Þjóðlíf - 01.03.1988, Síða 10

Þjóðlíf - 01.03.1988, Síða 10
INNLENT máliö og tengdir stjórnarmönnunum. „Þeir eru „hinir ósnertanlegu,“ og pólitíkusar forðast að fetta fingur út í það sem þarna hefur verið að gerjast árum saman,“ segir Kópavogsbúi sem fylgist náið með bæjar- málefnunum. Björn Þorsteinsson, bæjarritari Kópa- vogs, segir að embættismenn bæjarins hafi ekkert komið nálægt þessum málum. „Ég reikna með að nú verði gengið í eitt allsherj- ar uppgjör á þessum málum og það er svo bæjarstjórnar að ákveða hvaða tilhögun verður á rekstri félagsheimilisins nú eftir að framkvæmdum er lokið,“ segir hann. „Ekki bruðl“ Við gerð fjárhagsáætlunar 1987 gerði eftir- litsmaður framkvæmdanna tillögu um 30 milljón króna framlag svo þeim mætti ljúka í eitt skipti fyrir öll í október á sama ári. Bæj- arstjórn veitti 20 milljónum í verkið. í september vakna menn til vitundar um að verulegar fjárhæðir vantar umfram fjár- hagsáætlun til að ljúka verkinu. Eru þá veitt- ar tvær milljónir í aukafjárveitingu og stefnir bæjarráð ákveðið að því að opna húsið 13. febrúar 1988. A nýsamþykktri fjárhagsáætl- un veitir bærinn enn 15 milljónum til að ljúka framkvæmdunum en þó virðist það hvergi nægja til að borga alla reikninga og fyrir endanleg tækjakaup til félagsheimilisins. Rétt er að geta þess að enginn ber brigður á að eðlilega hafi verið staðið að útboðum allra verkþátta endurbyggingarinnar. „Þetta er ekki bruðl með peninga bæjarins," segir bæjarstjóri. „Þetta er raunverulega gamalt uppgjör sem á sér stað og bærinn er að borga fyrir liðna tíð — fyrir starfsemi FK í gegnum árin og afnot Kópavogskaupstaðar af 3. hæð og fyrir byggingarréttinn af 4. hæðinni," segir einn viðmælandi. í veruleikanum voru þó kaup bæjarins á byggingarrétti 4. hæðar gerð í samningum árið 1971 og með því voru gaml- ar skuldir vegna stofnkostnaðar þurrkaðar út, öll árin greiddi bærinn háa leigu fyrir starfsemi sína á 2. og 3. hæð og veitti FK auk þess styrk til starfsemi sinnar. Heildarkostn- aður bæjarsjóðs vegna þessarar fjögurra hæða byggingar við Fannborg 2 er því langt- um meiri en framlög vegna endurbyggingar- innar segja til um. Þarna blandast saman annars vegar stjórnsýsluhúsnæði bæjarins og einhverskonar lítt skilgreind menningarmið- stöð sem var að sögn aldrei mikið notuð til meningar og félagsstarfs. Má líka minna á að Kópavogsbær er 50% eignaraðili að félagsheimilinu. Því er spurt: Af hverju tók bærinn þá ekki þetta húsnæði að sér að fullu? Svarið vefst fyrir mörgum. Upphaflega mun húsið hafa verið gert að félagsheimili til að njóta styrks úr félags- heimilasjóði en hann hefur veitt nokkrunt hundruðum þúsunda til verksins á hverju ári. Aðalástæðan virðist hins vegar felast í því að engin ákveðin stefnumörkun var gerð um það hvaða skipting væri eðlileg á milli bæjar- ins og aðildarfélaganna og hvaða hlutverki húsið ætti að gegna. Það verður höfuðverkur bæjarfulltrúa að taka afstöðu til málsins þegar endanlegt upp- gjör liggur fyrir — „og það verður ekki há- vaðalaust," segir einn heimildarmaður okk- ar. Stjórn FK hyggst ráða framkvæmdar- stjóra yfir félagsheimilið með haustinu og starfa í samræmi við rekstrarsamninginn frá 1982 sem segir einfaldlega að FK verði sjálfs- eignarstofnun, án beinna afskipta bæjarins sem þó tryggir starfsemina eftir sent áður, verði tap á rekstrinum. Menn höfðu á orði við blaðamann að endalaust mætti deila um hvort hér væri á ferðinni svo miklu dýrari bygging en aðrar nýbyggingar og endurnýjun á húsnæði hins opinbera víðast hvar í þjóðfélaginu og benda m.a. á ráðhús í Reykjavík, endurbyggingu listasafns o.fl. Það má þó vísa til annarrar byggingar sveitarfélags sem opnuð var með viðhöfn um svipað leyti og FK var opnað almenningi. Það er glæsilegt stjórnsýsluhús í Búðardal, 1017 fermetrar að stærð, sem kost- aði fullbúið 45 milljónir og er jafnframt fjöl- nota húsnæði fyrir íbúa staðarins. Ómar Friðriksson. DANSKAR VORDRAGTIR Litir: Dökkblátt, drapplitt, hvítt og grænt. Stærðir: 38-48. Verð: kr. 4.550,-og 6.900,- Póstsendum. ^BSS^SjHSíSSSBl V/LAUGALÆK, S. 33755, PÓSTHÓLF 958, 121 RVÍK. 10

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.