Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 28

Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 28
ERLENT þín Tító“, ortu Júgóslavar í blöðin, „sé ég alheiminn. Þú err alheimurinn“. Allt var þetta með þessum blæ. í dag er ekki nóg með að Tító sé löngu látinn, kommúnisma hríðhrakar, hvað getur haldið lífí í Júgóslavíu, þegar hann er farinn? — Þetta er ennþá spurning um hinn kostinn. Þjóðir Evrópu myndu alls ekki taka sjálfstæðri Slóveníu, Króatíu og Ser- bíu opnum örmum, og hvað með hina? Ráðamenn í álfunni yrðu felmtri slegnir. Þeir myndu segja þessum þjóðum að taka sér tak. Hefurðu EB helst í huga? — Alveg örugglega EB. Það er að þróast í eitt miðstýrt ríki þessa stundina, hvað sem síðar verður. Hlytu júgós- lavnesku smáríkin sjálfstæði yrðu þau eig- inlega að ganga í EB. Yrði þeim hleypt inn? Ég held ekki. Málið er, gera leiðtogar þeirra sér grein fyrir þessu? I Newsweek hefur verið vitnað til þeirra orða þinna að stjórnmálamenn í Austur- Evrópu reyni umfram allt að höfða til dýpstu kennda fólksins. Ef menn eru varkárir, bíða þeir þá ekki bara lægri hlut fyrir æsingamönn- um og lýðskrumurum? — Þessu er ekki að skipta í Króatíu, Tudjman er ótvíræður leiðtogi þjóðernis- sinna þar. í Serbíu er Milosevic hins vegar í vanda staddur. Hann hefur fært ástandið í Kosovó sér í nyt, honum hefur tekist að forða flokk sínum frá örlögum annarra kommúnistasósíalistaflokka í Austur- Evrópu. Nú er kominn á vettvang Vuc Draskovic, foringi Endurreisnarsamtak- anna. Hann skoraði á Serba að fara og vernda bræður sína í Króatíu, eða vestur Serbíu eins og hann segir. Kosningar verða í Serbíu í desember. Eflaust verður á brattan að sækja fyrir Milosevic og sósíal- istana, vegna þess vanda sem þú nefndir. Og er ekki augljóst að átök geta orðið út af þessu? — Sjáum nú til, þó ég segi að höfðað sé til dýpstu kennda fólksins á ég ekki bara við að ofsafull þjóðernishyggja komi í kjöl- farið. Það er verið að skírskota til sjálfs- ímyndar og stolts fólks, í staðinn fyrir að viðurkenna og taka á vandanum framund- an. Menn eru að einfalda stöðuna um of. Auðvitað eru margir sem láta ekki glepj- ast, en þeir eru í minnihluta, það er rétt. Framámenn í Júgóslavíu í dag komast upp með að lýsa andstæðingnum í verstu drátt- um, notfæra sér ótta fólks. Einhvern tíma verður að „taka á vand- anum framundan". Er varanleg lausn möguleg? Slóvanskir mótmælendur í Ljublana. — Já, ríkjabandalag, held ég. Sumir halda því fram að heitið skipti ekki máli, svo lengi sem eitthvað haldi Júgóslavíu saman. Ég er ekki frá því að þetta sé rétt. Ef Tudjman í Króatíu vill geta sagt að Júgóslavía sé ríkjabandalag, en ekki sam- band, leyfum honum það þá. Þar að auki sýnist mér að síðustu tvo áratugi hafi í sannleika sagt verið um bandalag að ræða frekar en samband. Króatar vilja einungis vera í ríkjabandalagi. Gott og vel. Samt segja þeir að það bandalag megi ekki ein- ungis hafa yfirstjórn landvarna og utan- ríkismála, heldur einnig efnahagsmála. Það finnst mér í raun líkara ríkjasam- bandi. En Serbar samþykkja ekki ríkjabanda- lag? — Það þarf semsagt að finna orð sem báðir geta sætt sig við, helst án þess að brjóta odd af oflæti sínu. Kannski er það ekki hægt. Engu að síður tel ég að þeir lifi áfram saman óánægðir og uppstökkir... Og ekkert borgarastríð? Ég á erfitt með að trúa því. Kannski er það einasta lélegt ímyndunarafl eða ósk- hyggja. En ef borgarastríð brytist út er ég viss um að Júgóslavía myndi ekki lifa það af. Ekki þjóðernishyggja, hún myndi bíða algeran hnekki. Æsingamennirnir hefðu svo mikið að svara fyrir. Og fólk má ekki gleyma að þrátt fyrir að þessar þjóðir séu engar vinaþjóðir, er margt sem bindur þær sterkum böndum. Júgóslavi þýðir Suðurslavi, þær eru allar sluðurslavnesk- ar. Þar að auki tala Serbar og Króatar næstum nákvæmlega sama tungumál. Hlusta menn eins og Tudjman, Milosev- ic og Draskovic á svona pælingar? — Ef þeir eru skynsamir og hugsa rök- rétt þá gera þeir það. Hér veltur og mikið á öðrum manni, Ante Markovic forsætis- ráðherrra Júgóslavíu. Hann hefur ýtt efnahagsumbótum úr vör og gangi þær upp minnkar til muna ein aðal ástæðan fyrir núverandi óróa. Lífskjör hafa fallið um þriðjung frá 1980, mikið til vegna þess að lýðveldin kröfðust fulls réttar síns í efnahagsmálum. Allar stórákvarðanir í þeim efnum urðu að vera samþykktar ein- róma. Það gekk ekki upp með góðu móti. — Allan áratuginn hefur yfirstjórn Júgóslavíu reynt að ná tökum á efnahags- stjórnun aftur. Ekkert gekk þar til Marko- vic kom til skjalanna. Öllum á óvart hefur honum tekist að vinna bug á verðbólgu í landinu með því að tengja Dínarinn þýska markinu. Hann er mjög vinsæll, en er rétt að byrja. Hann á eftir að taka á geysilega erfiðum hlutum og það er spurning hvort honum tekst að nýta sér vinsældir sínar. Hann vinnur að stofnun aljúgóslavnesks flokks. Flestir eru efins um að einhver kjósi svoleiðis fyrirbæri eins og staðan er núna. En munu betri lífskjör ekki draga úr þjóðrembunni? — Þjóðernishyggja í Júgóslavíu nærist á meintu menningar- og sögulegu mis- rétti. Þankar um efnahag rista grunnt. í allri Austur-Evrópu er hellingur af þjóð- ernisflokkum. Leiðtogar þeirra geta leyft sér að láta efnahagsmál mæta afgangi. Ef einhver spyrði þá hvaða áhrif áætlanir þeirra myndu hafa á efnahaginn, yrði stundum svarað að þeir hefðu ekki hug- mynd um það. I vestrænum þjóðfélögum kemst enginn upp með svona lengur. Þjóðernissinnar í Júgóslavíu geta þetta, en þegar að því kemur að þeir verða að taka tillit til efnahagshliðarinnar sýnir sagan, að menn láta segjast og slíta ríkið ekki í sundur. Þeir draga í land. 0 28 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.