Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 15

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 15
INNLENT HAFMENGUN VIÐ ÍSLAND Hreinn sjór — forsenda efnalegrar afkomu Islendinga Allir vita hversu háðir íslendingar eru háðir sjávarútvegi, og að sérstaða íslenskra afurða á erlendum mörkuðum er m.a. talin felast í hreinni afurð, minna mengaðri en aðrar þjóðir geta boðið upp á. Hvers konar mengun hafsins og fiska dregur úr afkomumöguleikum þjóðarinnar. Þar sem mengunar hefur orðið vart, hafa markaðir hrunið. Þannig hrundi fiskiðnaður íra eftir að geislavirkni hafði orðið vart í sjó áfiskimiðum. Þrátt fyrir að fólki sé sagt að viðkomandi meng- un sé langt fyrir neðan hættumörk, þá hætti fólk að kaupa fiskinn. Eins og fram kemur í úttekt Þjóðlífs hefur einungis lítillar geislavirkni orðið vart í hafinu norður af íslandi, en það breytir ekki nauðsyn strangari laga og reglna en tíðkast hafa. Þá kemur m.a. fram, að hætta gæti stafað af flutningi hern- aðartækja í hafinu nærri íslandi. Mengunarslys í sjónum gæti jafnvel verið hernaðarleyndarmál. Samgönguráðherra, sem hefur með þessi mál að gera, kveður Islendinga hins vegar geta bannað flutninga á hættulegum efnum í hafinu umhverfis landið; „Ég tel að okkur sé ekkert að vanbúnaði að setja algjört bann á alla slíka umferð... Þörf á mun betra skipulagi Viðtal við Gunnar H. Ágústsson, deildarstjóra hjá Siglingamálastofnun ríkisins. „Ég tel að íslendingar standi framarlega á alþjóðavettvangi varðandi varnir gegn mengun sjávar. Við erum aðilar að öllum helstu alþjóðasamningum um mengunar- varnir sjávar. A undanförnum árum hafa íslensk stjórnvöld tekið af mikilli alvöru á þessum málum, lagt drög að bættum meng- unarvörnum heimafyrir og tekið af heilum hug þátt í alþjóðlegri viðleitni í þessa átt. Hafið er okkar gullkista og hana verðum við að vernda með öllum tiltækum ráðum“, sagði Gunnar H. Ágústsson hjá Siglinga- málastofnun ríkisins í samtali við Þjóðlíf, þegar hann var spurður hvort Islendingar sinntu mengunarvarnamálum sjávar nægj- anlega vel. Hann starfar við mengunarvarnir sjávar og alþjóðlega samninga í þeim efnum hjá stofnuninni. Stafar íslendingum meiri ógn af utanað- komandi mengun lieldur en mengun sem kemur frá okkur sjálfum? — Þrátt fyrir þá viðleitni okkar á alþjóða- vettvangi og heima fyrir til að draga úr meng- un sjávar, þá steðjar margs konar mengunar- hætta að okkur. Þessi hætta getur reynst okkur afdrifarík og ber okkur því að vera mjög á varðbergi og láta í okkur heyrast ef við teljum hagsmunum okkar ógnað. — Eg tel ekki ástæðu til að óttast mjög þá mengun sem kemur frá okkur sjálfum og fer í hafið, því hún er það lítil. En vissulega má margt betur fara hjá okkur sjálfum og slys geta ætíð átt sér stað. Persónulega er ég mun smeykari við þá mengun sem kemur utanfrá, t.d. frá austurströnd Bandaríkjanna og berst hingað með Golfstraumnum, eða frá olíu- slysum í hafinu suður af íslandi. Þörf á strangari reglum — Ein af þeim mengunarhættum sem ís- lendingar hafa bent á, m.a. á alþjóðavett- Gunnar H. Ágústsson, deildarstjóri hjá Siglingamálastofnun ríkisins. Hann starfar við mengunarvarnir sjávar og al- þjóðlega samninga í þeim efnum fyrir stofnunina. Samkvæmt lögum um varnir gegn mengun sjávar sem sett voru 1986 heyrir slíkt eftirlit undir Siglingamála- stofnun. vangi, stafar frá siglingu skipa milli Evrópu og Bandaríkjanna með ýmiss konar stór- hættuleg efni, t.d. kvikasilfur, ýmis eitur- efni, geislavirk efni og margt fleira. í dag er 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.