Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 15

Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 15
INNLENT HAFMENGUN VIÐ ÍSLAND Hreinn sjór — forsenda efnalegrar afkomu Islendinga Allir vita hversu háðir íslendingar eru háðir sjávarútvegi, og að sérstaða íslenskra afurða á erlendum mörkuðum er m.a. talin felast í hreinni afurð, minna mengaðri en aðrar þjóðir geta boðið upp á. Hvers konar mengun hafsins og fiska dregur úr afkomumöguleikum þjóðarinnar. Þar sem mengunar hefur orðið vart, hafa markaðir hrunið. Þannig hrundi fiskiðnaður íra eftir að geislavirkni hafði orðið vart í sjó áfiskimiðum. Þrátt fyrir að fólki sé sagt að viðkomandi meng- un sé langt fyrir neðan hættumörk, þá hætti fólk að kaupa fiskinn. Eins og fram kemur í úttekt Þjóðlífs hefur einungis lítillar geislavirkni orðið vart í hafinu norður af íslandi, en það breytir ekki nauðsyn strangari laga og reglna en tíðkast hafa. Þá kemur m.a. fram, að hætta gæti stafað af flutningi hern- aðartækja í hafinu nærri íslandi. Mengunarslys í sjónum gæti jafnvel verið hernaðarleyndarmál. Samgönguráðherra, sem hefur með þessi mál að gera, kveður Islendinga hins vegar geta bannað flutninga á hættulegum efnum í hafinu umhverfis landið; „Ég tel að okkur sé ekkert að vanbúnaði að setja algjört bann á alla slíka umferð... Þörf á mun betra skipulagi Viðtal við Gunnar H. Ágústsson, deildarstjóra hjá Siglingamálastofnun ríkisins. „Ég tel að íslendingar standi framarlega á alþjóðavettvangi varðandi varnir gegn mengun sjávar. Við erum aðilar að öllum helstu alþjóðasamningum um mengunar- varnir sjávar. A undanförnum árum hafa íslensk stjórnvöld tekið af mikilli alvöru á þessum málum, lagt drög að bættum meng- unarvörnum heimafyrir og tekið af heilum hug þátt í alþjóðlegri viðleitni í þessa átt. Hafið er okkar gullkista og hana verðum við að vernda með öllum tiltækum ráðum“, sagði Gunnar H. Ágústsson hjá Siglinga- málastofnun ríkisins í samtali við Þjóðlíf, þegar hann var spurður hvort Islendingar sinntu mengunarvarnamálum sjávar nægj- anlega vel. Hann starfar við mengunarvarnir sjávar og alþjóðlega samninga í þeim efnum hjá stofnuninni. Stafar íslendingum meiri ógn af utanað- komandi mengun lieldur en mengun sem kemur frá okkur sjálfum? — Þrátt fyrir þá viðleitni okkar á alþjóða- vettvangi og heima fyrir til að draga úr meng- un sjávar, þá steðjar margs konar mengunar- hætta að okkur. Þessi hætta getur reynst okkur afdrifarík og ber okkur því að vera mjög á varðbergi og láta í okkur heyrast ef við teljum hagsmunum okkar ógnað. — Eg tel ekki ástæðu til að óttast mjög þá mengun sem kemur frá okkur sjálfum og fer í hafið, því hún er það lítil. En vissulega má margt betur fara hjá okkur sjálfum og slys geta ætíð átt sér stað. Persónulega er ég mun smeykari við þá mengun sem kemur utanfrá, t.d. frá austurströnd Bandaríkjanna og berst hingað með Golfstraumnum, eða frá olíu- slysum í hafinu suður af íslandi. Þörf á strangari reglum — Ein af þeim mengunarhættum sem ís- lendingar hafa bent á, m.a. á alþjóðavett- Gunnar H. Ágústsson, deildarstjóri hjá Siglingamálastofnun ríkisins. Hann starfar við mengunarvarnir sjávar og al- þjóðlega samninga í þeim efnum fyrir stofnunina. Samkvæmt lögum um varnir gegn mengun sjávar sem sett voru 1986 heyrir slíkt eftirlit undir Siglingamála- stofnun. vangi, stafar frá siglingu skipa milli Evrópu og Bandaríkjanna með ýmiss konar stór- hættuleg efni, t.d. kvikasilfur, ýmis eitur- efni, geislavirk efni og margt fleira. í dag er 15

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.