Skessuhorn


Skessuhorn - 17.04.2013, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 17.04.2013, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013 Ingólf ur Geir Giss ur ar son fyrr um sund kappi frá Akra nesi og mara­ þon hlaup ari er þess ar vik urn ar að ganga á Ev er est á samt fé laga sín­ um Guð mundi Stef áni Mar íus syni. Á mánu dag voru þeir fé lag ar stadd­ ir í grunn búð um í suð ur hlíð um Ev­ er est. Þeir lögðu af stað frá Lukla í Nepal 3. apr íl og höfðu á mánu­ dag inn geng ið upp í grunn búð irn­ ar sem eru í um 5.400 metra hæð. Þeir fé lag ar eru þar með byrj að­ ir hæð arað lög un sem á ætl að er að standi yfir til 4. maí. Að lög un in felst í að þeir fara í göngu ferð ir á degi hverj um upp frá grunn búð un­ um þar sem þeir halda til. Ingólf ur og Guð mund ur Stef án stefna á að kom ast á topp fjalls ins á bil inu 13. til 25. maí næst kom andi. þá Karla kór inn Heið björt á sunn an­ verðu Snæ fells nesi efn ir til vor tón­ leika síð asta vetr ar dag, mið viku­ dag inn 24. apr íl. Heið björt hef ur ver ið starf andi und an far in þrjú ár og eru virk ir kór fé lag ar nú 13, að sögn Guð jóns Jó hann es son ar kór­ fé laga og bónda í Syðri­Knarr ar­ tungu. Hann seg ir fé laga í kórn­ um fulla til hlökk un ar fyr ir tón leik­ un um sem verða haldn ir í Langa­ holti í Görð um í Stað ar sveit. Stíf­ ar æf ing ar hafa átt sér stað að und­ an förnu og seg ir Guð jón skemmti­ lega tón leika í vænd um. ,,Laga val okk ar verð ur fjöl breytt. Við mun­ um syngja allt frá klass ísk um ís­ lensk um þjóð lög um til gam alla kór aslag ara. Þá mun um við syngja nokk ur er lend lög við texta fé laga í Kvæða manna fé lagi Heið synn­ inga og fólks úr sveit inni, en marg­ ir fé lags menn í kvæða manna fé lag­ inu eru einnig í karla kórn um. Fé­ lag ið starfar einmitt á sömu slóð um og kór inn. Þannig að í vænd um eru flott ir og fróð leg ir tón leik ar," seg­ ir Guð jón. Karla kór inn hef ur kom ið fram á nokkrum tón leik um á starfs tíma sín um m.a. við opn un Gay Pride há tíð ar inn ar í Reykja vík og á 1. maí tón leik um í Grund ar firði. Einnig hef ur kór inn kom ið fram á upp á­ kom um í sveit inni. Starfs svæði hans seg ir Guð jón vera gömlu sveit­ irn ar á sunn an verðu Snæ fells nesi; Breiðu vík ur hrepp, Stað ar sveit og Eyja­ og Mikla holts hrepp. Stjórn­ andi Heið bjart ar er Árni Krist jáns­ son, starf andi þjónn á Hót el Búð­ um. ,,Við komumst að því að á Búð­ um leynd ist efni leg ur kór stjórn­ andi og reynd ist Árni til kippi leg ur í emb ætt ið þeg ar við leit uð um til hans," bæt ir Guð jón við. En hvern ig kom nafn kórs­ ins til? ,,Nafn ið kom til á frek ar skemmti leg an hátt. Þannig var að við gleymd um alltaf að gefa okk­ ur tíma til að finna nafn eft ir að við hóf um að æfa en segja má að kon­ an mín hún Guð ný Heið björt hafi átt nokkurn þátt í því að drífa mig og fleiri karla í sveit inni af stað til að stofna kór. Ekki var enn kom ið nafn þeg ar fyrstu tón leik ar okk ar voru komn ir á dag skrá og óðum að nálg ast. Við höfð um gant ast með það í nokkurn