Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 49
FRÆÐIGREINAR / PERSÓNUGREINING f GAGNAGRUNNI ferlið og setja hlið við hlið nafnið eða kennitöluna sem fór inn og dulkóðað fastanúmer sem kemur út fyrir hvert nafn eða kennitölu. Slíka töflu má einnig smíða fyrir afmarkaðan hóp manna. Ef tekin yrði ákvörðun um að fara til baka í gagnagrunninum, til dæmis ef Alþingi heimilaði opnun grunnsins með lagabreytingu eða dómstóll dæmdi að opna skyldi grunninn vegna dómsmáls, þá tekur það einungis augnablik að búa til uppflettitöflu fyrir alla þjóðina eða fyrir þann hóp sem óskað væri eftir að finna. Ein- ungis þyrfti að kalla til handhafa dulkóðunarfallsins (eða fallanna) og renna nöfnum eða kennitölum hópsins í gegn. Ferlið við flutning upplýsinga er að heilbrigðis- stofnun einstefnudulkóðar kennitölu yfir í fasta- númer og afritar síðan og tengir heilbrigðisupplýsing- arnar úr sjúkraskránni við fastanúmerið í stað kenni- tölunnar. Þetta er síðan sent til dulkóðunarstofu Per- sónuverndar. Landlæknir einstefnudulkóðar kenni- tölur þeirra sem hafa sagt sig úr grunninum að fullu eða að hluta til og sendir þá skrá til dulkóðunarstofu. Dulkóðunarstofa skal sía burt upplýsingar um þá sem sagt hafa sig úr grunninum, endurdulkóða síðan fastanúmer og senda þau ásamt áföstum upplýsing- um áfram til gagnagrunnsins. Það er því ljóst að það verða margir handhafar að fallinu fyrir einstefnudul- kóðun. Hver sem er þeirra gæti búið til uppflettitöflu yfir þau fastanúmer sem fara til dulkóðunarstofu. 2.3. Persónugreining við undirbúning gagna Til að flytja gögn í gagnagrunn á heilbrigðissviði þarf að opna þau og lesa og skrá á rafrænan hátt. A þessu stigi eru gögnin að fullu persónugreinanleg. Þetta gildir um öll gögn sem fyrir eru og ætlun er að flytja í gagnagrunninn. Þetta gildir einnig um gögn allra þeirra 20.000 manna sem hafa hafnað því að taka þátt í gagnagrunninum með bréfi til landlæknis því þeir sem undirbúa gögnin til flutnings eiga ekki að vita hverjir hafa sagt sig úr gagnagrunninum. Þá gildir þetta einnig um allar upplýsingar um látið fólk, heilsufarsskýrslur þeirra verða opnaðar og lesnar og undirbúnar fyrir flutning í gagnagrunninn. Þessi skoðun allra heilsufarsupplýsinga er gerð í öðrum til- gangi en þeirra var aflað. Jafnframt verða í óþökk þeirra fleiri en 20.000 manna sem sagt hafa sig úr grunninum lesin gögn um þá í öðrum tilgangi en þeim var upphaflega safnað, þau búin til flutnings og send í átt til gagnagrunnsins. Ef mistök verða hjá dulkóð- unarstofu gætu þau gögn einnig farið alla leið í grunn- inn þrátt fyrir að bann hafi verið lagt við því. 3. Persónugreining með samanburði á munstrum ættartrjáa Gagnagrunnslögin heimila samtengingu upplýsinga úr gagnagrunni á heilbrigðissviði við gagnagrunn með ættfræðiupplýsingum. Samkvæmt öryggisskil- málum sem gerðir voru fyrir Persónuvernd (17) verð- Tafla 1. Uppflettitafla fyrir nöfn einstaklinga og fastanúmer þeirra gerð með MD5 hakkafallinu (hash function). Stak Inntak,x Hakkafall