Þjóðlíf - 01.01.1988, Side 34

Þjóðlíf - 01.01.1988, Side 34
„Dymar standa okkur opnar“ segir Einar Benediktsson sendiherra í Brussel í ÞJÓÐLÍFSVIÐTALI Einn þeirra íslendinga sem hefur fylgst náið með starfsemi Evrópubandalagsins frá upphafi, bœði sem starfsmaður al- þjóðastofnana og sendiherra í aðildar- ríkjum bandalagsins, er Einar Bene- diktsson, sendiherra íslands í Brussel. En jafnframtþví að vera sendiherra í Belgíu og Lúxemborg gegnir hann stöðu fasta- fulltrúa við Atlantshafsbandalagið og er sendiherra Islands við höfuðstöðvar EB í Brussel. „Undirtónninn í Evrópusamvinnunni hefur breyst frá því að ég fór að fylgjast með henni,“ segir Einar, „fyrst sem námsmaður í Bandaríkjunum, á Bretlandi og á Ítalíu, og síðan sem starfsmaður alþjóðastofnunar frá 1956. Þá voru hinir stóru talsmenn Evrópu- hugsjónarinnar enn á sviðinu, þ.e. feður þessarar risavöxnu stofnunar Evrópubanda- lagsins. Þetta voru menn eins og Schuman, utanríkisráðherra Frakklands, Jean Monnet, Konrad Adenauer og Belginn Paul-Henri Spaak. A þessum tíma snerust umræðurnar um sterka sameinaða Evrópu með yfirstjóm sem hefði þegið völd frá stjórnum aðildarríkj- anna. Nú horfir þessi umræða öðruvísi við. Ahersia er miklu frekar á áhrif og sérhags- muni aðildarríkjanna." -Hvaða fyrirkomulag er á samningum ís- lands við EB? „Okkar samningar eru sama eðlis og samningar hinna EFTA-landanna. Þetta em samningar um fríverslun með iðnaðarvömr en inn í samninga einstakra ríkja eru tekin sérstök hagsmunamál hvers og eins. Sérstakt hagsmunamál íslendinga hlaut náttúrlega að vera verslun með sjávarafurðir en um hana eru sérstök ákvæði í samningnum, svokölluð bókun sex. Samkvæmt bókuninni er fríversl- un með aðalútflutningsvöm okkar, frystan fisk og sömuleiðis mjöl og lýsi, niðursoðnar sjávarafurðir og miklar tilslakanir em á toll- um á ísfiski.“ ENDURSKOÐUN VARHUGAVERÐ -Hvað með saltfiskinn? „Þegar samningurinn var gerður var toll- frjáls innflutningur á saltfiski upp að vissu magni í samræmi við GATT-samkomulag þar um. Þessi tollkvóti var nægilega stór til að EVRÓPUBANDALAGIÐ tryggja tollfrjálsan innflutning okkar til þeirra landa sem þá voru í bandalaginu. Síð- an hefur þessi kvóti nokkuð minnkað og um- fram innflutningur til EB-landanna er toll- aður. Þar munar mestu um aðild hinna stóru markaðslanda okkar, Spáns og Portúgals, að bandalaginu. Tollkvótinn hefur í gegnum árin verið svo rúmur að meðaltollur á útfluttum saltfiski hefur verið sáralítill og ekki hamlað útflutn- ingi á saltfiski. Nokkur óvissa hefur ríkt um þetta fyrirkomulag og það er skiljanlegt að íslenskir framleiðendur hafi af því áhyggjur. Það verður hins vegar fullyrt að fram til þessa hafi ekki verið um viðskiptahindranir að ræða. Bandalagið hefur í rauninni ekkert gert annað en það sem það hefur fullan rétt til að gera. Við höfum flutt þetta mál af miklum þunga fyrir bandalaginu við öll hugsanleg tækifæri og höfum hingað til feng- ið því borgið. Þetta mál hefur af einhverjum ástæðum sem ég ekki skil fyllilega, orðið mjög fyrirferðarmikið í íslenskum fjölmiðl- um. Öðrum þræði er ástæðan vafalítið sú