalyf. Það eru ýmis úrræði sem standa til boða, bæði aðgerð- ir en einnig hormóna- gjöf og önnur lyf. Því fyrr sem sjúkdómur- inn greinist, því betri eru horfurnar. Með- ganga getur tímabund- ið dregið úr einkenn- um en er ekki lækning. Kona getur verið með endó- metríósu þó hún uppfylli ekki öll einkenni sjúkdómsins. Breyting á mataræði hefur reynst mörg- um konum vel til að halda einkenn- um í skefjum. Margar mat- reiðslubæk- ur eru til sem inni- halda upp- skrift- ir sérstak- lega fyrir konur með endómetr- íósu. Nánar má kynna sér með- ferðarúrræði á vefsíðu samtakanna eða hjá kvensjúk- dómalækni. EKKI ÞJÁST Í HLJÓÐI Endómetríósa er sjúkdómur sem mörgum er hulinn og fleiri þjást af honum en gera sér grein fyrir. Greiningartími er að meðaltali sjö ár á Íslandi. Sigga Dögg blaðamaður siggadogg@365.is Ester Ýr Jónsdóttir er varaformaður Samtaka um endómetríósu. Það tók hana 12 ár að fá greiningu frá því fyrstu einkenni gerðu vart við sig. MYND/GVA HELSTU EINKENNI LEGSLÍMUFLAKKS Kona með endómetríósu getur haft eitt eða öll af eftirfarandi einkennum. ● Mikill sársauki við blæðingar ● Verkir í kviðarholi milli blæðinga ● Miklar og/eða óreglu- legar blæðingar ● Blæðingar á milli „blæðinga“ ● Sársauki við egglos ● Verkir við samfarir ● Verkir við þvaglát ● Verkir við hægðalosun og þarmahreyfingar ● Uppblásinn magi ● Hægðatregða og/eða niðurgangur ● Ógleði ● Erfiðleikar við að verða barnshafandi ● Síþreyta Stundum eru konur ein- kennalausar/einkenna- litlar og greinast fyrst þegar um önnur heilsu- vandamál er að ræða, t.d. ófrjósemi. 73% kvenna eru ófærar um að taka þátt í félagslífi nokkra daga í hverjum mánuði. 80% kvenna segja að endómetríósa trufli svefn og gæði hans. 35% kvenna finnst endómetríósa hafa áhrif á kynlíf þeirra og geti jafnvel verið orsök skilnaðar. 80% kvenna hafa verið fjarverandi frá vinnu á síðastliðnum fimm árum vegna endómetríósu. M YN D /S TÚ D ÍÓ S TU N D : LA U FE Y Ó SK Heilsuvísir 2 6 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 F 3 -4 C 8 4 1 3 F 3 -4 B 4 8 1 3 F 3 -4 A 0 C 1 3 F 3 -4 8 D 0 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.