Úttak, h (hakk) eða fastanúmer xi Pétur Pálsson H(x±) 012578f77e5820f2c5bdfcd48ec273ce X2 Pálína Pétursdóttir H(x2) 5cel8blcaca938a8b88161344537723f x3 Jón Jónsson H(x3) 766308e6bf587715483772c8f5blc3c6 X4 Anna Hallsdóttir H(x4) 823add31el475737bb8d8351ca914c0f x5 Jón Pétursson H(x5) 5f04fafb74f2ecd7d66d2274d6fb78ad X6 Helga Pétursdóttir H(xe) 192al5b61372ea29a955027f7b7cfd59 x7 Eva Pétursdóttir H(x7) 4e326404c5b0d75dcb76a3a7b634c320 x8 Páll Pétursson H(xg) 762764495e433a7al6d2f27dd3a4b236 X9 Þóra Jónsdóttir H(x9) 7el38088511b5d6a68e2860bfb7848c8 X10 Harpa Jónsdóttir H(x10) 454d832d78a28fbd3c3fce5904377934 X13 Helgi Helgason H(x13) de0218al78a2e2bafc20279c57914626 X14 Halla Bjarnadóttir H(x14) 8b93dl3bf2583ecd43681a93bcb091c2 X15 Birna Bjarnadóttir H(x15) 9f9d61a835cacfl67bc97ff06bfde8ba X12 Björn Geirsson H(x12) 727b4cb208be9eb929a9526el200197b ur ættfræðigagnagrunnur rekstrarleyfishafa dulkóð- aður á sama hátt og gagnagrunnur á heilbrigðissviði. Sama gildir um gagnagrunn með erfðafræðilegum upplýsingum sem einnig er fyrirhugað að tengja við hina grunnana. Grunnarnir þrír verða að hafa sömu fastanúmer (eða að minnsta kosti einkvæma svörun á milli) til þess að samtenging grunnanna sé möguleg. Ættfræðigagnagrunnur er hins vegar einnig til hjá rekstraleyfishafa með nöfnum (og/eða kennitölum) einstaklinga. Þær upplýsingar eru einnig til annars staðar í þjóðfélaginu og fyrirætlanir eru um að veita almenningi netaðgang að þeim gagnagrunni. Þar sem sami gagnagrunnur er til bæði með nöfnum eða kennitölum og með fastanúmerum (dulkóða) getur sá sem hefur aðgang að báðum grunnunum, þeim með fastanúmerum og þeim ódulkóðaða, persónu- greint einstaklinga í hinum dulkóðaða grunni með samanburði á ættarmunstrum. Fræðilega séð er geysihár fjöldi mögulegra ættar- trjáa á milli einstaklinga í einhverjum hópi (fjöldi möguleika er veldisfall af fjölda einstaklinga). Hið raunverulega ættartré þessa hóps einstaklinga er því líklega einstakt og frábrugðið að lögun frá ættartré annars hóps jafnmargra einstaklinga. Fjöldi barna og kynferði og tengingar einnar ættar við aðrar ættir með giftingu og barneignum eru einstakt munstur sem nota má til að þekkja fjölskyldur. Það eru um það bil 2.500 sex barna fjölskyldur og innan við 20.000 tveggja barna fjölskyldur í landinu. Aðrar al- gengar fjölskyldumyndir eru á milli þessa í fjölda. Tengingar fjölskyldna geta gert munstur þeirra ein- stök og þar með auðkennanleg. Jónsætt og Gunnuætt eru einstakar eins og aðrar ættir landsins og þekkjast hvort sem einstaklingarnir í ættartrénu eru tilgreindir með nöfnum eða dulkóðuðu fastanúmeri. Auðveldara er að bera kennsl á tiltekna sex barna fjölskyldu en á tiltekna tveggja barna fjölskyldu því þær eru færri og möguleg fjölskyldumunstur eru fleiri. Algengustu fjölskyldur eru tveggja og þriggja barna fjölskyldur. Ef fæðingarröð er þekkt eru um það bil 5.000 fjölskyldur af hverri gerð tveggja barna Læknablaðið 2001/87 813
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.