að EB hefur þá stefnu að veita viðskiptafríðindi með sjávarafurðir gegn fiskveiðiréttindum hjá viðkomandi löndum. Þetta sjónarmið var okkur íslendingum, að sjálfsögðu ekki að- gengilegt þegar við gerðum fríverslunar- samninginn né heldur er það núna. Ýmsir aðilar hafa þó samið skv. þessu og þar með gert samninga við EB sem eru öðruvísi en þeir sem við höfum áhuga á. En við höfum sem sagt fríverslunarsamning við bandalagið sem tryggir vöruútflutning okkar að veru- legu leyti. Ég tel að það væri mjög varhuga- vert að krefjast endurskoðunar á honum við þessar aðstæður. Að öllum líkindum sætum við uppi með verri samning en við höfum nú.“ RISAVAXIN STOFNUN -Hvernig eru samskipti sendiráðs okkar við stofnanir EB? „Fyrst má nefna að samkvæmt fríversl- unarsamningnum starfar sameiginleg nefnd þessara aðila sem hittist að jafnaði tvisvar á ári. Samskiptum EB við önnur EFTA-lönd er skv. fríverslunarsamningum þeirra á sama veg háttað. Þá vinna EFTA-löndin núorðið mjög mikið saman í málum sem snerta sam- skiptin við EB. Jafnframt höfum við bein tengsl, viðræður og viðtöl með ýmsum hætti við bandalagið um okkar mál og stöðu. Fíingað koma íslenskir ráðherrar, t.d. var • Einar Benediktsson, sendiherra: „Evrópuþjóðirnar munu skiptast í fyrsta og annan flokk - þá sem eru meðlimir í EB og þá sem standa utan við.“ Steingrímur Hermannsson, utanríkisráð- herra, hér í desember og átti tvíhliða viðræð- ur við meðlimi framkvæmdastjórnar EB um þau mál sem helst eru uppi í okkar samskipt- um eins og t.d. saltfiskmálið. Ég vil leggja áherslu á það að mín reynsla og annarra EFTA-fulltrúa hér í Brussel er sú, að dyr þeirra EB-manna standa okkur ávallt opnar. Öll viðskipti við aðila innan Evrópubandalagsins eru lipur og ganga vel fyrir sig. Hitt er svo annað mál að EB er risavaxin stofnun, þar starfa rúmlega tuttugu þúsund manns og deildir innan þess eru mjög stórar og sérgreindar. Þetta er því gífurlega mikið bákn fyrir litla þjóð hvað samskipti snertir. Við einbeitum okkur að sjálfsögðu að þeim aðilum innan EB sem snerta hags- muni okkar og ég get ekki betur séð en að okkur gangi það sæmilega vel." - Hvernig horfir „innri markaður" banda- lagsins við íslandi og hinum EFTA-ríkjun- um? „EB hefur samþykkt áætlun um að koma þessum svokallaða „innri markaði" á fót árið 1992. EFTA-ríkin sex og EFTA sem stofn- un eru í miklum tengslum við bandalagið um þátttöku eftir föngum í þessum innri mark- aði. Á síðustu misserum hefur, að mínu mati, orðið mjög mikilvæg breyting á samskiptum EFTA og EB. EFTA-löndin hafa þróað samskipti sín við EB sem hópur, þ.e. komið fram sem einn aðili. Þetta er nýtt fyrir okkur i samvinnu EFTA-ríkjanna og samskiptunum við EB. Hversu langt við náum áður en upp er staðið vitum við ekki á þessari stundu. Vinnan fer þannig fram að fulltrúar EFTA- landanna og Evrópubandalagsins eiga stöðugt með sér fundi eða nokkra í viku hverri. Mánaðarlega hittumst við sendiherr- ar EFTA-landanna hér í Brussel og á þá fundi kemur framkvæmdastjóri EFTA, Per Kleppe, frá höfuðstöðvunum í Genf. Þá 34

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.