tíma að nefna kór inn í höf uð ið á henni og varð úr á loka­ metr un um. Nafn ið hef ur hald ist síð an og varð kon an mín að kyngja þessu á end an um þrátt fyr ir smá­ vægi leg mót mæli," seg ir Guð jón í létt um tón og bæt ir við að kór fé lag­ ar reyni allt til að verða nafn inu og konu hans um leið ekki til skamm­ ar. ,, Þetta er mik ið metn að ar mál hjá okk ur ­ að sjálf sögðu." Tón leik arn ir í Langa holti eru styrkt ir af Menn ing ar ráði Vest­ ur lands og hefj ast þeir kl. 21 en ó keyp is er inn. Söng skrá kvölds­ ins verð ur síð an höfð til sölu á tón­ leik un um á sann gjörnu verði fyr­ ir gesti og mun and virði söl unn ar renna til góðs mál efn is í sveit inni. ,,Við heit um góðri skemmt un og miklu fjöri. Nú er um að gera fyr ir allt tón elskt fólk að skella sér á tón­ leika út á Nes, kveðja vet ur inn með stæl og hafa gam an af lífi og til ver­ unni í leið inni," seg ir Guð jón að lok um og býð ur alla að sjálf sögðu vel komna í Langa holt síð asta vetr­ ar dag. hlh „Það gef ur mér afl og kraft að vera í tengsl um við fólk ið í sjáv ar þorp un­ um og sveit un um. Þetta er sá jarð­ veg ur sem ég er sprott inn upp úr og með því að fara í heim sókn ir finn ég hvað það er sem brenn ur á fólk­ inu. Þeirra hug sjón ir eru þær sömu og mín ar. Við vilj um og þurf um að treysta á okk ur sjálf, þannig farn ast okk ur best og þannig á lands byggð­ in mik il sókn ar færi. Ég hef alltaf ver ið bar átt uglað ur og ég hef virki­ lega gam an af því að standa í bar átt­ unni," sagði Jón Bjarna son al þing is­ mað ur þeg ar hann leit í heim sókn á rit stjórn Skessu horns í lið inni viku. Eng inn vafi er á því að Jón er sá þing­ mað ur sem rækt að hef ur hvað best sam band ið við sína um bjóð end ur í gegn um hér aðs frétta blöð in. Eng inn þing mað ur hef ur til að mynda kom­ ið oft ar í heim sókn á Skessu horn, hvort sem kosn ing ar eru í nánd eða ekki, en Jón og jafn an gust ar tals vert af hon um í þeim heim sókn um. Vill berj ast fyr ir full veld inu Nú í að drag anda kosn inga hef ur Jón Bjarna son þá sér stöðu í þessu kjör dæmi að standa fyr ir sjálf stæðu fram boði, reynd ar und ir regn hlíf Regn bog ans sem býð ur fram lista í öll um kjör dæm um. Jón er einnig ald urs for seti odd vita fram boða í land inu, 69 ára gam all, og tíð ar­ and inn á Ís landi seg ir að fólk á þess­ um aldri eigi ekki að bjóða sig fram til Al þing is. Jón er ó sam mála því. „Það við gengst mjög víða er lend­ is að fólk eldra en ég sitji á þingi. Fólk á þess um aldri get ur haft mik­ il á hrif, lát ið margt gott af sér leiða, enda kom ið með mikla reynslu. Ég er mjög bar átt uglað ur í eðli mínu, er brenn andi í hug sjón um og til­ bú inn að láta verk in tala. Á stæð­ an fyr ir því að ég vil halda á fram og tel þörf fyr ir að mín rödd heyr­ ist á fram, er að ég vil berj ast fyr­ ir full veldi lands ins. Það tók okk­ ur lang an tíma að berj ast fyr ir því að verða full valda þjóð. Ég lít á inn­ göngu í ESB sem fórn á full veld inu. Um sókn um ESB þýð ir í raun að­ ild og nú er allt á fullu við að inn­ leiða til skip an ir Evr ópu sam bands­ ins. Við meg um ekki láta það ger­ ast, ég og mitt fólk mun um berj­ ast á fram," seg ir Jón sem er einn af börn um lýð veld is ins, fædd ist í árs­ lok 1943. Heim sótti alla leik skól ana Að spurð ur um kosn inga bar átt una núna, svo sem kosn inga fund ina, seg ir Jón að fund irn ir séu með öðr­ um brag en áður, ein hverra hluta vegna séu það færri og af mark aðri mál sem koma þar við sögu, eink­ um skulda mál heim il anna. „Auð­ vit að eru skulda mál in mjög sár og sorg legt að ekki hafi náðst að taka strax og fast á þeim mál um. Það er for gangs at riði að koma til móts við þá sem verst eru sett ir," seg­ ir Jón og bæt ir við: „ Hérna áður fyrr voru haldn ir fram boðs fund ir í hverju byggð ar lagi og þar var rætt um þau mál sem á fólk inu brann. Við fund um það vel í kjöl far hruns­ ins að það eru grunnatvinnu veg irn­ ir sem björg uðu okk ur, land bún að­ ur inn, sjáv ar út veg ur inn, mat væla­ fram leiðsl an og ferða þjón ust an, sem bygg ir á gæð um lands byggð­ ar inn ar. Sókn ar fær in eru því mik il á lands byggð inni. Ég hef alltaf lagt mig fram þar sem ég hef starf að, hvort sem ég hef ver ið við bú skap í Bjarn ar höfn, kenn ari á Hvann eyri, skóla stjóri á Hól um eða á þingi. Á fjöl breytt um starfs vett vangi hef ég kynnst vel at vinnu­ og mann líf inu á lands byggð inni," seg ir Jón. Þeg ar blaða mað ur Skessu horns hef ur orð á því hvað hann hafi ver ið ið inn í heim sókn um sín um og sést víða þar sem marg ir hafa ver ið sam an komn­ ir, seg ir Jón. „Já, það er ekk ert mik­ il væg ara en að hitta fólk. Eitt vor­ ið ein setti ég mér að heim sækja alla leik skól ana í kjör dæm inu. Ég hef alltaf lit ið svo á að leik skól arn ir séu hvað mik il væg ustu stofn an irn ar til að skapa góða bú setu. Leik skól inn er líka fyrsta skóla stig ið. Þess vegna ættu leik skóla gjöld alls stað ar að vera lág, til að all ir hafi efni á því að hafa börn in sín í leik skóla," sagði Jón Bjarna son að end ingu. þá Við ar Páll Haf steins son eig andi Báta hall ar inn ar á Hell issandi af­ henti á dög un um Björg un ar sveit­ inni Lífs björg í Snæ fells bæ dósa­ söfn un ar kassa að gjöf. Til efn ið var að nýja björg un ar stöð in var tek in í notk un í vet ur. Verð ur dósa söfn un­ ar kass inn stað sett ur á tjald stæð inu á Hell issandi. Fyr ir á björg un ar sveit­ in fjóra kassa sem stað sett ir eru á hin um ýmsu stöð um í sveit ar fé lag­ inu. Dósa söfn un er ein af stærstu fjár öfl un um björg un ar sveit ar inn ar. Dav íð Óli Ax els son, for mað ur Lífs­ bjarg ar vill koma á fram færi þakk­ læti til Báta hall ar inn ar. þa Skaga mað ur geng ur á Ev er est Báta höll in gaf dósa söfn un ar kassa Jón Bjarna son al þing is mað ur. „Hef alltaf ver ið bar áttu mað ur í eðli mínu“ Rætt stutt lega við Jón Bjarna son ald urs for seta odd vita fram boð anna Fé lag ar í karla kórn um Heið björtu á æf ingu í Langa holti í síð ustu viku. Karla kór inn Heið björt held ur vor tón leika síð asta vetr ar dag

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.