Skessuhorn


Skessuhorn - 17.04.2013, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 17.04.2013, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013 Ferða þjón ust an er reiðu bú in til við ræðna við stjórn völd um út­ gáfu nátt úrupassa til fjár mögn un­ ar fram kvæmda við ferða manna­ staði. Að al fund ur Sam taka ferða­ þjón ust unn ar hvet ur stjórn völd til þess að gera sveit ar fé lög um kleift að vinna að skipu lags mál um með bein um fram lög um úr rík is sjóði og að setja sam göngu yf ir völd í for­ svar fyr ir göngu stíga­ og út sýnis­ palla gerð á sama hátt og gert er við ak vegi, reið vegi og hjóla stíga. Þannig taka SAF und ir hug mynd­ ir hjón anna Kjar ans Ragn ars son­ ar og Sig ríð ar Mar grét ar Guð­ munds dótt ur sem kynnt ar voru í síð asta tölu blaði Skessu horns. Á að al fundi Sam taka ferða þjón­ ust unn ar sem hald inn var í lið­ inni viku í Reykja vík voru nokkr ar á lykt an ir sam þykkt ar: „Ferða þjón usta verð ur sí fellt mik il væg ari í þjóð ar bú skap Ís­ lend inga og hef ur helm ingi meira vægi þeg ar lit ið er til þjóð ar fram­ leiðslu en ger ist í ná granna lönd­ um okk ar auk þess sem hún skap­ ar 19% alls gjald eyr is hér á landi. Er lend um ferða mönn um fjölg ar hratt en tæp lega 20% fleiri ferða­ menn voru á Ís landi á síð asta ári mið að við fyrra ár. Mik ill vöxt­ ur í kom um er lendra ferða manna kall ar á end ur skoð un inn viða sem sum ir hafa ekki hald ið í við þenn­ an vöxt. Vega kerf ið er víða að nið­ ur lot um kom ið, veg ir að mörg um ferða manna stöð um fá lít ið sem ekk ert við hald og nátt úr an sem er helsta að drátt ar afl Ís lands líð ur fyr ir skort á upp bygg ingu á ferða­ manna stöð um. Að al fund ur SAF skor ar á stjórn völd að gera sveit ar fé lög um lands ins kleift að vinna að skipu­ lags mál um á jafn rétt is grund velli með bein um fjár fram lög um úr rík is sjóði. Að al fund ur SAF skor ar á stjórn völd að setja fram kvæmd ir við göngu stíga og út sýnis palla á sam göngu á ætl un og setja þannig sam göngu yf ir völd í for svar fyr ir göngu stíga­ og út sýnis palla gerð á sama hátt og gert er við ak vegi, reið vegi og hjóla stíga. Að al fund ur SAF á lykt ar, í sam­ ræmi við þá hug mynda fræði að þeir borgi sem njóta, að sam tök in eru til bú in til við ræðna við stjórn­ völd um út gáfu nátt úrupassa til fjár mögn un ar á fram kvæmd um við ferða manna staði sam hliða lækk un eða af námi ann arra sér­ tækra skatta á ferða þjón ustu." mm/ Ljósm. Frið þjóf ur Helga son. „Það hef ur þrengt mjög að okk­ ur að und an förnu. Við erum að drukkna í verk efn um og vant ar sár­ lega fjár veit ing ar til að geta sinnt lög boðn um verk efn um og gætt ör­ ygg is borg ar anna bet ur. Allt frá ár inu 2011 þeg ar við þurft um að leggja af sól ar hrings vakt er stað an þannig að í bú ar Akra ness og ná­ grenn is búa við skerta þjón ustu og minni for varn ir. Það geng ur vita­ skuld ekki í tæp lega 7000 manna sam fé lagi að geta ekki hald ið úti sól ar hrings vakt. Okk ur vant ar 50­ 60 millj ón ir upp á fjár hags stöð­ una til að geta stað ið und ir við un­ andi lög gæslu. Sem dæmi þyrft um við að ráða þrjá menn til af leys inga í sum ar. Við eig um fyr ir tæp lega einni stöðu og þurf um að bregð ast við með því að minnka enn frek­ ar við veru lög reglu manna," seg ir Jón S Óla son