Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2004, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.11.2004, Qupperneq 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR LÍ um leiðum. Stjórn læknafélagsins vill leggja til að aðalfundurinn skori á Alþingi og ríkisstjórn að hafa forgöngu um aðgerðir til að auka heilbrigði Íslend- inga með hollara mataræði og aukinni hreyfingu, að gerð verði áætlun í þessu skyni sem hafi heilsurækt til eflingar lýðheilsu á íslandi að leiðarljósi. Höfð verði til hliðsjónar markmið-11 í gildandi heilbrigðisáætlun og markmið Manneldisráðs um mataræði og bætiefni, að mótuð verði stefna af hálfu ríkisstjórnarinnar sem fjallaði um: a. breyttar áherslur í verðlagsmálum neysluvara, b. almenningsfræðslu, c. breytta námsskrá leik- og grunnskóla, d. stuðning við menningartengda hreyfingu barna og unglinga auk keppnisíþrótta, e. aukna áherslu á almenningsíþróttir og aðstöðu almennings til útivistar og annarrar hreyfingar. Haft yrði í huga að gera þetta að sjálfsögðu að spennandi og skemmtilegu verkefni fyrir þjóðina til að fást við og að það hefði þverpólitíska skírskotun. Sköpuð yrðu skilyrði fyrir þegnana til að velja skyn- samlega í þessum efnum þannig að bágur efnahagur og skortur á fræðslu og upplýsingum hefði sem minnst áhrif á ákvarðanir til heilsubótar. Sérhver vegferð byrjar á fyrsta skrefinu. Þó ein- semdin sé stundum tignuð í skáldlegum sýndarveru- leika eða uppskrúfuðum hégóma sjálfstilbeiðslunnar er maðurinn í raun annarra manna. Til þess að hafa fullt gagn af lífinu þarf hann að lifa því með öðrum. Við erum hér öll saman í Nesi, heilbrigðisráðherra, landlæknir og fulltrúar læknastéttarinnar. Við tökum auðvitað tillit til þeirrar lífspeki sem Vilmundur land- læknir benti á að góð heilbrigði verður aldrei annað né meira en dýrmætt tæki til að lifa lífinu. Og geri menn hana að upphafi, endimarki og inntaki lífs síns, hvað er þeim þá orðið úr lífinu sjálfu, spurði hann. Það var skrifað fallega um Þorstein Egilsson. Og mestu var hampað að hann hefði verið hófsamur um flesta hluti. Við getum stutt þjóðina í að auka heil- brigði sína mitt í allsnægtum sínum - með hófi um þá hluti sem hún aflar fyrirhafnarlaust, matar og hreyf- ingarleysis. Og bent henni á að í því geti falist unaður að sínu leyti. Aðalfundur Læknafélags íslands er settur. Frá fundarstörfum í Nesi. Arnór Víkingsson rœðir frœðslumálin en við há- borðið sitja Jón Snœdal sem lét afvaraformennsku í LÍeftir átta ára starfog við hlið hans Hulda Hjartar- dóttir sem er nýr varafor- maður. Stjórnarkjör LÍ Að vanda fór fram stjórnarkjör á aðalfundi en það átti sér þann aðdraganda að fyrir fundinum lá til- laga um breytingu á skipan stjórnar. Tillagan var á þá leið að stjórnin lagði til að formenn þriggja félaga lækna, Félags íslenskra heimilislækna, Sér- fræðingafélags íslenskra lækna og Félags ungra lækna, ættu ekki lengur sæti í stjórn heldur yrði meðstjórnendum fækkað úr sex í fimm og þeir allir kjörnir á aðalfundi. Allmiklar umræður urðu um þessa tillögu og sýndist mönnum sitt hvað. Einkum töldu fund- armenn brýnt að ungir læknar ættu öruggt sæti í stjórn LÍ. Niðurstaðan varð sú að meðstjórnendum var fækkað um einn, af þeim eru fjórir kosnir á aðal- fundi en FUL tilnefnir áfram einn meðstjórnanda. Að þessu loknu var gengið til stjórnarkjörs. Samkvæmt lögum félagsins átti að kjósa nýjan rit- ara og varaformann. Jón Snædal sem gegnt hefur varaformennsku í félaginu í átta ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs en í hans stað var Hulda Hjart- ardóttir kjörin varaformaður. Hulda hafði verið ritari en í hennar stað var kjörinn Ófeigur T. Þor- geirsson sem verið hafði meðstjórnandi. Ný inn í stjórn kom jafnframt Sigríður Ólína Haraldsdóttir lungnalæknir. Stjórn LÍ fyrir starfsárið 2004-2005 er því þannig skipuð: Formaður: Sigurbjörn Sveinsson Varaformaður: Hulda Hjartardóftir Gjaldkeri: Birna Jónsdóttir Ritari: Ófeigur T. Þorgeirsson Meðstjórnendur: Bjarni Þór Eyvindsson, Elínborg Bárðardóttir, Páll H. Möller, Sigríður Ó. Haralds- dóttir, Sigurður Einar Sigurðsson. Endurskoðandi: Einar H. Jónmundsson, til vara Þengill Oddsson. Læknablaðið 2004/90 779
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.