Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2004, Side 44

Læknablaðið - 15.11.2004, Side 44
FRÆÐIGREINAR / HEILABILUN ALDRAÐRA sem lifun þeirra er meiri. Eftir því sem heilabilun er á hærra stigi hjá konum því líklegra er að þær vistist sem bendir til þess að forgangsröðun kvenna sé með eðlilegum hætti. Aldur og hreyfigeta voru sterkustu spáþættir lif- unar hjá körlum og er það í samræmi við fyrri úttekt á vistunarmati aldraðra (8) þar sem hópnum var ekki skipt upp eftir stigi heilabilunar og styrkir það skoðun höfunda að þessir spáþættir séu raunverulegir. Óró- leiki spáir fyrir um skertar lífslíkur hjá körlum með mikla eða afar mikla heilabilun og er það viðbót við niðurstöður fyrri rannsóknar. Skert stjórn á þvaglátum og hægðum hjá konum með væga heilabilun kom út sem verndandi þáttur en ólíklegt verður að teljast að það hafi verndandi áhrif. Líklegra er að sú niðurstaða hafi fengist fyrir tilviljun en hafa verður í huga að dálitlar líkur eru á því að einhver fölsk marktæk niðurstaða fáist þegar verið er að skoða marga hópa en hér er verið að skoða fjóra hópa hjá báðum kynjum. Pað sem styður það er með- al annars að skert stjórn á þvaglátum og hægðum var ekki marktækur spáþáttur hjá öðrum hópum en kon- um með væga heilabilun í þessari rannsókn né í fyrri úttekt á vistunarmati aldraðra (8). Að öðru leyti var niðurstaðan svipuð og hjá körlum en aldur við fyrsta mat og hreyfigeta voru sterkustu spáþættirnir. Hægt væri að gera áhættumatið mun nákvæmara ef vistun- armatið innihéldi ítarlegri heilsufarsupplýsingar. í bandarískri rannsókn þar sem athugaðir voru áhættuþættir fyrir því að lifa skemur en sex mánuði eftir vistun í hjúkrunarheimili kom í ljós að helstu áhættuþættirnir voru: Engin geta á ADL kvarða, karl- ar, krabbamein, súrefnismeðferð og að lokum hjarta- bilun (25). Úthlutun plássa á hjúkrunarheimili væri markvissari ef tekið væri mið af þessum þáttum en þá er gengið út frá skoðun höfunda um að þeir sem eiga skemmst eftir ólifað eigi að fá forgang í pláss. Rökin fyrir því eru meðal annars þau að það er fjárhagslega erfitt að vista aldraða, sem eiga mörg ár eftir ólifuð, í hjúkrunarrými. Auk þess eru aldraðir sem eiga stutt eftir ólifað að jafnaði veikari og hafa því meiri þörf á því að vistast. Nokkur breytileiki var á meðalstigum fyrir heilabil- un hjá mismunandi hjúkrunarheimilum. Sum hjúkr- unarheimili eru með sérstaka heilabilunardeild og eru því betur í stakk búin til að taka við heilabiluð- um einstaklingum og hefði því mátt búast við að þau væru með hæstu meðalstigin. Það er þó engan veginn ljóst hvaða hjúkrunarheimili hafa þessar heilabilun- ardeildir þegar tafla IX er skoðuð. Þegar skoðaðar eru vistanir fyrir hærri stig heilabilunar (þó nokkur, mikil og afar mikil heilabilun) má segja að munurinn minnki en þar sést að hjúkrunarheimilin með lægstu meðalstigin fyrir heilabilun eru að taka inn þó nokk- urn fjölda á hærra stigi heilabilunar. Það er mjög ein- kennilegt að hjúkrunarheimili með sérstaka heilabil- unardeild skuli ekki skera sig úr hvað varðar vistanir heilabilaðra. Ef til vill er skýringin sú að aðrar deildir hjúkrunarheimila, sem innihalda sérstaka heilabilun- ardeild, stíli inn á að taka inn aldraða með væga eða enga heilabilun og jafnast þannig út vægi sérstöku heilabilunardeildanna. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að endurskoða þurfi forgangsröðun karla í hjúkrunar- rými á þann veg að karlar á hærri stigum heilabilunar fái meiri forgang á karla á lægri stigum heilabilunar. Ekki var um mikla viðbót að ræða við fyrri grein um vistunarmat aldraðra (8) varðandi spáþætti lifunar en greinin styrkir þó fyrri niðurstöður um að aldur og hreyfigeta séu marktækir spáþættir lifunar. Einnig kom fram að óróleiki hjá öldruðum körlum með mikla og afar mikla heilabilun spáir fyrir um lifun með mikilli marktækni. Notast má við það þegar for- gangsraðað er á biðlista í hjúkrunarrými hjá körlum. Athuga þarf hvort hjúkrunarheimili með sérstakar heilabilunardeildir séu að taka inn aldraða með mestu vitrænu skerðinguna og bæta valið ef hægt er. I þessari rannsókn voru spáþættir vistunar ekki athug- aðir. Það er þó full þörf á að gera slíka rannsókn hér á landi því að ef áhættuþættir vistunar eru þekktir þá er auðveldara finna þá sem þurfa mesta aðstoð og hugsanlega gera þeim mögulegt að dvelja lengur heima. Þakkarorð Vísindasjóði um Alzheimersjúkdóma og skylda sjúk- dóma (VASS) eru veittar sérstakar þakkir fyrir að styrkja þetta verkefni. Einnig eru Hrafni Pálssyni, Hermanni Bjarnasyni og Oddnýju Vestmann í Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyti, Sigríði Vilhjálms- dóttur hjá SKÝRR og riturum á Landakoti færðar bestu þakkir fyrir hjálpina. Heimildir 1. Bharucha AJ, Pandav R, Shen C, Dodge HH, Ganguli M. Pre- dictors of nursing facility admission: A 12-year epidemiological study in the united states. J Am Geriatr Soc 2004; 52:434-9. 2. Hebert R, Brayne C. Epidemiology of vascular dementia. Neuro- epidemiology 1995; 14:240-57. 3. Smith GE, Kokmen E, O’Brien PC. Risk factors for nursing home placement in a population-based dementia cohort. J Am Geriatr Soc 2000; 48:519-25. 4. Rice DP, Fox PJ, Max W, Webber PA, Lindeman DA, Hauck WW, et al. The economic burden of alzheimer’s disease care. Health Aff (Millwood) 1993; 12:164-76. 5. Morris SA, Sherwood S, Morris JN. A dynamic model for ex- plaining changes in use of iadl/adl care in the community. J Health Soc Behav 1996; 37:91-103. 6. Schulz R, O’Brien AT, Bookwala J, Fleissner K. Psychiatric and physical morbidity effects of dementia caregiving: Prevalence, correlates, and causes. Gerontologist 1995; 35: 771-91. 7. Rabins PV, Mace NL, Lucas MJ. The impact of dementia on the family. JAMA 1982; 248: 333-5. 8. Ingimarsson O, Aspelund T, Jónsson PV. Vistunarmat aldraðra á árunum 1992-2001 - tengsl við lifun og vistun. Læknablaðið 2004; 90:121-9. 9. Jóhannesdóttir GB, Jónsson PV. Vistunarmat aldraðra í Reykja- vík 1992. Læknablaðið 1995; 81:233-41. 10. Smith GE, O’Brien PC, Ivnik RJ, Kokmen E,Tangalos EG. Pro- 772 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.