Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2006, Page 22

Læknablaðið - 15.09.2006, Page 22
FRÆÐIGREINAR / HEILSUEFLING í LEIKSKÓLA Tafla II. Lýðfræðilegar og starfstengdar breytur út frá niðurstöðum spurningaiista frá leikskólunum 16. Unnið út frá flokkunum sem mynda vinnumatseinkunn (n=241). Flokkar leikskóla Breytur: A= Vinnuumhverfi mjög gott B= Vinnuumhverfi gott C= Vinnuumhverfi nokkuð gott D= Vinnuumhverfi sæmilegt Fjöldi starfsmanna*** 33 75 91 42 Meöalaldur starfsmanna - ár 33±11 35 ± 12,5 37±12 40±12 Fjöldi ófaglæröra* 18 (58%) 43 (59%) 50 (55%) 13 (31%) Starfsaldur - ár 6±6,5 6±9 6±7 7±7 Skipt um starf á síðustu 5 árum - fjöldi 13(43%) 45 (64%) 52 (63%) 19 (47%) Starfsmenn sem segjast vinna aukavinnu fjöldi* 13 (39%) 17(23%) 17(19%) 6(14%) *p<0,05 ***p<0,001 lærða starfsmenn annars vegar og ófaglærða starfs- menn hins vegar (tafla II). Ófaglærðir starfsmenn eru fæstir í flokki D (31%) en 55-60% í hinum flokkunum (p<0,05). Ekki er marktækur munur milli flokkanna út frá starfsaldri á leikskólunum en hann er frá rúmlega sex ára upp í tæplega sjö ára starfsaldur ÍD(taflalI). Yfir 60% starfsmanna í B og C hefur skipt um starf á síðustu fimm árum, en um 45% í A og D. Hins vegar hefur enginn í D skipt um starf þrisvar eða oftar en yfir 20% starfsmanna í öðrum flokk- um (p<0,01). Fæstir starfsmenn í D vinna aukavinnu, eða um 14% (p<0,05). Fjöldinn er mestur í A, eða um 40% starfsmanna (tafla II). Tafla III. Erfiðar vinnustellingar starfsmanna á ieikskótum út frá niðurstöðum spurningalista. Fjöldi starfsmanna í hverjum flokki, hundraðshiuti í sviga. Flokkar leikskóla Vinnustellingar, oft eða mjög oft A n=30 B n=67 C n=82 D n=38 Vinna með hendur langt frá líkama*** 6 (19%) 34 (51%) 26 (32%) 6 (16%) Snúinn 8 (29%) 27 (40%) 27 (34%) 12 (32%) Bolur - mjög álútur 18 (58%) 51 (73%) 65 (78%) 23 (62%) Krjúpandi 19 (63%) 46 (66%) 53(63%) 24 (62%) Á hækjum sér 22 (73%) 55 (78%) 59 (68%) 21 (58%) Lyfta, bera upprétt, miölungs byrði 10(33%) 27(41%) 32 (39%) 15 (38%) Lyfta, bera álút, miðlungs byrði 5(17%) 17 (27%) 19(24%) 7 (18%) ***p<0,001 Starfsmenn voru spurðir hvort aðstaðan á deild- inni væri þannig að hægt væri að vinna í þægilegum vinnustellingum. Svörunin sýnir að 90% þeirra er svara í A segja já að mestu eða að nokkru leyti á meðan 60-70% svara slíku játandi í hinum flokk- unum þremur (p<0,01). Spurningin varðandi þrengsli sem hefur valdið óþægindum í síðasta mánuði sýnir að í D segja 67% já, oft eða stundum, 60% í C og um 50% í A og B . Niðurstaða varðandi aðstöðu og þrengsli styður vinnumatseinkunnina. Pó sker D sig úr varðandi aðstöðu en starfsmenn þar meta aðstöðu sína betri en starfsmenn í B og C. Hávaði er sá þáttur í umhverfinu sem hefur valdið starfsmönnum mestum óþægindum í síð- asta mánuði. Starfsmenn í A-C segja í yfir 90% tilvika að hávaðinn valdi óþægindum en um 80% í D (p<0,05). Hávaðamælingarnar staðfesta mikinn hávaða í vinnuumhverfi starfsmanna. Meðaltalshljóðstig var frá 77,5-88,5 dB. Viðmiðunin er að meðal- talshávaði eigi ekki að fara yfir 85 dB á átta stunda vinnudegi. Tíu mælingar af 14 voru yfir þeirri við- miðun. Hæstu hljóðstig eiga ekki að fara yfir 110 dB. Pau mældust 109-125 dB. Aðeins ein mæling var undir 110 dB. Ómtímamæling fór fram í einum leikskóla og taldist vera mjög gott ástand í þeim skóla. Viðmiðunin er að ómtíminn sé sem stystur þannig að hljóðendurkastið verði sem minnst. Þegar kunnátta varðandi líkamsbeitingu er skoðuð sést að um helmingur starfsmanna í A-C hefur fengið kennslu en um 70% starfsmanna í D (p<0,001). Hins vegar hefur 30-40% ófaglærðra fengið kennslu í A-C en um 70% í D. Þegar litið er á vinnustellingar starfsmanna (tafla III) kemur í Ijós að þrátt fyrir mismunandi vinnuumhverfi er aðeins marktækur munur milli flokkanna í einni þeirra, að vinna með hendur langt frá líkama. Þar segja innan við 20% í A og D að þeir séu oft eða mjög oft með hendur langt frá líkama en allt að 50% í B (p<0,001). í öðrum vinnustellingum er áberandi að 58-78% starfs- manna í öllum flokkum svara að þeir vinni oft eða mjög oft í vinnustöðum niður við gólf. Hins vegar segjast aðeins um 17-41 % í hverjum flokki vera oft eða mjög oft að vinna snúnir eða að lyfta og bera. Félagslegir og andlegir þættir í spurningunum er vörðuðu félagslega og andlega þætti reyndist marktækur munur milli vinnumats- flokkanna í nokkrum þáttum (tafla IV). Starfsmenn í D fá hæstu svörun í fjórum af sex spurningum þar sem marktækur munur er milli flokka. Flokkur A kemur aðeins á einum stað 602 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.