yf ir lög reglu þjónn á Akra nesi í sam tali við Skessu horn. „Við þurf um að for gangs raða mjög hast ar lega og dug ar ekki til," seg ir Við ar Stef áns son, lög reglu full trúi á rann sókn ar deild inni, en Við ar sinnti áður rann sókn um sem ein­ göngu náðu til um dæm is lög regl­ Sam tök ferða þjón ust unn ar opna á nátt úrupassa Þurfa að for gangs raða mjög hast ar lega Í heim sókn hjá lög regl unni á Akra nesi sem býr við mik inn nið ur skurð fjár veit inga unn ar á Akra nesi. Jón S Óla son yf­ ir lög reglu þjónn tek ur und ir það og seg ir að það sé von að fólk taki mun minna eft ir lög regl unni en áður, van mönn un bindi lög reglu­ menn inni á stöð yfir vakt ina og að nóttu til sé ekki hægt að sinna nema al var leg ustu mál un um. Mál efni lög regl unn ar á Akra­ nesi hafa ver ið tals vert í frétt um að und an förnu, eink um vegna mik­ ils og auk ins fjölda kyn ferð is brota­ mála af öllu Vest ur landi sem rann­ sök uð eru hjá rann sókn ar deild lög­ regl unn ar á Akra nesi. Í spjalli við þá Jón S Óla son yf ir lög reglu þjón og Við ar Stef áns son lög reglu full­ trúa í rann sókn ar deild kom fram að fjölga þyrfti um tvo í rann sókn­ ar deild til að hafa und an þannig að mál safn ist ekki upp og aðra tvo þyrfti til við bót ar á al mennu deild­ ina til að geta sinnt við un andi lög­ gæslu. Mik il fjölg un mála milli ára Í kjöl far laga breyt ing ar á ár inu 2006 voru rann sókn ar deild ir sett ar á fót á sex svæð um á land inu. Þar á með al var auk ið við hlut verk rann­ sókn ar deild ar inn ar á Akra nesi með því að hún tók yfir rann sókn ir al­ var legri brota fyr ir allt gamla Vest­ ur lands kjör dæm ið; Borg ar fjarð­ ar sýslu, Dala sýslu og Snæ fells nes. Deild þess ari er ætl að að rann saka öll al var leg saka mál, svo sem of­ beld is mál, þar með tal in kyn ferð­ is af brot, al var leg ar lík ams árás ir, al­ var leg slys og hús bruna. Sá bögg ull fylgdi skamm rifi að eng ar fjár veit­ ing ar fylgdu þess um breyt ing um á rann sókn ar deild inni, en á þess um tíma var mönn un hjá lög regl unni á Akra nesi miklu betri en nú er. Það er eink um kyn ferð is af brota­ mál um sem hef ur fjölg að milli ára og eru þau orð in fleiri núna frá des em ber byrj un en allt árið í fyrra. Fimmt án kyn ferð is af brota­ mál eru nú til með ferð ar hjá rann­ sókn ar deild lög regl unn ar á Akra­ nesi í stað 12­14 allt árið í fyrra. „Of beld is mál, eins og kyn ferð is­ brota mál, eru í for gangi hjá okk ur. Við för um strax í að rann saka slík mál, lát um þau ekki í stafl ann. Það er vegna mik ill ar fjölg un ar þess­ ara mála sem álag hef ur stór auk ist hjá okk ur síð ustu mán uð ina," seg ir Við ar Stef áns son lög reglu full trúi, en svo virð ist sem mörg kyn ferð­ is af brota mál hafi kom ist upp á yf­ ir borð ið m.a eft ir mikla um fjöll un fjöl miðla um þessi mál í vet ur. Mik il fækk un lög reglu manna Jón S Óla son yf ir lög reglu þjónn seg ir að aukn um verk efn um hafi ekki fylgt nein ar fjár veit ing ar, svo sem til rann sókn ar deild ar inn ar þeg ar allt Vest ur land var fært und­ ir hana árið 2007. Við ar Stef áns­ son sem starf að hafði einn í rann­ sókn ar deild inni frá stofn un henn­ ar 1982 fékk þarna auk in verk efni, langt um fram það sem einn mað ur gat sinnt. Jón seg ir að við það hafi ekki ver ið unað og brugð ist