Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 59

Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 59
VIÐSKIPTI Einsdæmi í samskiptasögunni Skúli Thoroddsen lögfrœðingur skrifar: Þann 11. janúar s.l. var lögð fram í bæjar- þingi Keflavíkur stefna Flugleiða hf. til máls- höfðunar á hendur Verslunarmannafélagi Suðurnesja. í stefnukröfu sinni krefja Flug- leiðir h.f. Verslunarmannafélagið um skaða- bætur að fjárhæð kr. 500.000. vegna ólög- mætrar verkfallsvörslu þeirra verslunar- manna, er þeir hindruðu m.a. með „líkamlegu ofbeldi að unnt yrði að afgreiða farþega í ýmis flug“ á vegum Flugleiða dag- ana 28.—30. apríl og 2.-3. mai 1988. Málshöfðun þessi er einstök í samskipta- sögu aðila vinnumarkaðarins, einkum fyrir þá sök að ágreiningsefni sem upp hafa komið í verkfalli um framkvæmd þess hafa ævinlega verið felld niður við lausn vinnudeilunnar. Þessi samskiptaregla hefur m.a. verið stað- fest í kjaradeilum opinberra starfsmanna þegar þáverandi menntamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, gekkst undir sam- komulag þess efnis árið 1985 að beita ekki þá kennara refsiaðgerðum sem hugsanlega hefði mátt saka um ólögmætar fjarvistir frá kennslu í kjaradeilu kennara það árið. Máls- höfðun Flugleiða nú kemur því á óvart og sú spurning vaknar hvað þeim gangi til. I þessari grein verður reynt að átta sig á atburðarás verkfallsins og ýmsum vangavelt- um er komu upp í kjölfar hennar. Þann 27. apríl s.l. hófst löglega boðað verkfall Verslunarmannafélags Suðurnesja. Lögðu þá niður vinnu sína m.a. þeir starfs- menn Flugleiða sem unnu við afgreiðslu flugfarþega á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt 18. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur (nr. 80/1938) er þeim sem lögleg vinnustöðvun beinist gegn, óheimilt að stuðla að því að afstýra henni með aðstoð einstakra meðlima þeirra félaga eða sam- banda sem að vinnustöðvun standa. Þetta ákvæði túlka þeir Flugleiðamenn þannig að það banni engan veginn að í verkföllum vinni störf verkfallsmanna aðrir en þeir sem í ákvæðinu greinir. M.ö.o. þeim sem standi utan við Verslunarmannafélagið og reyndar önnur félög innan Alþýðusambands íslands sé heimilt að ganga í störf félaga Verslunar- mannafélagsins. Samkvæmt þessari túlkun sinni hófu ýmsir yfirmenn Flugleiða, m.a. Sigurður Helgason, forstjóri, Björn Theodórsson, Pétur J. Eiríksson o.fl. að inn- rita flugfarþega meðan á verkfalli stóð, en félagar í Verslunarmannafélagi Suðurnesja reyndu að halda uppi verkfallsvörslu. Ágreiningsefnið er hér skýrt. Flugleiðir vilja fá úr því skorið með dómi hvort túlkun þeirra á nefndri 18. gr. sé rétt, þannig að yfirmenn geti gengið í störf undirmanna í verkfalli. I rúmlega hálfrar aldar gildistíma laga um stéttarfélög og vinnudeilur hefur aldrei kom- ið til þess í raun að yfirmenn hlutafélaga eða samvinnufélaga hafi gengið í störf undir- manna sinna fyrr en í áðurnefndu verkfalli þeirra Suðurnesjamanna. Á vettvangi Versl- unarmannafélags Reykjavíkur hefur það þó oftast verið látið átölulaust að eigendur verslana ynnu sjálfir í verkfalli, enda hefðu þeir sjálfir fast starf við verslun sína og má þetta heita eina undantekningin á þeirri meginreglu sem virt hefur verið af atvinnu- rekendum fram til þessa, að yfirmenn gangi ekki í störf undirmanna sinna í verkföllum. Það verður fróðlegt að sjá hvort dómur mun nú raska a.m.k. hálfrar aldar gamalli venju í samskiptum aðila vinnumarkaðarins. En vinnudeila sú er hér um ræðir á sér fleiri hliðar. Má vera að þar sé að leita skýr- inga á hegðun Flugleiða