Þjóðlíf - 01.01.1988, Side 13

Þjóðlíf - 01.01.1988, Side 13
I N N LENT • Á íslandi eru mörg hótel í byggingu. Harðnandi samkeppni Undirboö á hótelum. Færri pantanir á hótelum í Reykjavík. Bjarni Sigtryggsson á Sögu: Nýju hótelin afla ekki nýrra viöskiptavina - markaöurinn stækkar ekki. Harðnandi samkeppni þarf ekki að leiða til stærri markaðar og í þessu tilfeUi virðist mér því miður að sú sé raunin, sagði Bjami Sigtryggsson aðstoðarhótelstjórí í samtali við Þjóðlíf í tilefni af fjölgun hótela í Reykjavík. Á síðustu mánuðum hafa bæst við 220 hótelherbergi með opnun Holiday Inn og Hótel íslands. Hótel Saga með nýbyggingu sinni hefur einnig sama magn, 220 herbergi. Aukningin er að magni til 20% á hótelrými í Reykjavík og eru margir uggandi um þessa þróun, þar sem þeir telja að fjölgun ferða- manna haldist ekki í hendur við þetta vax- andi framboð. Þeir sem stærstir voru á mark- aðnum fyrir, Hotel Lofleiðir og Saga, telja sig hafa verið að byggja upp ákveðinn mark- að erlendis og óttast nú að hinir nýju sam- keppnisaðiljar taki einfaldlega af þessum markaði en bæti ekki við hann. • Jón Sigurðsson bankamálaráðherra. Frum- varpið gerir ráð fyrir að erlendar peninga- stofnanir geti átt ákveðinn hluta í íslenskum bönkum ,,Því er ekki að leyna, að við höfum orðið varir við undiboð hinna nýju aðilja á þessum markaði. Þrátt fyrir að þeir hafi lýst því yfir að þeir myndu afla nýrra viðskiptavina, skapa sér nýjan markað, hefur sú ekki orðið raunin“, sagði Bjami Sigtryggsson. Mun aðallega vera átt við „helgarpakka“ og er- lenda ferðamenn á fundi og ráðstefnur þegar rætt er um undirboð. „Þessi nýja harða samkeppni hefur einnig leitt til þess að pöntunum hefur fækkað en t.d. á sama tíma fyrir ári, sem er enn ein undirstrikun þess að markaður hinna nýju hótela er ekki viðbót, ekki nýr, heldur hluti af þeim markaði sem við höfum verið að byggja upp“, sagði Bjami Sigtryggsson. Hríngur í uppsiglingu í þessum heimi hótelviðskipta hafa gagn- rýnendur orð á því, að hinn kraftmikli at- hafnamaður Ólafur Laufdal sé að byggja upp hring og styttra gæti orðið til þess að hann næði einokunaraðstöðu en margur héidi. Ólafur Laufdal og fjölskylda hans á nokkur hlutafélög í veitinga og hótelbransa og tengdum viðskiptum; hlutafélög um rekstur Hollywood, Broadway, Hotel Borg, Sjallann á Akureyri og Hótel Akureyri, Ferðaskrif- stofu og Bílaleigu Reykjavíkur, Hótel ísland auk eignaraðildar að Amarflugi og Stjöm- unni. Samkvæmt upplýsingum Frjálsrar verslunar em starfsmenn þessara hlutafélaga að meðtöldu Hótel íslandi um 700 talsins fyrir utan iðnaðarmenn, skemmtikrafta tón- listarmenn og fleiri. „Á litlum markaði þarf ekki mikið til að verða stór, stærstur og hafa einokun“, sagði heimildamaður tímaritsins „en að því er ekki komið enn þá hjá Óla Laufdal". „Eg verð að viðurkenna að ég óttast þjóðhagslegar af- leiðingar þess, að nýir aðiljar á markaðnum séu að bjóða niður á markaði, sem sam- kvæmt öllu eðlilegu ætti að verða fjölbreytt- ur og vaxandi atvinnuvegur á Islandi", sagði Bjami Sigtryggsson. „Lesið Kaldaljós. Það verður enginn svikinn af því.“ Eiríkur Brynjólfsson, Alþýðubladið. Kaldaljós eftir Vigdísi Grímsdóttur 453 bls. Verð kr. 2.290.- „Þessi fyrsta skáldsaga Vigdísar Grímsdóttur er mikið verk og vel unnið. Hæfileikar hennar njótasín hérmjög vel. Kaldaljós er saga sem er skrifuð af miklum næmleik; tilfinningarík. sterk og snertir mann.“ Margrét Eggertsdóttir, Þjóðviljinn. „Frásagnarandinn í bókinni er einstakur. Mér fannst ég ekki vera að lesa heldur var eins og einhver hvíslaði að mér. Hún talar við les- andann, þessi bók, því hún á við okkur erindi. Bókin byggir á sannsögulegum atburðum en þeir eru færðir til í tíma og rúmi þannig að þær fyrirmyndir skipta ekki máli lengur. Aðeins örlög fólksins skipta máli, og manni er ekki sama um Grím Hermundsson en verður samt að játa fyrir sér í lokin að öðruvísi gat ekki farið.“ Eiríkur Brynjólfsson, Alþýðublaðið. „Kaldaljós er óður til fegurðar, trúnaðar, grimmdar, óvenjulega margslungin saga, saga ástar og dulúðar og þó raunsæis. Unnin af mikilli list. Henni skal ekki líkt við neitt. Um sumar bækur á ekki að nota of mörg orð. Því að eins og Vigdís Grimsdóttir skilur manna bezt; orð geta verið hættuleg. Og stöku höf- undum tekst svo að það er sálarbætandi að lesa orðin og allt sem að baki þirra felst. Þannig er Kaldaljós fyrir mér. Listaverk eftir Grím sem ég vildi hafa upp á vegg." Jóhanna Kristjónsdóttir, Morgunblaðið. 13

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.