Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2002, Page 64

Læknablaðið - 15.06.2002, Page 64
UMRÆÐA & FRÉTTIR / RITFREGN Hjartavernd gefur út bækling um háþrýsting og heilablóðfall Hjartavernd hefur gefið út nýjan bækling í ritröð samtakanna um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. I þessum bæklingi er fjallað um háþrýsting og heila- blóðfall sem er einn helsti áhættuþátturinn í þeim sjúkdómaflokki. I inngangi bæklingsins segir svo: „Háþrýstingur og heilablóðfall tengjast náið. Háþrýstingur eykur verulega hættuna á því að fá heilablóðfall. Hann er oft einkennalítill. Mæling á blóðþrýst- ingi er mikilvæg og nauðsynlegt er að taka því alvarlega ef hann mælist of hár. I bæklingnum er meðal annars sagt frá niðurstöðum úr rannsókn Landspítala- Háskólasjúkrahúss á tíðni heilablóðfalls.. Sagt er frá flokkun heilablóðfalls, byrjunareinkennum, meðferð, afleiðingum og áhættuþáttum. Háþrýstingur er skilgreindur og greint er frá þróun á meðferð hérlendis út frá niðurstöðum úr Hóprannsókn Hjartaverndar. Þá er sagt frá lyijameðferð við háþrýstingi." Bæklinginn sem er 16 bls. að stærð má nálgast í afgreiðslu Hjartaverndar, Holtasmára 1,201 Kópavogi. Áskrifendur Læknablaösins eru vinsamlega beðnir að tilkynna aðsetursskipti. Tilkynnið breytingar á heimilisfangi í síma 564 4104 eða í netfang: ragnh@icemed.is Við flutning til útlanda Við flutning til útlanda fellur niður áskrift að Læknablaðinu sem greidd er með félagsgjöldum til LÍ. Læknar sem vilja halda áskrift að blaðinu þurfa að æskja þess sérstaklega. Áskriftar- gjald er kr. 6.000 án virðisaukaskatts og ber að greiða fyrirfram. Sími vegna áskriftar Læknablaósins er 564 4104; netfang: ragnh@icemed.is 528 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.