við því með að ráða tíma bund ið mann í al menna lög gæslu og flytja einn varð stjóra tíma bund ið í rann sókn­ ar deild. Var þessi hátt ur hafð ur á bæði 2009 og 2010. „Eft ir það var stað an orð in sú að ekki var hægt að halda auka mann in um og því varð að grípa til skipu lags breyt inga. Þessi skipu lags breyt ing árið 2011 fól í sér að varð stjór inn Jónas Hall­ grím ur Ott ós son var færð ur var­ an lega í rann sókn ar deild og einn lög reglu mað ur af vökt um flutt ur til Reykja vík ur. Þannig að fækk un­ in var tvær stöð ur í al mennri lög­ gæslu á Skag an um. Fram að þessu höfðu hjá lög regl unni á Akra nesi ver ið níu lög reglu mann á vökt­ um í full um stöð um, auk yf ir lög­ reglu þjóns og lög reglu full trúa og svo tveir utan á liggj andi menn sem kall að var eða alls 13 menn í full um stöð um. Auka menn irn ir tveir voru eldri lög reglu menn sem sinntu dag vökt um, þeir Við ar Ein­ ars son og Pét ur Jó hann es son. Það mun aði mik ið um þessa menn, en Við ar og Pét ur hættu svo fyr ir ald­ urs sak ir og komu eng ir í þeirra stað. Þá var breytt um vakt kerfi 2007 og fækk að um einn á vökt um vegna ein hvers sem þá hét hag ræð­ ing í rík is rekstri. Þar með fækk­ aði hjá okk ur um einn mann í al­ mennri lög gæslu og síð an reynd ist ekki ann að fært vegna fjár heim ilda en að fækka um einn til við bót ar á vökt um og minnk aði þá enn frek­ ar aflið í al mennri lög gæslu, enda ekki eft ir nema sex lög reglu menn. Á þess um tíma hætt um við sól ar­ hrings vakt, höfð um ekki fjár veit­ ing ar til að halda úti þeirri þjón­ ustu sem þarf til að halda uppi nema lág marks þjón ustu við í bú­ ana," seg ir Jón S Óla son yf ir lög­ reglu þjónn. Nið ur skurð ur kom ið þungt nið ur á Akra nesi Jón seg ir að það mikla álag sem nú er á rann sókn ar deild inni vegna hol skeflu mála, bitni líka á al­ mennri lög gæslu. Að und an förnu hafi lög reglu mað ur á al mennri deild ver ið að hluta til færð ur í rann sókn ir og þeim sinni hann líka í yf ir tíð sem emb ætt ið hafi í raun ekki efni á að borga. Hann seg­ ir að til að end ur manna lög regl­ una á Akra nesi og ná fyrri stöðu til að standa und ir þó ekki væri nema við un andi þjón ustu, þurfi emb­ ætt ið að minnsta kosti 60 millj óna króna auka fjár veit ingu. Færsla úr níu mönn um nið ur í sex í al mennri lög gæslu hafi ver ið ansi stórt hlut­ fall og mik ið högg. Þess ari breyt­ ingu þurfi að ná til baka til að geta tek ið upp sól ar hrings vakt að nýju. „Hjá öll um lög reglu emb ætt­ um hef ur ver ið dreg ið sam an en eins og á stand ið er nú hef ur þetta kom ið mjög þungt nið ur á okk­ ur. Fjár hags stað an sem við horf­ um á í dag er hins veg ar sú að ef ekk ert breyt ist í fjár veit ing um fyr­ ir næsta ár blas ir við að við þurf um að fækka um einn mann til við bót­ ar. Við bind um von ir við að til þess þurfi ekki að koma enda á stand­ ið nógu slæmt í dag. Rík is stjórn­ in hef ur lagt til pen inga í þeim til­ gangi að fjölga störf um við rann­ sókn á kyn ferð is brota mál um gegn börn um. Við erum nýbúnir að fá þar úthlutað einu starfi út þetta ár. Það hjálp ar strax þótt það dugi eng an veg inn," seg ir Jón S Óla son að end ingu. þá Við ar Stef áns son lög reglu full trúi á rann sókn ar deild og Jón S Óla son yf ir lög reglu þjónn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.