hf. núna. Eru Flug- leiðir að fá úr því skorið hvort tiltölulega lítið verkalýðsfélag geti stöðvað samgöngur til og frá landinu, þar sem hagsmunir ekki bara Flugleiða eru í húfi, heldur einnig allra þeirra sem að ferðaiðnaði starfa? Þess má geta að vikustöðvun á samgöngum til og frá íslandi með verkfalli hefur í för með sér á ferðamannatíma tekjurýrnun sem nemur um 6—8% af brúttóveltu í þeim iðnaði, en ætla má að hagnaður af ferðamannaiðnaði sé á bilinu 5—10% af veltu. Svo viðkvæmur er ferðamannaiðnaðurinn í landinu að viku- verkfall getur í raun haft í för með sér halla á rekstri hans á íslandi í heilt ár. Sú spurning hefur verið borin upp í þessu sambandi hvort eðlilegt sé að Iítið stéttarfé- lag og einn atvinnurekandi geti í þrætu sinni eyðilagt atvinnumöguleika þúsunda sem í raun koma hvergi nálægt deilunni. Að lokum skal hér tilfærð sú hlið verkfalls- ins sem að vegfarendum snéri og varðar framkvæmd þess á Keflavíkurflugvelli og er fyrir margra hluta sakir athygli verð. Þegar undirritaður mætti á Keflavíkur- flugvöll þann 2. mai 1988 með löglega feng- inn flugfarseðil í höndum á þjóðleiðinni Málshöfðun Flugleiða einsdæmi í samskiptum aðila vinnumarkaðarins. Reykjavík-Kaupmannahöfn varð ég ekki var við neina verkfallsvörslu. Forráðamenn Flugleiða fengu óhindrað og athugasemdar- laust að afgreiða farþegana og farangur þeirra í flugafgreiðslu. Þegar farþegar hugð- ust hins vegar ganga inn í fríhöfn flugstöðv- arbyggingarinnar og sýna starfsmönnum lögreglu og útlendingaeftirlits skilríki sín þá varð það ekki gert hindrunarlaust. Fólk sem merkt var Verslunarmannafélagi Suðurnesja hindraði suma farþega á leið úr landi og meinaði þeim aðgang að samskiptum við út- lendingaeftirlit og lögreglu, meðan aðrir fengu að rúlla í gegn átakalaust. Þótti mér nú skjóta nokkuð skökku við um verkfallsvörsl- una því ég kannast auðvitað ekki við það að t.d. Dagsbrúnarmenn hindri tollþjóna í störfum þótt Dagsbrún sé í verkfalli og und- arleg er sú verkfallsvarsla þeirra Verslunar- mannafélagsmanna á Suðurnesjum að setja upp vegatálma á Keflavíkurveginum ef svo má segja. Eg kannaðist ekki við neinar reglur um það að menn haldi uppi verkfallsvörslu á öðrum starfssviðum en sínum eigin í verk- föllum og því óskaði ég aðstoðar lögreglu við að komast leiðar minnar, þar sem mér var ekki kunnugt um að opinberir starfsmenn væru í verkfalli. Þessari ósk minni var hafnað af lögreglu og kærði ég því lögregluna fyrir að neita mér um aðstoð við að verjast ofríki einhverra einstaklinga, en þessari kæru minni hefur ekki verið sinnt. En því er verið að greina frá þessum per- sónubundna útúrdúr verkfallsátakanna? Jú, það varð ekki séð á vettvangi Keflavík- urflugvallar þann 2. mai s.l. að verkfalls- verðir Verslunarmannafélags Suðurnesja hafi reynt að hindra meint verkfallsbrot for- ráðamanna Flugleiða hf. heldur hafi þeir val- ið sér að halda uppi verkfallsvörslu á öðrum stað sér hentugri. Kemur Flugleiðum það við? I þessu máli má einnig líta til þess að Flug- leiðir er stórt fyrirtæki, sem þarf á stuðningi almennings að halda, ekki síst verkalýðs- hreyfingarinnar. Maður hefði haldið að fyrirtækinu væri mjög í mun að halda þjóðar- friði um sjálft sig. Verslunarmannafélag Suðurnesja er að verja siðferðislega þann rétt, sem gerir verkalýðshreyfingu að verka- lýðshreyfingu. Það er óneitanlega öfugsnúið að fyrirtæki allra landsmanna skuli leita til dómstóla til að draga þann rétt í vafa. Reykjavík, 17. janúar 1989 Skúli Thoroddsen, lögfr. 59

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.