Þjóðlíf - 01.02.1989, Side 10

Þjóðlíf - 01.02.1989, Side 10
INNLENT Þjóðleikhúsið skuldaði 129 milljónir í árslok 1987. Húsið er illa farið og þarfnast viðgerðar strax. Ríkisreikningur 1987: Fjölmargar athugasemdir í skýrslu Ríkisendurskoðunar við ríkis- reikning 1987 koma fram fjölmargar at- hugasemdir. Hér eru nokkur dæmi, tekin af handahófi úr þessari skýrslu: — Þjóöleikhúsið skuldaöi 129 milljónir í árslok 1987 til ríkissjóðs. Þessa skuld mun Þjóðleikhúsið aldrei geta greitt og það er óraunhæft að taka ekki á máli Þjóðleik- hússins og gera forsvarsmönnum þess kleift að reka það samkvæmt raunhæfum áætlunum. — Margir læknar sem gegna fullu starfi hjá opinberum stofnunum eru einnig með eigin rekstur eða í hlutastarfi annars stað- ar. Greiðslur til einstakra lækna eru stund- um mjög háar. — Mörg sjúkrasamlög valda ekki hlut- verki sínu og þekkingu á lögum um al- mannatryggingar er víða ábótavant, svo og bókhaldsþekkingu. — Fangelsismál eru í ólestri. Eitt stórt deildaskipt fangelsi fyrir landið allt gæti sparað verulegarfjárhæðir í rekstrarkostn- aði. — Viðhaldskostnaður þriggja bifreiða lögreglustjóraembættisins á Keflavíkur- flugvelli nam liðlega 3,7 milljónum eða að meðaltali 1.240.000 á hvern bíl. — Endurbætur á skipi Þróunarsam- vinnustofnunar kostaði um 20 milljónir króna, en samkvæmt áætlun áttu þær að kosta 5,5 til 6 milljónir. Ekki var leitað til- boða í verkið. — Við þingfestingu mála fyrir dómi þarf sá sem þingfestir að greiða 250 króna gjald til Lögmannafélagsins auk þingfestingar- gjalds. Ríkisendurskoðun telur ekkert lagaákvæði vera til sem heimilar þetta gjald til Lögmannafélagsins. — Dæmi eru um að einstakir starfs- menn ríkisstofnana hafi fengið greiddar um eða yfir 1600 yfirvinnustundir á árinu 1987 og víöa er mannahald langt umfram stöðu- heimildir. — Endurgreiðsla á 150 milljón króna skuldabréfi sem Hitaveita Suðurnesja gaf út þegar hún keypti Sjóefnavinnsluna er ekki nægilega tryggð. Nauðsynlegt er að það verði Ijóst hvort framkvæmdavaldið geti selt hlutabréf ríkisins án heimildar Al- þingis hverju sinni. — Ábendingar Ríkissjóðs til samgöngu- ráðuneytisins um að skila Sérleyfissjóði, sem hefur verið aflagður, til ríkissjóðs, hafa engan árangur borið. í Sérleyfissjóði eru um 11 milljónir króna. SG. Höfðum engan starfsmann — óskum okkar hafnað — Segir Halldór Blöndal fyrrum yfirskoðunarmaður — Þetta var orðið gamalt og úrelt kerfi og ekki hægt að jafna því á nokkurn hátt saman við það sem nú er eftir þessa breytingu. Við höfðum engan starfsmann og óskuðum með- al annars eftir því að fá löggiltan endurskoð- anda til að starfa með okkur, en það fékkst ekki, sagði Halldór Blöndal alþingismaður Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra. Innan íslenska lagakerfisinser erf- itt að láta einstaka forstjóra, stjórnendur fyrirtækja og framkvæmda bera ábyrgð. 10

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.